Öðruvísi að spila fyrir eintóma hausa Benedikt Bóas skrifar 30. júlí 2018 06:00 Daði Freyr bar á sig sólarvörn áður en hann spilaði. Hann segir ótrúlegan mun á sólinni í Kambódíu og þeirri íslensku. Jarðböðin voru vel sótt á meðan tónleikarnir stóðu og skemmtu gestir sér konunglega. Heiða Halldórsdóttir „Það var öðruvísi að spila fyrir fólk þar sem maður sér bara í hausinn. Kannski var fólk á fullu að dansa ofan í en maður sá það ekki. Þetta voru samt hressir hausar sýndist mér,“ segir tónlistarmaðurinn Daði Freyr en hann tróð upp í Jarðböðunum í Mývatnssveit á föstudag. Daði hafði verið í útilegu með sínu fólki en kom í sveitina snemma og fóru þau Daði og Árný Fjóla, unnusta hans, ofan í Jarðböðin fyrir tónleikana. Mikill fjöldi var þar samankominn og skemmtu ungir sem aldnir sér konunglega á þessum klukkutímalöngu tónleikum. „Það var mjög skemmtilegt að spila hérna. Það var geggjað veður sem gerði þetta skemmtilegt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem í Mývatnssveit, ég hef svo lítið ferðast um Norðurland. Það hefði verið gaman að vera hérna í þrjá daga og skoða því hér er greinilega margt að sjá,“ segir hann og Árný tekur undir.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, var komin ofan í ásamt fríðu föruneyti.Heiða HalldórsdóttirHún bætir við að það sé mjög gott að vera á Íslandi en þau eru búin að vera hér á landi í rúma tvo mánuði. Þau halda af landi brott eftir tæpa viku en byrja á því að fara í brúðkaup til systur Daða í Búlgaríu. „Við erum mjög brött. Það er mjög gott að vera á Íslandi. „En eitt sem er fyndið er að við vorum í Asíu í 40 stiga hita og komum svo til Íslands og sólbrunnum nánast í rigningu. Það er allt öðruvísi loftið hérna. Maður fattar ekki alveg að setja á sig sólarvörn,“ segir hún. „Það verður geggjað að fara til Búlgaríu í brúðkaup. Öll stórfjölskyldan að fara. Síðan er það bara Berlín,“ segir Daði. „Eða stefnan er að búa áfram þar en við erum ekki með neina íbúð reyndar. Svo ef einhver er með íbúð í Berlín handa okkur má sá hinn sami hafa samband,“ segir hann. Daði spilaði í rúman klukkutíma og tók nokkur ný lög, meðal annars Skiptir ekki máli sem er hans nýjasta. Aðspurður hvort plata sé væntanleg segir hann að stefnan sé sett á útgáfu fyrir næsta sumar. „Að öllum líkindum. Þá ætla ég að fá til mín góða gesti. Ég er að skora á sjálfan mig, ég er svo gjarn á það að sitja einn í stúdíói, semja lag og gera allt sjálfur. Núna ætla ég að fá til mín skemmtilega og góða tónlistarmenn til að spila með mér. Þetta er þægileg staða sem ég er í. Ég hef aðgang að alls konar skemmtilegu fólki sem kann að gera flotta tónlist og það er það sem mig langar að gera. Alls konar.“Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu og ferðaþjónustubóndi í Mývatnssveit, lét sig ekki vanta á tónleikana.Heiða Halldórsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Sjá meira
„Það var öðruvísi að spila fyrir fólk þar sem maður sér bara í hausinn. Kannski var fólk á fullu að dansa ofan í en maður sá það ekki. Þetta voru samt hressir hausar sýndist mér,“ segir tónlistarmaðurinn Daði Freyr en hann tróð upp í Jarðböðunum í Mývatnssveit á föstudag. Daði hafði verið í útilegu með sínu fólki en kom í sveitina snemma og fóru þau Daði og Árný Fjóla, unnusta hans, ofan í Jarðböðin fyrir tónleikana. Mikill fjöldi var þar samankominn og skemmtu ungir sem aldnir sér konunglega á þessum klukkutímalöngu tónleikum. „Það var mjög skemmtilegt að spila hérna. Það var geggjað veður sem gerði þetta skemmtilegt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem í Mývatnssveit, ég hef svo lítið ferðast um Norðurland. Það hefði verið gaman að vera hérna í þrjá daga og skoða því hér er greinilega margt að sjá,“ segir hann og Árný tekur undir.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, var komin ofan í ásamt fríðu föruneyti.Heiða HalldórsdóttirHún bætir við að það sé mjög gott að vera á Íslandi en þau eru búin að vera hér á landi í rúma tvo mánuði. Þau halda af landi brott eftir tæpa viku en byrja á því að fara í brúðkaup til systur Daða í Búlgaríu. „Við erum mjög brött. Það er mjög gott að vera á Íslandi. „En eitt sem er fyndið er að við vorum í Asíu í 40 stiga hita og komum svo til Íslands og sólbrunnum nánast í rigningu. Það er allt öðruvísi loftið hérna. Maður fattar ekki alveg að setja á sig sólarvörn,“ segir hún. „Það verður geggjað að fara til Búlgaríu í brúðkaup. Öll stórfjölskyldan að fara. Síðan er það bara Berlín,“ segir Daði. „Eða stefnan er að búa áfram þar en við erum ekki með neina íbúð reyndar. Svo ef einhver er með íbúð í Berlín handa okkur má sá hinn sami hafa samband,“ segir hann. Daði spilaði í rúman klukkutíma og tók nokkur ný lög, meðal annars Skiptir ekki máli sem er hans nýjasta. Aðspurður hvort plata sé væntanleg segir hann að stefnan sé sett á útgáfu fyrir næsta sumar. „Að öllum líkindum. Þá ætla ég að fá til mín góða gesti. Ég er að skora á sjálfan mig, ég er svo gjarn á það að sitja einn í stúdíói, semja lag og gera allt sjálfur. Núna ætla ég að fá til mín skemmtilega og góða tónlistarmenn til að spila með mér. Þetta er þægileg staða sem ég er í. Ég hef aðgang að alls konar skemmtilegu fólki sem kann að gera flotta tónlist og það er það sem mig langar að gera. Alls konar.“Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu og ferðaþjónustubóndi í Mývatnssveit, lét sig ekki vanta á tónleikana.Heiða Halldórsdóttir
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp