Guðmundur Hörður vill verða formaður Neytendasamtakanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 10:21 Fyrrverandi formaður Landverndar vill stýra Neytendasamtökunum og boðar breytingar. Aðsend Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Neytendasamtakanna en nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi. „Neytendasamtökin hafa gengið í gegnum erfitt tímabil að undanförnu og það felur að mínu mati í sér tækifæri til að staldra við, ná áttum og endurbyggja samtökin á þeim trausta grunni sem lagður hefur verið í 65 ár,“ segir Guðmundur í fréttatilkynningu um framboðið. Að mati Guðmundar á stjórnin að vera óhrædd við að breyta áherslum og mála samtökin í nýjum litum. Verði Guðmundur kjörinn hyggst hann leggja áherslu á andstöðu við hækkanir á neyslusköttum og kröfuna um að virðisaukaskattur á matvæli verði aftur lækkaður í 7% að lágmarki. Hann vill vandaða umfjöllun um kosti og galla netviðskipta og þau tækifæri sem þau veita neytendum til aukinnar samkeppni. Guðmundur boðar andstöðu við ofvexti bankakerfisins og óhóflegum þjónustugjöldum og vaxtagreiðslum lántakenda. Þá vill hann stöðva með öllu starfsemi smálánafyrirtækja. Guðmundur vill aukið aðhald með opinberum fyrirtækjum og stofnunum, aukið samstarf við stéttarfélög í tengslum við verðlagseftirlit og virka samkeppni. Þá vill hann efla samstarf við háskólasamfélagið. Hann vill leggja til „virkt samstarf við samtök framleiðenda og kaupmanna um aukna og bætta upplýsingagjöf til neytenda um mat og fleiri neysluvörur, t.d. er varðar upprunamerkingar, innihaldsefni, kolefnisfótspor, dýravelferð, matarsóun, siðræna viðskiptahætti og lyfjanotkun í matvælaframleiðslu.“ Guðmundur vill efla til muna neytendaaðstoð og almenna lögfræðiráðgjöf. Þá vill hann leggja vinnu í vef samtakanna og gera Neytendasamtökin fyrirferðameiri á samfélagsmiðlum. Hann hefur sett sér markmið um fjölgun félagsmanna og til þess að ná því leggur hann til að lækka almennt félagsgjald en á móti koma upp styrktarkerfi sem hvetur félagsmenn og aðra til að styrkja samtökin. Guðmundur var árið 2011 kosinn formaður Landverndar og stýrði samtökunum í fjögur ár. Þá sat hann í stjórn Neytendasamtakanna árin 2012-2014 og var í starfshópi um matvæli, umhverfismál og siðræna neyslu. „Á þeim tíma tók ég m.a. virkan þátt í árangursríkri baráttu samtakanna við að fá norræna hollustumerkið Skráargatið viðurkennt á Íslandi.“ Neytendur Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Neytendasamtakanna en nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi. „Neytendasamtökin hafa gengið í gegnum erfitt tímabil að undanförnu og það felur að mínu mati í sér tækifæri til að staldra við, ná áttum og endurbyggja samtökin á þeim trausta grunni sem lagður hefur verið í 65 ár,“ segir Guðmundur í fréttatilkynningu um framboðið. Að mati Guðmundar á stjórnin að vera óhrædd við að breyta áherslum og mála samtökin í nýjum litum. Verði Guðmundur kjörinn hyggst hann leggja áherslu á andstöðu við hækkanir á neyslusköttum og kröfuna um að virðisaukaskattur á matvæli verði aftur lækkaður í 7% að lágmarki. Hann vill vandaða umfjöllun um kosti og galla netviðskipta og þau tækifæri sem þau veita neytendum til aukinnar samkeppni. Guðmundur boðar andstöðu við ofvexti bankakerfisins og óhóflegum þjónustugjöldum og vaxtagreiðslum lántakenda. Þá vill hann stöðva með öllu starfsemi smálánafyrirtækja. Guðmundur vill aukið aðhald með opinberum fyrirtækjum og stofnunum, aukið samstarf við stéttarfélög í tengslum við verðlagseftirlit og virka samkeppni. Þá vill hann efla samstarf við háskólasamfélagið. Hann vill leggja til „virkt samstarf við samtök framleiðenda og kaupmanna um aukna og bætta upplýsingagjöf til neytenda um mat og fleiri neysluvörur, t.d. er varðar upprunamerkingar, innihaldsefni, kolefnisfótspor, dýravelferð, matarsóun, siðræna viðskiptahætti og lyfjanotkun í matvælaframleiðslu.“ Guðmundur vill efla til muna neytendaaðstoð og almenna lögfræðiráðgjöf. Þá vill hann leggja vinnu í vef samtakanna og gera Neytendasamtökin fyrirferðameiri á samfélagsmiðlum. Hann hefur sett sér markmið um fjölgun félagsmanna og til þess að ná því leggur hann til að lækka almennt félagsgjald en á móti koma upp styrktarkerfi sem hvetur félagsmenn og aðra til að styrkja samtökin. Guðmundur var árið 2011 kosinn formaður Landverndar og stýrði samtökunum í fjögur ár. Þá sat hann í stjórn Neytendasamtakanna árin 2012-2014 og var í starfshópi um matvæli, umhverfismál og siðræna neyslu. „Á þeim tíma tók ég m.a. virkan þátt í árangursríkri baráttu samtakanna við að fá norræna hollustumerkið Skráargatið viðurkennt á Íslandi.“
Neytendur Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira