Kvartarar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. ágúst 2018 06:00 Stærstan hluta stuttrar starfsævi hef ég starfað í blaðamennsku og mætti því segja að ég væri stálpað blaðabarn. Meirihluti starfsins felst í því að vinna fréttir en nokkuð stór hluti tímans, þó æ minni eftir tilkomu athugasemdakerfa vefmiðlanna, fer í að svara athugasemdum þeirra sem hringja inn á ritstjórnina. Sem dæmi um slíka símavini má nefna hundaeigendur sem alltaf eru tilbúnir við telefóninn. Hommahatarar og rasistar eru líka algengir. Á dögunum hringdi inn maður sem var hvort tveggja. Hann var foj yfir því að það væri í skoðun að taka á móti samkynhneigðum flóttamönnum frá Afríku og sérstaklega brjálaður yfir því að þessir drulludelar væru á leið hingað til að smita hinn hreina, íslenska kynstofn af alnæmi. Innhringjandinn var að sjálfsögðu beðinn um að stinga þessari athugasemd aftur þangað sem hún var upprunnin. Það er á staðinn þar sem sólin skín aldrei. Reglulega hringir líka inn fólk og „leiðrengir“ málfar. Fjölmargir fettu fingur út í það á dögunum að það stæði samrýnd á forsíðu blaðsins. Mér bárust síðan flestar athugasemdir við skrif mín þegar í fyrirsögn fréttar stóð „berja augum“. Þau símtöl enda flest á því að fólkið ætlar næst að hringja í Árnastofnun til að hringja síðan aftur í ritstjórnina. Sjaldnast verður af síðara símtalinu. Uppáhaldið mitt var konan sem hringdi inn og tilkynnti það, án þess að kynna sig, að hún ætti afmæli á morgun og að það ætti alls ekki að skrifa um það. Síðan skellti hún á. Enn þann dag í dag kann ég engin deili á henni. Símavinirnir gefa vinnudeginum lit. Megi þeir hringja sem oftast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Stærstan hluta stuttrar starfsævi hef ég starfað í blaðamennsku og mætti því segja að ég væri stálpað blaðabarn. Meirihluti starfsins felst í því að vinna fréttir en nokkuð stór hluti tímans, þó æ minni eftir tilkomu athugasemdakerfa vefmiðlanna, fer í að svara athugasemdum þeirra sem hringja inn á ritstjórnina. Sem dæmi um slíka símavini má nefna hundaeigendur sem alltaf eru tilbúnir við telefóninn. Hommahatarar og rasistar eru líka algengir. Á dögunum hringdi inn maður sem var hvort tveggja. Hann var foj yfir því að það væri í skoðun að taka á móti samkynhneigðum flóttamönnum frá Afríku og sérstaklega brjálaður yfir því að þessir drulludelar væru á leið hingað til að smita hinn hreina, íslenska kynstofn af alnæmi. Innhringjandinn var að sjálfsögðu beðinn um að stinga þessari athugasemd aftur þangað sem hún var upprunnin. Það er á staðinn þar sem sólin skín aldrei. Reglulega hringir líka inn fólk og „leiðrengir“ málfar. Fjölmargir fettu fingur út í það á dögunum að það stæði samrýnd á forsíðu blaðsins. Mér bárust síðan flestar athugasemdir við skrif mín þegar í fyrirsögn fréttar stóð „berja augum“. Þau símtöl enda flest á því að fólkið ætlar næst að hringja í Árnastofnun til að hringja síðan aftur í ritstjórnina. Sjaldnast verður af síðara símtalinu. Uppáhaldið mitt var konan sem hringdi inn og tilkynnti það, án þess að kynna sig, að hún ætti afmæli á morgun og að það ætti alls ekki að skrifa um það. Síðan skellti hún á. Enn þann dag í dag kann ég engin deili á henni. Símavinirnir gefa vinnudeginum lit. Megi þeir hringja sem oftast.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar