Lögregla í Stokkhólmi skaut mann með Downs-heilkenni til bana Atli Ísleifsson skrifar 2. ágúst 2018 14:57 Forrannsókn er hafin um hvort lögreglumennirnir hafi gerst brotlegir í starfi. Vísir/Getty Lögregla í Stokkhólmi skaut í nótt tvítugan mann til bana í hverfinu Vasastan. Sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að hinn látni, Eric Torell, hafi verið með Downs-heilkenni, einhverfur og strokið að heiman um miðja nótt með leikfangabyssu. „Hann var yndislegur, ástríkasti maður heims,“ segir Katarina Söderberg, móðir hins látna, í samtali við Aftonbladet. Hún segir lækna hafi greint son sinn á þann veg að hann væri með þroska á við þriggja ára barn. Aftonbladet segir frá því að Söderberg hafi síðast séð son sinn í gærkvöldi þegar hann nýtti sér flutningsþjónustu og fór frá heimili móður sinnar til föður síns. Um nóttina strauk hann hins vegar af heimili föður síns, en hann hafi átt það til að strjúka af heimilum sínum og vistunarúrræðum. Faðir mannsins tilkynnti svo um hvarf hans í nótt, en þegar lögregla mætti fékk fjölskyldan þær fréttir að hann hafi verið skotinn til bana af lögreglu. „Við erum eyðilögð, við erum í áfalli. Ég trúi ekki að þetta sé satt,“ segir Katarina.Þrír sem skutu Samkvæmt heimildum Aftonbladet voru það þrír lögreglumenn sem hleyptu af og hæfðu manninn við Norrbackagatan í Vasastan um klukkan 4 í nótt. Var hann sagður hafa verið „ógnandi“. Saksóknari hefur sömuleiðis staðfest að það hafi verið fleiri en einn lögreglumaður sem skaut, en maðurinn var með leikfangabyssu í hönd. „Það er auðvitað mjög óheppilegt að hann hafi af einhverri óskiljanlegri ástæðu haft hana með sér. En af hverju þarf að skjóta hann til bana, skjótið hann frekar í fótlegginn? Og þrír lögreglumenn? Menn verða ekki skotnir af plaststykki,“ segir Katarina.Forrannsókn hafin Móðir mannsins segir að sér hafi þótt nauðsynlegt að segja frá sinni hlið málsins, þar sem útgáfa lögreglunnar hafi einungis verið í umræðunni. „Barn með Downs-heilkenni, og einhverfur. Hvernig gat hann verið ógnandi? Það er ekki möguleiki.“ Í frétt Expressen kemur fram að forrannsókn er hafin um hvort lögreglumennirnir hafi gerst brotlegir í starfi. Norðurlönd Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Lögregla í Stokkhólmi skaut í nótt tvítugan mann til bana í hverfinu Vasastan. Sænskir fjölmiðlar greina nú frá því að hinn látni, Eric Torell, hafi verið með Downs-heilkenni, einhverfur og strokið að heiman um miðja nótt með leikfangabyssu. „Hann var yndislegur, ástríkasti maður heims,“ segir Katarina Söderberg, móðir hins látna, í samtali við Aftonbladet. Hún segir lækna hafi greint son sinn á þann veg að hann væri með þroska á við þriggja ára barn. Aftonbladet segir frá því að Söderberg hafi síðast séð son sinn í gærkvöldi þegar hann nýtti sér flutningsþjónustu og fór frá heimili móður sinnar til föður síns. Um nóttina strauk hann hins vegar af heimili föður síns, en hann hafi átt það til að strjúka af heimilum sínum og vistunarúrræðum. Faðir mannsins tilkynnti svo um hvarf hans í nótt, en þegar lögregla mætti fékk fjölskyldan þær fréttir að hann hafi verið skotinn til bana af lögreglu. „Við erum eyðilögð, við erum í áfalli. Ég trúi ekki að þetta sé satt,“ segir Katarina.Þrír sem skutu Samkvæmt heimildum Aftonbladet voru það þrír lögreglumenn sem hleyptu af og hæfðu manninn við Norrbackagatan í Vasastan um klukkan 4 í nótt. Var hann sagður hafa verið „ógnandi“. Saksóknari hefur sömuleiðis staðfest að það hafi verið fleiri en einn lögreglumaður sem skaut, en maðurinn var með leikfangabyssu í hönd. „Það er auðvitað mjög óheppilegt að hann hafi af einhverri óskiljanlegri ástæðu haft hana með sér. En af hverju þarf að skjóta hann til bana, skjótið hann frekar í fótlegginn? Og þrír lögreglumenn? Menn verða ekki skotnir af plaststykki,“ segir Katarina.Forrannsókn hafin Móðir mannsins segir að sér hafi þótt nauðsynlegt að segja frá sinni hlið málsins, þar sem útgáfa lögreglunnar hafi einungis verið í umræðunni. „Barn með Downs-heilkenni, og einhverfur. Hvernig gat hann verið ógnandi? Það er ekki möguleiki.“ Í frétt Expressen kemur fram að forrannsókn er hafin um hvort lögreglumennirnir hafi gerst brotlegir í starfi.
Norðurlönd Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira