„Það er enginn munur á því að þjálfa konur eða karla“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 13:30 Freyr Alexandersson hefur þjálfað íslenska kvennalandsliðið undanfarin ár Vísir/Getty Það er enginn munur á því að þjálfa konur eða karla, stelpur eða stráka. Þetta segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna og aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta. Freyr hélt erindi á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í gær þar sem jafnréttismál í íþróttum voru aðal áhersluefnið. Erindi Freys bar yfirskriftina „Munurinn á að þjálfa karla og konur í fótbolta - Saga frá reyndum þjálfara.“ Freyr er 36 ára gamall og hefur verið þjálfari að aðalstarfi í nærri áratug. „Ég átti að tala um muninn á því að þjálfa karla og konur. Ég hef þjálfað 6 ára börn, meistaraflokka og landslið. Karla og konur. Svo ég hef prófað ýmislegt. Ég get sagt, í hreinskilni, að það er enginn munur,“ sagði Freyr. „Það er enginn munur. Trúið mér.“ „Auðvitað nálgast þú ýmsa hluti öðruvísi í hvert skipti en þetta eru allt manneskjur. Ég reyni að koma sem best fram við hverja einustu manneskju til þess að fá það besta út úr henni. Það skiptir ekki máli hvort það sé stelpa eða strákur, sex ára eða 35 ára.“ Freyr Alexandersson þjálfaði karlalið Leiknis árin 2013-2015.Vísir/ValliMunurinn liggur í menningunni, ekki kyninuHelsti munurinn á þjálfun á milli mismunandi aldurshópa, kynja eða félaga er félagsfræðilegur og menningarlegur að mati Freys, ekki líkamlegur eða tengdur kynjamun. Hann tók fyrir dæmi úr þjálfarasögu sinni. Hann var að þjálfa yngri flokka í Leikni og fór þaðan yfir í svipaðan aldursflokk hjá Val. Hann sagði muninn hafa verið mikinn. „Liðin voru alveg jafn góð. Þegar ég var að þjálfa Leikni þá unnum við Val og þegar ég fór til Vals unnum við Leikni. Stóri munurinn er menningin,“ sagði Freyr. „Valur er stórt félag. Þar eru fleiri menntaðir foreldrar í kringum félagið. Stelpurnar sem voru í Val á þessum tíma fengu miklu meiri stuðning heiman frá heldur en stelpurnar í Leikni. Það var stóri munurinn.“ Freyr fór að þjálfa meistaraflokk kvenna hjá Val og svo meistaraflokk karla. Frá meistaraflokki kvenna og karla var enginn munur. Því þetta var sama félagið. Hugmyndafræðin á bak við þjálfunina og nálgun Freys breyttist ekkert. Hún var sú sama. Hins vegar, þegar hann fór frá því að þjálfa karla hjá Val yfir í meistaraflokk karla hjá Leikni var aftur mikill munur. „Munurinn er ekki kynið heldur kringumstæðurnar.“Freyr Alexandersson stýrði kvennaliði Vals til ÍslandsmeistaratitilsMynd/StefánSkömmin liggur hjá UEFA og FIFA„Ég sagði áðan að það væri enginn munur. En það er munur. Munurinn er hins vegar ekki í þjálfuninni heldur heiminum sem maður þjálfar í.“ „Munurinn á heimi karla og kvenna er mikill og stærsta ástæðan? Peningar.“ Umræðan um fjárhagslegan mismun á milli kalraboltans og kvennaboltans hefur verið nokkuð hávær í langan tíma. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, hélt tölu á ráðstefnunni í gær og minntist á verðlaunaféð sem KSÍ fékk fyrir að komast á lokakeppni EM. Kvennaliðið fékk 10 milljónir íslenskra króna bæði 2009 og 2013. Karlaliðið fékk yfir 1 milljarð íslenskra króna árið 2016. „Skömmin er hjá UEFA og hjá FIFA. Munurinn er til háborinnar skammar,“ sagði Freyr Alexandersson. Freyr á fyrir höndum stórt verkefni í byrjun september. Íslenska kvennalandsliðið mætir Þýskalandi og Tékklandi í tveimur leikjum á Laugardalsvelli þar sem liðið er í dauðafæri á að komast í lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni. Fyrri leikurinn er við Þjóðverja 1. september og sá seinni 4. september við Tékka. Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Það er enginn munur á því að þjálfa konur eða karla, stelpur eða stráka. Þetta segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna og aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta. Freyr hélt erindi á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í gær þar sem jafnréttismál í íþróttum voru aðal áhersluefnið. Erindi Freys bar yfirskriftina „Munurinn á að þjálfa karla og konur í fótbolta - Saga frá reyndum þjálfara.“ Freyr er 36 ára gamall og hefur verið þjálfari að aðalstarfi í nærri áratug. „Ég átti að tala um muninn á því að þjálfa karla og konur. Ég hef þjálfað 6 ára börn, meistaraflokka og landslið. Karla og konur. Svo ég hef prófað ýmislegt. Ég get sagt, í hreinskilni, að það er enginn munur,“ sagði Freyr. „Það er enginn munur. Trúið mér.“ „Auðvitað nálgast þú ýmsa hluti öðruvísi í hvert skipti en þetta eru allt manneskjur. Ég reyni að koma sem best fram við hverja einustu manneskju til þess að fá það besta út úr henni. Það skiptir ekki máli hvort það sé stelpa eða strákur, sex ára eða 35 ára.“ Freyr Alexandersson þjálfaði karlalið Leiknis árin 2013-2015.Vísir/ValliMunurinn liggur í menningunni, ekki kyninuHelsti munurinn á þjálfun á milli mismunandi aldurshópa, kynja eða félaga er félagsfræðilegur og menningarlegur að mati Freys, ekki líkamlegur eða tengdur kynjamun. Hann tók fyrir dæmi úr þjálfarasögu sinni. Hann var að þjálfa yngri flokka í Leikni og fór þaðan yfir í svipaðan aldursflokk hjá Val. Hann sagði muninn hafa verið mikinn. „Liðin voru alveg jafn góð. Þegar ég var að þjálfa Leikni þá unnum við Val og þegar ég fór til Vals unnum við Leikni. Stóri munurinn er menningin,“ sagði Freyr. „Valur er stórt félag. Þar eru fleiri menntaðir foreldrar í kringum félagið. Stelpurnar sem voru í Val á þessum tíma fengu miklu meiri stuðning heiman frá heldur en stelpurnar í Leikni. Það var stóri munurinn.“ Freyr fór að þjálfa meistaraflokk kvenna hjá Val og svo meistaraflokk karla. Frá meistaraflokki kvenna og karla var enginn munur. Því þetta var sama félagið. Hugmyndafræðin á bak við þjálfunina og nálgun Freys breyttist ekkert. Hún var sú sama. Hins vegar, þegar hann fór frá því að þjálfa karla hjá Val yfir í meistaraflokk karla hjá Leikni var aftur mikill munur. „Munurinn er ekki kynið heldur kringumstæðurnar.“Freyr Alexandersson stýrði kvennaliði Vals til ÍslandsmeistaratitilsMynd/StefánSkömmin liggur hjá UEFA og FIFA„Ég sagði áðan að það væri enginn munur. En það er munur. Munurinn er hins vegar ekki í þjálfuninni heldur heiminum sem maður þjálfar í.“ „Munurinn á heimi karla og kvenna er mikill og stærsta ástæðan? Peningar.“ Umræðan um fjárhagslegan mismun á milli kalraboltans og kvennaboltans hefur verið nokkuð hávær í langan tíma. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, hélt tölu á ráðstefnunni í gær og minntist á verðlaunaféð sem KSÍ fékk fyrir að komast á lokakeppni EM. Kvennaliðið fékk 10 milljónir íslenskra króna bæði 2009 og 2013. Karlaliðið fékk yfir 1 milljarð íslenskra króna árið 2016. „Skömmin er hjá UEFA og hjá FIFA. Munurinn er til háborinnar skammar,“ sagði Freyr Alexandersson. Freyr á fyrir höndum stórt verkefni í byrjun september. Íslenska kvennalandsliðið mætir Þýskalandi og Tékklandi í tveimur leikjum á Laugardalsvelli þar sem liðið er í dauðafæri á að komast í lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni. Fyrri leikurinn er við Þjóðverja 1. september og sá seinni 4. september við Tékka.
Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira