Upphitun: Nær Vettel að verja heimavöllinn? Bragi Þórðarson skrifar 20. júlí 2018 18:30 Vettel sigraði á heimavelli Hamilton í síðasta kappakstri. Hvað gerist á heimavelli Vettel um helgina? Vísir/Getty Hockenheim brautin snýr aftur í Formúlu 1 eftir tveggja ára hlé um helgina. Þjóðverjinn Sebastian Vettel ætlar sér það sem Lewis Hamilton náði ekki að gera fyrir tveimur vikum, að vinna á heimavelli. Það var Vettel sem hafði betur á Silverstone brautinni í Bretlandi í síðasta kappakstri en Hamilton varð að sætta sig við annað sætið. Það er því Þjóðverjinn sem leiðir heimsmeistaramót ökumanna með átta stiga forskot á Hamilton. Algjört einvígi hefur myndast milli þessara ökumanna er þeir berjast við að ná sínum fimmta titli. Nú þegar tímabilið er hálfnað hafa þeir báðir leitt mótið með allt að 18 stigum.Hockenheim er í suðurhluta Þýskalandsvísir/gettiHockenheim er ein sögufrægasta brautin sem keppt er á. Hringurinn var fyrst notaður í Formúlu 1 árið 1970 þegar að ökumenn neituðu að keyra hina stórhættulegu Nurburgring braut. Hockenheim var alltaf þekkt fyrir sína löngu, beinu kafla og erfiðar hraðahindranir. Hröðu kaflarnir voru þó teknir af brautinni árið 2002 þegar hringurinn var styttur til muna. Bæði áhorfendur sem og keppendur hafa almennt ekki verið sáttir með þessa breytingu en það gæti allt breyst um helgina ef heimamaðurinn Vettel nær gulli. Það verður þó ekki auðvelt fyrir Sebastian að ná sigri um helgina. Mercedes hafa verið hraðir á fyrstu æfingum en hraðastir hafa verið Red Bull bílarnir. Daniel Ricciardo náði besta tíma á fyrstu æfingu en Ástralinn verður að byrja kappaksturinn frá þjónustusvæðinu vegna refsingar fyrir vélarskipti. Liðsfélagi hans hjá Red Bull var hraðastur á annari æfingu. Sýnt verður frá síðustu æfingunni, tímatökum og svo kappakstrinum sjálfum í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Formúla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Hockenheim brautin snýr aftur í Formúlu 1 eftir tveggja ára hlé um helgina. Þjóðverjinn Sebastian Vettel ætlar sér það sem Lewis Hamilton náði ekki að gera fyrir tveimur vikum, að vinna á heimavelli. Það var Vettel sem hafði betur á Silverstone brautinni í Bretlandi í síðasta kappakstri en Hamilton varð að sætta sig við annað sætið. Það er því Þjóðverjinn sem leiðir heimsmeistaramót ökumanna með átta stiga forskot á Hamilton. Algjört einvígi hefur myndast milli þessara ökumanna er þeir berjast við að ná sínum fimmta titli. Nú þegar tímabilið er hálfnað hafa þeir báðir leitt mótið með allt að 18 stigum.Hockenheim er í suðurhluta Þýskalandsvísir/gettiHockenheim er ein sögufrægasta brautin sem keppt er á. Hringurinn var fyrst notaður í Formúlu 1 árið 1970 þegar að ökumenn neituðu að keyra hina stórhættulegu Nurburgring braut. Hockenheim var alltaf þekkt fyrir sína löngu, beinu kafla og erfiðar hraðahindranir. Hröðu kaflarnir voru þó teknir af brautinni árið 2002 þegar hringurinn var styttur til muna. Bæði áhorfendur sem og keppendur hafa almennt ekki verið sáttir með þessa breytingu en það gæti allt breyst um helgina ef heimamaðurinn Vettel nær gulli. Það verður þó ekki auðvelt fyrir Sebastian að ná sigri um helgina. Mercedes hafa verið hraðir á fyrstu æfingum en hraðastir hafa verið Red Bull bílarnir. Daniel Ricciardo náði besta tíma á fyrstu æfingu en Ástralinn verður að byrja kappaksturinn frá þjónustusvæðinu vegna refsingar fyrir vélarskipti. Liðsfélagi hans hjá Red Bull var hraðastur á annari æfingu. Sýnt verður frá síðustu æfingunni, tímatökum og svo kappakstrinum sjálfum í beinni á Stöð 2 Sport um helgina.
Formúla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira