Hamilton stal ráspólnum á lokahringnum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. júlí 2018 14:09 Félagarnir hjá Mercedes ræsa fremstir vísir/getty Lewis Hamilton verður á ráspól í Ungverjalandskappakstrinum eftir að hafa náð bestum tíma allra í tímatökunni í dag. Liðsfélagi hans Valtteri Bottas ræsir annar. Kimi Raikkonen var með besta tímann fyrir síðasta hringinn í tímatökunni. Þar náðu Mercedes mennirnir að skafa af nokkur sekúndubrot og Hamilton varð fljótastur á 1:35,658 mínútu. „Ferrari er búið að vera með bestu tímana alla helgina en við gerðum okkar besta til þess að vera sem næst þeim. Svo kom rigningin,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna en það kyngdi niður rigningu á meðan tímatökunni stóð. Raikkonen verður þriðji þegar ræst verður í kappakstrinum á morgun og liðsfélagi hans á Ferrari, Sebastian Vettel verður fjórði. Stigakeppni ökuþóra er orðin tveggja hesta kapphlaup á milli Vettel og Hamilton. Hamilton er með 17 stiga forystu eftir sigur í Þýskalandi um helgina og miðað við niðurstöðu tímatökunnar er ljóst að Vettel verður að aka mjög vel á morgun ætli hann ekki að missa Hamilton of langt fram úr sér. Ungverjalandskappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun frá klukkan 12:50. Formúla Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton verður á ráspól í Ungverjalandskappakstrinum eftir að hafa náð bestum tíma allra í tímatökunni í dag. Liðsfélagi hans Valtteri Bottas ræsir annar. Kimi Raikkonen var með besta tímann fyrir síðasta hringinn í tímatökunni. Þar náðu Mercedes mennirnir að skafa af nokkur sekúndubrot og Hamilton varð fljótastur á 1:35,658 mínútu. „Ferrari er búið að vera með bestu tímana alla helgina en við gerðum okkar besta til þess að vera sem næst þeim. Svo kom rigningin,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna en það kyngdi niður rigningu á meðan tímatökunni stóð. Raikkonen verður þriðji þegar ræst verður í kappakstrinum á morgun og liðsfélagi hans á Ferrari, Sebastian Vettel verður fjórði. Stigakeppni ökuþóra er orðin tveggja hesta kapphlaup á milli Vettel og Hamilton. Hamilton er með 17 stiga forystu eftir sigur í Þýskalandi um helgina og miðað við niðurstöðu tímatökunnar er ljóst að Vettel verður að aka mjög vel á morgun ætli hann ekki að missa Hamilton of langt fram úr sér. Ungverjalandskappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun frá klukkan 12:50.
Formúla Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira