Tími sjóbirtingsins að renna upp Karl Lúðvíksson skrifar 16. ágúst 2018 11:00 Laxveiðitímabilið er komið á seinni hlutann og framundan er tímabil sem oft er spennandi því hausthængarnir fara að hreyfa sig en svo er líka besti tíminn fyrir sjóbirtinginn framundan. Það eru margir sem leggja leið sína í sjóbirtingsveiði á haustinn en mörgum þykir hann ekki bara skemmtilegri fiskur að glíma við heldur þykir hann einn besti matfiskurinn sem hægt er að veiða. Það er aðeins farið að bera á göngum í þeim ám þar sem birtingurinn er uppistaðan í aflanum og það á bara eftir að bæta í það. Besti tíminn fer í gang um miðjan september og getur staðið fram í lok október en mikil eftirspurn hefur verið í árnar sem eru bestar og það er þegar farið að bera á því að bestu tímabilin séu þegar uppseld. Það er þó alltaf hægt að finna daga og oft er upphafið og endirinn á tímanum ekkert síðri hvað veiði varðar nema að það getur verið kalt þegar tímabilið er að síðustu dögunum. Veiðisvæðin í Skaftafellssýslu eru mörg og þar inná milli eru þau sem eru mest sótt og gefa oft frábæra veiði. Veiðimenn sem hafa hug á að kíkja í birtinginn á þessu tímabili ættu að kíkja á vefina hjá veiðileyfasölum til að tryggja sér góða daga og þá sér í lagi ef það er draumurinn að komast að á vinsælu veiðisvæði. Mest lesið Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði 1100 laxar komnir upp fyrir Árbæjarfoss Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði
Laxveiðitímabilið er komið á seinni hlutann og framundan er tímabil sem oft er spennandi því hausthængarnir fara að hreyfa sig en svo er líka besti tíminn fyrir sjóbirtinginn framundan. Það eru margir sem leggja leið sína í sjóbirtingsveiði á haustinn en mörgum þykir hann ekki bara skemmtilegri fiskur að glíma við heldur þykir hann einn besti matfiskurinn sem hægt er að veiða. Það er aðeins farið að bera á göngum í þeim ám þar sem birtingurinn er uppistaðan í aflanum og það á bara eftir að bæta í það. Besti tíminn fer í gang um miðjan september og getur staðið fram í lok október en mikil eftirspurn hefur verið í árnar sem eru bestar og það er þegar farið að bera á því að bestu tímabilin séu þegar uppseld. Það er þó alltaf hægt að finna daga og oft er upphafið og endirinn á tímanum ekkert síðri hvað veiði varðar nema að það getur verið kalt þegar tímabilið er að síðustu dögunum. Veiðisvæðin í Skaftafellssýslu eru mörg og þar inná milli eru þau sem eru mest sótt og gefa oft frábæra veiði. Veiðimenn sem hafa hug á að kíkja í birtinginn á þessu tímabili ættu að kíkja á vefina hjá veiðileyfasölum til að tryggja sér góða daga og þá sér í lagi ef það er draumurinn að komast að á vinsælu veiðisvæði.
Mest lesið Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði 1100 laxar komnir upp fyrir Árbæjarfoss Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði