Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júlí 2018 12:35 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. Vísir/eyþór Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður Samninganefndar ljósmæðra, á frekar von á því en ekki að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem hefur staðið yfir í tvo sólarhringa. Katrín segir þó að reiði og vantraust í garð ríkisstjórnarinnar gæti haft áhrif á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Á fundi ljósmæðra sem haldinn var síðastliðið sunnudagskvöld hafi umræðurnar verið um þetta vantraust. Þær séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina og nokkrar ljósmæður velkist í vafa um það hvort hægt sé að treysta því sem sagt er. „Það endurspeglar það sem á undan hefur gengið,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Framganga ríkisstjórnarinnar í garð ljósmæðra hafi verið „harkaleg“ eins og Katrín kemst að orði. Það ríki ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar. Atkvæðagreiðsla Ljósmæðrafélagsins um miðlunartillögu ríkissáttasemjara hófst um hádegi í fyrradag og lauk nú um hádegi í dag. Fulltrúar úr báðum samninganefndum hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag til þess að fara yfir niðurstöðuna og laust eftir klukkan tvö verður gefin út tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. „Maður hefur aldrei kynnst öðru eins,“ segir Katrín sem vísar í ógreidd laun sem ljósmæður eiga inni samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. „Konur eiga inni fleiri hundruð þúsunda í ógreidd laun fyrir sannarlega unna vinnu þegar verkfallið stóð yfir 2015. Við förum með það í mál og vinnum það í Héraðsdómi og ríkið áfrýjar og málið situr enn á borði Hæstaréttar og ekki enn búið að taka það fyrir og síðan eru liðin þrjú ár,“ segir Katrín. Mesta reiðin eigi rætur sínar að rekja til þess tíma. Aðspurð segist Katrín ekki vita til þess að konur hafi dregið uppsagnir sínar til baka. Hún segir að það séu nokkrar ljósmæður, sem sögðu starfi sínu lausu, að bíða eftir því að vita hvað kemur út úr atkvæðagreiðslunni. Þá eru aðrar sem vilji vita niðurstöðu gerðardóms „svo það sé alveg á hreinu að það komi hlutlaust mat og að verðmætamatið endurspeglist í því“. Katrín segist auk þess vita dæmi þess að nokkrar ljósmæður sem sögðu starfi sínu lausu séu búnar að ráða sig annars staðar og hafi ekki í hyggju að snúa til baka. „Þær hafa bara fengið nóg, algjörlega, og geta ekki hugsað sér að snúa til baka og hugsa með sér að það sé ekki álagsins og áhættunnar virði.“ Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst á laugardaginn eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillöguna í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður Samninganefndar ljósmæðra, á frekar von á því en ekki að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem hefur staðið yfir í tvo sólarhringa. Katrín segir þó að reiði og vantraust í garð ríkisstjórnarinnar gæti haft áhrif á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Á fundi ljósmæðra sem haldinn var síðastliðið sunnudagskvöld hafi umræðurnar verið um þetta vantraust. Þær séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina og nokkrar ljósmæður velkist í vafa um það hvort hægt sé að treysta því sem sagt er. „Það endurspeglar það sem á undan hefur gengið,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Framganga ríkisstjórnarinnar í garð ljósmæðra hafi verið „harkaleg“ eins og Katrín kemst að orði. Það ríki ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar. Atkvæðagreiðsla Ljósmæðrafélagsins um miðlunartillögu ríkissáttasemjara hófst um hádegi í fyrradag og lauk nú um hádegi í dag. Fulltrúar úr báðum samninganefndum hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag til þess að fara yfir niðurstöðuna og laust eftir klukkan tvö verður gefin út tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. „Maður hefur aldrei kynnst öðru eins,“ segir Katrín sem vísar í ógreidd laun sem ljósmæður eiga inni samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. „Konur eiga inni fleiri hundruð þúsunda í ógreidd laun fyrir sannarlega unna vinnu þegar verkfallið stóð yfir 2015. Við förum með það í mál og vinnum það í Héraðsdómi og ríkið áfrýjar og málið situr enn á borði Hæstaréttar og ekki enn búið að taka það fyrir og síðan eru liðin þrjú ár,“ segir Katrín. Mesta reiðin eigi rætur sínar að rekja til þess tíma. Aðspurð segist Katrín ekki vita til þess að konur hafi dregið uppsagnir sínar til baka. Hún segir að það séu nokkrar ljósmæður, sem sögðu starfi sínu lausu, að bíða eftir því að vita hvað kemur út úr atkvæðagreiðslunni. Þá eru aðrar sem vilji vita niðurstöðu gerðardóms „svo það sé alveg á hreinu að það komi hlutlaust mat og að verðmætamatið endurspeglist í því“. Katrín segist auk þess vita dæmi þess að nokkrar ljósmæður sem sögðu starfi sínu lausu séu búnar að ráða sig annars staðar og hafi ekki í hyggju að snúa til baka. „Þær hafa bara fengið nóg, algjörlega, og geta ekki hugsað sér að snúa til baka og hugsa með sér að það sé ekki álagsins og áhættunnar virði.“ Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst á laugardaginn eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillöguna í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00
Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14
Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?