Ekki á nástrái Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 07:00 Samfélagið er að vakna til lífs eftir vætusamt sumar. Stutt er þar til þing kemur saman. Mörg hitamál bíða afgreiðslu. Á síðustu metrum þingsins í vor ætlaði stjórnarmeirihlutinn að þvinga í gegn lækkun á veiðigjöldum. Gert var ráð fyrir 17 prósenta lækkun, innheimt veiðigjöld áttu að fara úr 10 milljörðum, í 8,3 milljarða. Stjórnarandstaðan mótmælti harðlega. Allt var þetta gert í miklum flýti. Skyndileg frestun málsins var í stíl við flumbrulegan undirbúninginn. Fyrirheit voru gefin um að málið yrði tekið upp að nýju í haust og þá fengi það almennilega umfjöllun. Leggi ríkisstjórnin í að setja málið á dagskrá á ný þarf að standa við fyrirheitin. Réttlætingin fyrir lækkunni hljómaði kunnuglega. Starfshæfni og samkeppnisburðum er að sögn ógnað vegna krónugengisins. Þetta harmakvein hefur skotið upp kollinum reglulega. Áður var kveininu svarað með því að fella gengið. Launafólkið bar hallann. Nú bíðum við spennt eftir rökum sem duga. Er óumflýjanlegt náttúrulögmál að útgerðin, sem ekki vill sjá nýjan gjaldmiðil, fái sjálfkrafa áheyrn hjá stjórnvöldum þegar gengi krónunnar, sem hún hefur svo mikla velþóknun á, hreyfist aðeins henni í óhag? Hver á framtíðarskipanin að vera? Hvert er eðlilegt endurgjald fyrir afnot af auðlindinni, sem þjóðin á? Því er kannski ekki auðvelt að svara, en menn verða að hafa í huga þá staðreynd að samkvæmt opinberum tölum er útgerðin ekki á nástrái – arðsemi eigna hennar er miklu meiri en í öðrum atvinnugreinum. Árið 2016 var hún 13 af hundraði. Til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, það er öllum fyrirtækjarekstri í landinu að opinberri starfsemi, lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi undanskilinni, rúmlega sex prósent. Þessar tölur eru teknar saman í lok þriggja ára samfellds samdráttarskeiðs í sjávarútvegi, en arðsemi eigna var 25% árið 2012. Lækkunin er til komin vegna styrkingar krónunnar. Ljóst er, að svigrúm er til staðar. Arðsemin er slík, að fyrirtæki í sjávarútvegi eru að gera sig gildandi á öðrum vígstöðvum. Ekki er endalaust hægt að finna fjármunum farveg í sjávarútvegsrekstri. Kvótakóngar og -drottningar eiga brátt hluti í stærsta smásölufyrirtæki landsins og nú þegar í umsvifamesta flutningafyrirtækinu. Morgunblaðið er að stærstum hluta í eigu stórfyrirtækis í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Það fyrirtæki á líka hluti í heildverslun, olíufyrirtæki og eflaust fleiri fyrirtækjum. Var ætlunin með kvótakerfinu að gefa ekki bara fiskinn í sjónum heldur nota arðinn af honum til að slá eign sinni á flest stærstu fyrirtæki landsins í kaupbæti? Þessi mál verða aldrei til lykta leidd meðan ekki ríkir sátt í samfélaginu um skipan fiskveiða. Sú sátt mun aldrei nást fyrr en sanngjarnt gjald er lagt á afnotin. Gjaldið á að nota til að byggja og reka skóla, sjúkrahús og menningarstarfsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Samfélagið er að vakna til lífs eftir vætusamt sumar. Stutt er þar til þing kemur saman. Mörg hitamál bíða afgreiðslu. Á síðustu metrum þingsins í vor ætlaði stjórnarmeirihlutinn að þvinga í gegn lækkun á veiðigjöldum. Gert var ráð fyrir 17 prósenta lækkun, innheimt veiðigjöld áttu að fara úr 10 milljörðum, í 8,3 milljarða. Stjórnarandstaðan mótmælti harðlega. Allt var þetta gert í miklum flýti. Skyndileg frestun málsins var í stíl við flumbrulegan undirbúninginn. Fyrirheit voru gefin um að málið yrði tekið upp að nýju í haust og þá fengi það almennilega umfjöllun. Leggi ríkisstjórnin í að setja málið á dagskrá á ný þarf að standa við fyrirheitin. Réttlætingin fyrir lækkunni hljómaði kunnuglega. Starfshæfni og samkeppnisburðum er að sögn ógnað vegna krónugengisins. Þetta harmakvein hefur skotið upp kollinum reglulega. Áður var kveininu svarað með því að fella gengið. Launafólkið bar hallann. Nú bíðum við spennt eftir rökum sem duga. Er óumflýjanlegt náttúrulögmál að útgerðin, sem ekki vill sjá nýjan gjaldmiðil, fái sjálfkrafa áheyrn hjá stjórnvöldum þegar gengi krónunnar, sem hún hefur svo mikla velþóknun á, hreyfist aðeins henni í óhag? Hver á framtíðarskipanin að vera? Hvert er eðlilegt endurgjald fyrir afnot af auðlindinni, sem þjóðin á? Því er kannski ekki auðvelt að svara, en menn verða að hafa í huga þá staðreynd að samkvæmt opinberum tölum er útgerðin ekki á nástrái – arðsemi eigna hennar er miklu meiri en í öðrum atvinnugreinum. Árið 2016 var hún 13 af hundraði. Til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, það er öllum fyrirtækjarekstri í landinu að opinberri starfsemi, lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi undanskilinni, rúmlega sex prósent. Þessar tölur eru teknar saman í lok þriggja ára samfellds samdráttarskeiðs í sjávarútvegi, en arðsemi eigna var 25% árið 2012. Lækkunin er til komin vegna styrkingar krónunnar. Ljóst er, að svigrúm er til staðar. Arðsemin er slík, að fyrirtæki í sjávarútvegi eru að gera sig gildandi á öðrum vígstöðvum. Ekki er endalaust hægt að finna fjármunum farveg í sjávarútvegsrekstri. Kvótakóngar og -drottningar eiga brátt hluti í stærsta smásölufyrirtæki landsins og nú þegar í umsvifamesta flutningafyrirtækinu. Morgunblaðið er að stærstum hluta í eigu stórfyrirtækis í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Það fyrirtæki á líka hluti í heildverslun, olíufyrirtæki og eflaust fleiri fyrirtækjum. Var ætlunin með kvótakerfinu að gefa ekki bara fiskinn í sjónum heldur nota arðinn af honum til að slá eign sinni á flest stærstu fyrirtæki landsins í kaupbæti? Þessi mál verða aldrei til lykta leidd meðan ekki ríkir sátt í samfélaginu um skipan fiskveiða. Sú sátt mun aldrei nást fyrr en sanngjarnt gjald er lagt á afnotin. Gjaldið á að nota til að byggja og reka skóla, sjúkrahús og menningarstarfsemi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun