Þingmaður segir af sér eftir ótrúlega hegðun í grínþætti Cohens Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. júlí 2018 19:00 Lygileg atburðarrás í umræddu myndskeiði. Bandaríski repúblikaninn Jason Spencer hefur sagt af sér embætti ríkisþingmanns í Georgíu vegna framkomu sinnar í gamanþættinum Who is America? á dögunum. Hann stóð frammi fyrir því að vera rekinn ef hann hefði ekki sagt af sér af sjálfsdáðum. Þættirnir eru hugarfóstur breska grínistans Sacha Baron Cohen sem hefur meðal annars leikið fólk grátt í gervi persóna á borð við Ali G, Borat og Bruno. Í nýju þáttunum bregður hann sér í ýmis gervi með aðstoð förðunarmeistara og fær opinberar persónur til að gera sig að fífli. Í umræddum þætti, sem fór í loftið á sunnudaginn, gekk Jason Spencer þó lengra en flestir og virtist tilbúinn að taka þátt í hvaða vitleysu sem er. Hann segist sjálfur hafa verið í tilfinningalegu uppnámi eftir ósigur í prófkjöri í vor. Spencer hefði að öllu jöfnu látið af embætti eftir kosningarnar í nóvember. Afleiðingarnar eru þó töluverðar þar sem Spencer hefði þurft að sitja fram að kosningum til að hafa náð átta árum í embætti en þá hefði hann átt rétt á ókeypis sjúkratryggingu ævilangt. Í Bandaríkjunum er það töluverð búbót fyrir marga þar sem lækniskostnaður getur verið svimandi hár. Spencer sakar Cohen um að nýta sér lamandi hræðslu sína við hryðjuverk. Í atriðinu þóttist Cohen vera leyniþjónustumaður frá Ísrael með sérfræðiþekkingu í hryðjuverkum. Meðal þess sem hann fékk Spencer til að gera í þættinum var að öskra orðið „nigger“ ítrekað eftir að Cohen sagði honum að „n-orðið“ hefði fælingarmátt gegn hryðjuverkamönnum. Hann tók einnig myndir upp undir búrkur kvenna. Cohen fékk þingmanninn einnig til að girða niður um sig og ota að sér rassinum þar sem það væri góð leið til að stöðva hryðjuverk. Sagði hann liðsmenn ISIS dauðhrædda við að snerta rass annars karlmanns þar sem það þýddi að þeir yrðu samkynhneigðir í augum Guðs.Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Spencer kemst í kast við fjölmiðla ef svo má að orði komast. Í fyrra var hann krafinn um afsögn eftir að hann hótaði þeldökkum fyrrverandi þingmanni með því að segja að hann gæti búist við einhverju mun verra en hópi manna með kyndla ef hann héldi áfram að berjast gegn opinberri notkun Suðurríkjafánans. Þá lagði hann fram umdeilt frumvarp sem hefði bannað konum að klæðast búrkum eða öðrum hyljandi fatnaði á almannafæri. Hann dró það frumvarp til baka eftir mótmæli. Undanfarna mánuði hefur Spencer fyrst og fremst einbeitt sér að smíði frumvarps sem hefði gefið fórnarlömbum barnaníðinga rýmri tíma til að leggja fram kæru áður en málin fyrnast. Það frumvarp var drepið af hagsmunasamtökum sem voru studd fjárhagslega af skátahreyfingum vestanhafs. Stj.mál Tengdar fréttir Fékk þekktan stjórnmálamann til að afklæða sig í þeim tilgangi að hræða ISIS-liða Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. Þáttaröðin er það nýjasta úr smiðju grínistans Sacha Baron Cohen en hann hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið fyrir að narra hina ýmsu ráðamenn í viðtöl. 23. júlí 2018 15:30 Cohen krefur Palin um afsökunarbeiðni í karakter Tilefnið er viðtal, sem Palin hefur sakað Cohen um að hafa narrað sig í á fölskum forsendum. 13. júlí 2018 16:22 Fékk ráðamenn til að mæla með vopnuðum leikskólabörnum Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. 15. júlí 2018 20:03 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Bandaríski repúblikaninn Jason Spencer hefur sagt af sér embætti ríkisþingmanns í Georgíu vegna framkomu sinnar í gamanþættinum Who is America? á dögunum. Hann stóð frammi fyrir því að vera rekinn ef hann hefði ekki sagt af sér af sjálfsdáðum. Þættirnir eru hugarfóstur breska grínistans Sacha Baron Cohen sem hefur meðal annars leikið fólk grátt í gervi persóna á borð við Ali G, Borat og Bruno. Í nýju þáttunum bregður hann sér í ýmis gervi með aðstoð förðunarmeistara og fær opinberar persónur til að gera sig að fífli. Í umræddum þætti, sem fór í loftið á sunnudaginn, gekk Jason Spencer þó lengra en flestir og virtist tilbúinn að taka þátt í hvaða vitleysu sem er. Hann segist sjálfur hafa verið í tilfinningalegu uppnámi eftir ósigur í prófkjöri í vor. Spencer hefði að öllu jöfnu látið af embætti eftir kosningarnar í nóvember. Afleiðingarnar eru þó töluverðar þar sem Spencer hefði þurft að sitja fram að kosningum til að hafa náð átta árum í embætti en þá hefði hann átt rétt á ókeypis sjúkratryggingu ævilangt. Í Bandaríkjunum er það töluverð búbót fyrir marga þar sem lækniskostnaður getur verið svimandi hár. Spencer sakar Cohen um að nýta sér lamandi hræðslu sína við hryðjuverk. Í atriðinu þóttist Cohen vera leyniþjónustumaður frá Ísrael með sérfræðiþekkingu í hryðjuverkum. Meðal þess sem hann fékk Spencer til að gera í þættinum var að öskra orðið „nigger“ ítrekað eftir að Cohen sagði honum að „n-orðið“ hefði fælingarmátt gegn hryðjuverkamönnum. Hann tók einnig myndir upp undir búrkur kvenna. Cohen fékk þingmanninn einnig til að girða niður um sig og ota að sér rassinum þar sem það væri góð leið til að stöðva hryðjuverk. Sagði hann liðsmenn ISIS dauðhrædda við að snerta rass annars karlmanns þar sem það þýddi að þeir yrðu samkynhneigðir í augum Guðs.Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Spencer kemst í kast við fjölmiðla ef svo má að orði komast. Í fyrra var hann krafinn um afsögn eftir að hann hótaði þeldökkum fyrrverandi þingmanni með því að segja að hann gæti búist við einhverju mun verra en hópi manna með kyndla ef hann héldi áfram að berjast gegn opinberri notkun Suðurríkjafánans. Þá lagði hann fram umdeilt frumvarp sem hefði bannað konum að klæðast búrkum eða öðrum hyljandi fatnaði á almannafæri. Hann dró það frumvarp til baka eftir mótmæli. Undanfarna mánuði hefur Spencer fyrst og fremst einbeitt sér að smíði frumvarps sem hefði gefið fórnarlömbum barnaníðinga rýmri tíma til að leggja fram kæru áður en málin fyrnast. Það frumvarp var drepið af hagsmunasamtökum sem voru studd fjárhagslega af skátahreyfingum vestanhafs.
Stj.mál Tengdar fréttir Fékk þekktan stjórnmálamann til að afklæða sig í þeim tilgangi að hræða ISIS-liða Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. Þáttaröðin er það nýjasta úr smiðju grínistans Sacha Baron Cohen en hann hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið fyrir að narra hina ýmsu ráðamenn í viðtöl. 23. júlí 2018 15:30 Cohen krefur Palin um afsökunarbeiðni í karakter Tilefnið er viðtal, sem Palin hefur sakað Cohen um að hafa narrað sig í á fölskum forsendum. 13. júlí 2018 16:22 Fékk ráðamenn til að mæla með vopnuðum leikskólabörnum Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. 15. júlí 2018 20:03 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Fékk þekktan stjórnmálamann til að afklæða sig í þeim tilgangi að hræða ISIS-liða Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. Þáttaröðin er það nýjasta úr smiðju grínistans Sacha Baron Cohen en hann hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið fyrir að narra hina ýmsu ráðamenn í viðtöl. 23. júlí 2018 15:30
Cohen krefur Palin um afsökunarbeiðni í karakter Tilefnið er viðtal, sem Palin hefur sakað Cohen um að hafa narrað sig í á fölskum forsendum. 13. júlí 2018 16:22
Fékk ráðamenn til að mæla með vopnuðum leikskólabörnum Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. 15. júlí 2018 20:03