Þjálfari AGF um Björn Daníel: „Fékk tækifærið og greip það“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júlí 2018 08:00 Björn í baráttunni við finnska landsliðsmanninn Tim Sparv í fyrsta leik AGF. vísir/getty David Nielsen, þjálfari AGF, er ánægður með hvernig miðjumaður hans, Björn Daníel Sverrisson, hefur spilað á undirbúningstímabilinu. Hann verðlaunaði Björn með byrjunarliðssæti í fyrsta leiknum. Björn var á láni hjá Vejle á síðasta tímabili og snéri svo til AGF í janúar. Þar spilaði hann einungis í 37 mínútur það sem eftir var af tímabilinu og flestir bjuggust við því að Björn væri á leiðinni burt. Hann lagði hins vegar mikið á sig í sumar og er nú kominn í byrjunarliðið hjá AGF. Blaðið Stiften gerir þetta að umfjöllun í blaði sínu í dag. „Það var ekki ég sem bauð Birni hér inn heldur sparkaði hann sjálfur upp hurðinni vegna frammistöðu sinni á vellinum,” grínaðist David Nielsen, stjóri AGF í samtali við Stiften blaðið í Árósum. „Þeir leikmenn sem gera það gott á æfingum og eru nægilega öflugir til þess að uppgötva hluti, þá erum við í þjálfarateyminu tilbúnir til þess að gefa þeim tækifæri.” „Sama hver maðurinn er, hvaða sögu hann hefur haft hjá félaginu og hvað hann hefur spilað mikið áður. Þegar leikmaður heldur hausnum uppi og leggur á sig þá kemur tækifærið á ákveðnum tímapunkti. Nú hefur hann gripið það.” Björn Daníel gekk í raðir AGF fyrir tveimur árum síðan og er eðlilega ánægður með að vera kominn á völlinn í úrvalsdeildinni á ný. „Það var gott og óvænt að spila gegn Midtjylland en eftir æfingarleikinn gegn HSV, þar sem ég byrjaði inn á, hafði ég hugmynd um að þetta gæti verið möguleiki, “sagði Björn. „Ég veit vel að það eru leikmenn sem eru meiddir en fyrir mig er þetta gott tækifæri að koma aftur eftir síðustu ár sem hafa verið erfið. Ég sagði við David að ég myndi berjast fyrir sæti mínu þótt margir hefðu dauðadæmt það.” Björn á eitt ár eftir af samningi sínum en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hann er í raun lítið að hugsa um það. „Fyrir mig snýst þetta eingöngu um að spila fótbolta. Þetta hefur verið erfiður tími sem ég hef gengið í gegnum, svo hvað gerist á næsta árinu er ekki mikilvægt núna. Það eina sem skiptir máli núna er að mæta í AGF á morgun og gera mitt besta á æfingu.” „Þannig kemst ég áfram. Ég er mjög hungraður. Ég er einungis 28 ára og á mörg ár eftir í boltanum svo ég nýti hvern einasta dag,” sagði FH-ingurinn brosandi að lokum. Allt viðtalið við Björn má lesa hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
David Nielsen, þjálfari AGF, er ánægður með hvernig miðjumaður hans, Björn Daníel Sverrisson, hefur spilað á undirbúningstímabilinu. Hann verðlaunaði Björn með byrjunarliðssæti í fyrsta leiknum. Björn var á láni hjá Vejle á síðasta tímabili og snéri svo til AGF í janúar. Þar spilaði hann einungis í 37 mínútur það sem eftir var af tímabilinu og flestir bjuggust við því að Björn væri á leiðinni burt. Hann lagði hins vegar mikið á sig í sumar og er nú kominn í byrjunarliðið hjá AGF. Blaðið Stiften gerir þetta að umfjöllun í blaði sínu í dag. „Það var ekki ég sem bauð Birni hér inn heldur sparkaði hann sjálfur upp hurðinni vegna frammistöðu sinni á vellinum,” grínaðist David Nielsen, stjóri AGF í samtali við Stiften blaðið í Árósum. „Þeir leikmenn sem gera það gott á æfingum og eru nægilega öflugir til þess að uppgötva hluti, þá erum við í þjálfarateyminu tilbúnir til þess að gefa þeim tækifæri.” „Sama hver maðurinn er, hvaða sögu hann hefur haft hjá félaginu og hvað hann hefur spilað mikið áður. Þegar leikmaður heldur hausnum uppi og leggur á sig þá kemur tækifærið á ákveðnum tímapunkti. Nú hefur hann gripið það.” Björn Daníel gekk í raðir AGF fyrir tveimur árum síðan og er eðlilega ánægður með að vera kominn á völlinn í úrvalsdeildinni á ný. „Það var gott og óvænt að spila gegn Midtjylland en eftir æfingarleikinn gegn HSV, þar sem ég byrjaði inn á, hafði ég hugmynd um að þetta gæti verið möguleiki, “sagði Björn. „Ég veit vel að það eru leikmenn sem eru meiddir en fyrir mig er þetta gott tækifæri að koma aftur eftir síðustu ár sem hafa verið erfið. Ég sagði við David að ég myndi berjast fyrir sæti mínu þótt margir hefðu dauðadæmt það.” Björn á eitt ár eftir af samningi sínum en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hann er í raun lítið að hugsa um það. „Fyrir mig snýst þetta eingöngu um að spila fótbolta. Þetta hefur verið erfiður tími sem ég hef gengið í gegnum, svo hvað gerist á næsta árinu er ekki mikilvægt núna. Það eina sem skiptir máli núna er að mæta í AGF á morgun og gera mitt besta á æfingu.” „Þannig kemst ég áfram. Ég er mjög hungraður. Ég er einungis 28 ára og á mörg ár eftir í boltanum svo ég nýti hvern einasta dag,” sagði FH-ingurinn brosandi að lokum. Allt viðtalið við Björn má lesa hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira