Pepsi-mörkin: Keflavík að ganga í gegnum helvíti Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2018 12:00 Keflvíkingar eru enn án sigurs í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir 3-0 tap gegn Grindavík í gærkvöldi í lokaleik 13. umferðar. Keflavík er með þrjú stig eftir þrettán leiki. Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport, spurði sérfræðinga sína Reyni Leósson og Frey Alexandersson í þætti gærkvöldsins hvort einhver í þessu liði væri hreinlega nógu góður fyrir deildina. „Það eru nokkrir leikmenn í liðinu sem eru nógu góðir fyrir Pepsi-deildina en það eru líka fullt af strákum þarna sem eru ekki tilbúnir og það er verið að blóðga þá,“ svaraði Freyr Alexandersson. „Þeir eru að ganga í gegnum helvíti. Það er bara þannig. Það gengur ekkert upp, þeir eru svo gott sem fallnir og ekki búnir að skora mark síðan 4. júní.“ Freyr sagði ósanngjarnt að meta hvern og einn leikmann í þessu liði miðað við það sem er í gangi en Suðurnesjamenn verða að fara að rífa sig í gang. „Það er ekki hægt að dæma einstaklingana í þessu liði því akkurat núna er þetta ekkert lið. Það sem að Eysteinn er að reyna að gera er að búa til betra lið og að reyna að fá samfélagið með sér,“ sagði Freyr. „Það skiptir máli því Keflavík er stolt samfélag og þeir verða að fara út úr þessu móti með stolti hvort sem að þeir haldi sér uppi eða ekki.“ Reynir Leósson tók undir með Frey en finnst þó algjört lágmark að Keflavíkurliðið sýni baráttuanda. Það er það minnsta sem hægt er að gera miðað við hvernig staðan er. „Eitt finnst mér vanta. Þú getur alltaf sett hjarta í þetta á vellinum. Keflavík er aldrei að fara að bjarga sér og er ekki að fara að vinna marga leiki í sumar. Mér finnst vanta hjarta og baráttu. Ef þeir koma með það inn á völlinn geta þeir gengið svona sæmilega stoltir frá borði,“ sagði Reynir Leósson. Alla umræðuna má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin: „Átakanlegt“ að horfa á Viðar Ara í Kópavoginum Viðar Ari Jónsson fékk útreið í Pepsi-mörkunum eftir slæman dag á skrifstofunni. 24. júlí 2018 10:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Keflavík 3-0 | Hrakfarir Keflavíkur halda áfram Grindavík er komið aftur á sigurbraut eftir 3-0 sigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn eftir þrjá tapleiki í röð en Keflvíkingar eiga enn eftir að vinna sigur á tímabilinu. 23. júlí 2018 22:30 Eysteinn Húni: Megum ekki fara í neina sjálfsvorkunn "Þetta er mjög súrt og óþolandi en ég verð að taka ábyrgðina á þessu. Ég ákvað að keyra inn í leikinn, fara ofar með liðið og í byrjun leiks fáum við tækifæri. Ef við hefðum skorað þá hefði þetta verið breyttur leikur.“ 23. júlí 2018 21:45 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Keflvíkingar eru enn án sigurs í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir 3-0 tap gegn Grindavík í gærkvöldi í lokaleik 13. umferðar. Keflavík er með þrjú stig eftir þrettán leiki. Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport, spurði sérfræðinga sína Reyni Leósson og Frey Alexandersson í þætti gærkvöldsins hvort einhver í þessu liði væri hreinlega nógu góður fyrir deildina. „Það eru nokkrir leikmenn í liðinu sem eru nógu góðir fyrir Pepsi-deildina en það eru líka fullt af strákum þarna sem eru ekki tilbúnir og það er verið að blóðga þá,“ svaraði Freyr Alexandersson. „Þeir eru að ganga í gegnum helvíti. Það er bara þannig. Það gengur ekkert upp, þeir eru svo gott sem fallnir og ekki búnir að skora mark síðan 4. júní.“ Freyr sagði ósanngjarnt að meta hvern og einn leikmann í þessu liði miðað við það sem er í gangi en Suðurnesjamenn verða að fara að rífa sig í gang. „Það er ekki hægt að dæma einstaklingana í þessu liði því akkurat núna er þetta ekkert lið. Það sem að Eysteinn er að reyna að gera er að búa til betra lið og að reyna að fá samfélagið með sér,“ sagði Freyr. „Það skiptir máli því Keflavík er stolt samfélag og þeir verða að fara út úr þessu móti með stolti hvort sem að þeir haldi sér uppi eða ekki.“ Reynir Leósson tók undir með Frey en finnst þó algjört lágmark að Keflavíkurliðið sýni baráttuanda. Það er það minnsta sem hægt er að gera miðað við hvernig staðan er. „Eitt finnst mér vanta. Þú getur alltaf sett hjarta í þetta á vellinum. Keflavík er aldrei að fara að bjarga sér og er ekki að fara að vinna marga leiki í sumar. Mér finnst vanta hjarta og baráttu. Ef þeir koma með það inn á völlinn geta þeir gengið svona sæmilega stoltir frá borði,“ sagði Reynir Leósson. Alla umræðuna má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin: „Átakanlegt“ að horfa á Viðar Ara í Kópavoginum Viðar Ari Jónsson fékk útreið í Pepsi-mörkunum eftir slæman dag á skrifstofunni. 24. júlí 2018 10:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Keflavík 3-0 | Hrakfarir Keflavíkur halda áfram Grindavík er komið aftur á sigurbraut eftir 3-0 sigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn eftir þrjá tapleiki í röð en Keflvíkingar eiga enn eftir að vinna sigur á tímabilinu. 23. júlí 2018 22:30 Eysteinn Húni: Megum ekki fara í neina sjálfsvorkunn "Þetta er mjög súrt og óþolandi en ég verð að taka ábyrgðina á þessu. Ég ákvað að keyra inn í leikinn, fara ofar með liðið og í byrjun leiks fáum við tækifæri. Ef við hefðum skorað þá hefði þetta verið breyttur leikur.“ 23. júlí 2018 21:45 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Pepsi-mörkin: „Átakanlegt“ að horfa á Viðar Ara í Kópavoginum Viðar Ari Jónsson fékk útreið í Pepsi-mörkunum eftir slæman dag á skrifstofunni. 24. júlí 2018 10:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Keflavík 3-0 | Hrakfarir Keflavíkur halda áfram Grindavík er komið aftur á sigurbraut eftir 3-0 sigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn eftir þrjá tapleiki í röð en Keflvíkingar eiga enn eftir að vinna sigur á tímabilinu. 23. júlí 2018 22:30
Eysteinn Húni: Megum ekki fara í neina sjálfsvorkunn "Þetta er mjög súrt og óþolandi en ég verð að taka ábyrgðina á þessu. Ég ákvað að keyra inn í leikinn, fara ofar með liðið og í byrjun leiks fáum við tækifæri. Ef við hefðum skorað þá hefði þetta verið breyttur leikur.“ 23. júlí 2018 21:45