Ekki eins og Jóakim önd Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. júlí 2018 08:00 Í kjölfar hrunsins, uppljóstrana um Panamaskjölin og annan ósóma, sem ekki skal tíundaður hér, jókst tortryggni í garð auðmanna mjög. Enn gerir það býsna mikla lukku hjá stórum hóp þegar illu orði er vikið að þeim einstaklingum sem vitað er að eru sterkefnaðir. Þá er gert ráð fyrir að þeir líkist Jóakim Aðalönd í því að kunna hvergi betur við sig en þar sem þeir geta svamlað í auði sínum og borist sem allra mest á. Um leið er sjálfkrafa reiknað með að þeir leiti sem flestra leiða til að koma sér undan því að greiða sitt til samfélagsins. Nú er það vissulega svo að margur verður að aurum api, eins og átakanleg dæmi eru um. Það eru örugglega einhverjir auðmenn sem haga sér líkt og Jóakim Aðalönd sé þeirra sanna fyrirmynd og þrá ekkert annað en að sitja einir að gróða sínum. Engan veginn er þó víst að þetta séu örlög allra þeirra einstaklinga sem eiga svo miklu meira en þeir hafa þörf fyrir. Það er einmitt ástæða til að ætla að þó nokkrir hinna sterkefnuðu hafi ríkan vilja og áhuga á að leggja sitt af mörkum til að efla og auðga samfélag sitt. Það eru ótal leiðir til þess og ein er að styðja við listir í landinu. Á dögunum var Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, í viðtali í Fréttablaðinu. Þar kom fram að safnið hefur ekki fjárhagsleg tök á því að kaupa öll þau verk sem mikilvægt er að það eigi. Ekki eru það góð tíðindi. Ef þetta stærsta listasafn landsins á að standa undir nafni verður safneignin að samanstanda af verkum sem nokkuð öruggt er að séu og verði hluti af íslenskri listasögu. Þetta virðist vart hægt án utanaðkomandi fjárhagsaðstoðar. Ólöf Kristín reifaði í viðtalinu þá hugmynd að stofna stuðningshóp utan um innkaup safnsins, eins og þekkt er erlendis. Fjársterkir einstaklingar myndu þá leggja fram verulegar upphæðir til að efla og styrkja innkaupin. Þessi hugmynd safnstjórans er örugglega lögð fram í þeirri vissu að hópur einstaklinga sé einmitt áhugasamur um þetta. Þar er um að ræða fólk sem hefur lifandi áhuga á listum, á örugglega gott einkasafn listaverka og gæti látið sér nægja að bæta við það, en hugsar dýpra og lengra fram í tímann. Það veit hversu gjöful listin er, finnst að sem flestir eigi að njóta hennar og er tilbúið að leggja sitt af mörkum til þess. Þegar gengið er inn í Listasafn Reykjavíkur, hvort sem þar er um að ræða Kjarvalsstaði, Ásmundarsafn eða Hafnarhúsið, ætti listunnandi að geta verið viss um að listrænn metnaður sé þar í fyrirrúmi og að vel hafi verið hugað að kaupum á listaverkum. Ef sterkefnað fólk hér á landi getur stuðlað að því að listasöfn hér á landi verði sem veglegust þá er ekki ástæða til annars en að fagna innilega og þakka kærlega fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar hrunsins, uppljóstrana um Panamaskjölin og annan ósóma, sem ekki skal tíundaður hér, jókst tortryggni í garð auðmanna mjög. Enn gerir það býsna mikla lukku hjá stórum hóp þegar illu orði er vikið að þeim einstaklingum sem vitað er að eru sterkefnaðir. Þá er gert ráð fyrir að þeir líkist Jóakim Aðalönd í því að kunna hvergi betur við sig en þar sem þeir geta svamlað í auði sínum og borist sem allra mest á. Um leið er sjálfkrafa reiknað með að þeir leiti sem flestra leiða til að koma sér undan því að greiða sitt til samfélagsins. Nú er það vissulega svo að margur verður að aurum api, eins og átakanleg dæmi eru um. Það eru örugglega einhverjir auðmenn sem haga sér líkt og Jóakim Aðalönd sé þeirra sanna fyrirmynd og þrá ekkert annað en að sitja einir að gróða sínum. Engan veginn er þó víst að þetta séu örlög allra þeirra einstaklinga sem eiga svo miklu meira en þeir hafa þörf fyrir. Það er einmitt ástæða til að ætla að þó nokkrir hinna sterkefnuðu hafi ríkan vilja og áhuga á að leggja sitt af mörkum til að efla og auðga samfélag sitt. Það eru ótal leiðir til þess og ein er að styðja við listir í landinu. Á dögunum var Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, í viðtali í Fréttablaðinu. Þar kom fram að safnið hefur ekki fjárhagsleg tök á því að kaupa öll þau verk sem mikilvægt er að það eigi. Ekki eru það góð tíðindi. Ef þetta stærsta listasafn landsins á að standa undir nafni verður safneignin að samanstanda af verkum sem nokkuð öruggt er að séu og verði hluti af íslenskri listasögu. Þetta virðist vart hægt án utanaðkomandi fjárhagsaðstoðar. Ólöf Kristín reifaði í viðtalinu þá hugmynd að stofna stuðningshóp utan um innkaup safnsins, eins og þekkt er erlendis. Fjársterkir einstaklingar myndu þá leggja fram verulegar upphæðir til að efla og styrkja innkaupin. Þessi hugmynd safnstjórans er örugglega lögð fram í þeirri vissu að hópur einstaklinga sé einmitt áhugasamur um þetta. Þar er um að ræða fólk sem hefur lifandi áhuga á listum, á örugglega gott einkasafn listaverka og gæti látið sér nægja að bæta við það, en hugsar dýpra og lengra fram í tímann. Það veit hversu gjöful listin er, finnst að sem flestir eigi að njóta hennar og er tilbúið að leggja sitt af mörkum til þess. Þegar gengið er inn í Listasafn Reykjavíkur, hvort sem þar er um að ræða Kjarvalsstaði, Ásmundarsafn eða Hafnarhúsið, ætti listunnandi að geta verið viss um að listrænn metnaður sé þar í fyrirrúmi og að vel hafi verið hugað að kaupum á listaverkum. Ef sterkefnað fólk hér á landi getur stuðlað að því að listasöfn hér á landi verði sem veglegust þá er ekki ástæða til annars en að fagna innilega og þakka kærlega fyrir sig.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun