UEFA hlustaði ekki á kvörtun KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 14:25 Íslenska kvennalandsliðið á Algarve fyrr á þessu ári. Vísir/Getty Einn af mikilvægari leikjum íslenska kvennalandsliðsins í mörg ár verður spilaður á mjög undarlegum tíma. Um er að ræða síðasta leik Íslands í undankeppni HM sem fer fram klukkan þrjú á virkum degi. Íslensku stelpurnar spila við Tékkland klukkan 15 þriðjudaginn 4. september, þegar stór hluti þjóðarinnar er í vinnu eða skóla. Knattspyrnusamband Íslands hefur orðið vart við gagnrýni á tímasetningu leiksins, meðal annars á samfélagsmiðlum, en skýringu er að finna á þessum sérstaka leiktíma. KSÍ segir í tilkynningu á Fésbókarsíðu sambandins að leikurinn við Tékka sé einn af mörgum sem hefjist á sama tíma. Þar sem um lokaleiki í undankeppninni er að ræða geta þeir skorið úr um hvaða lið fara í umspil um sæti á HM. KSÍ og fleiri knattspyrnusambönd kvörtuðu yfir þessu til Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, þegar tilkynnt var um leiktímann. Athugasemdin bar ekki árangur. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur reynt að útskýra ástæðuna fyrir sparkspekingum sem krafið hafa KSÍ svara. Á sama tíma og leikið sé klukkan 15 á Íslandi fari fram leikur klukkan 21 í Kasakstan.Sæll Árni. Hefur ekkert með KSI eða kyn að gera. Allir leikir þurfa að fara fram á sama tíma vegna playoff möguleika. Tam leikið í Kazakhstan.#fairplay#ksi — Freyr Alexandersson (@freyrale) August 14, 2018Íslenska landsliðið spilar við Þýskaland á Laugardalsvellinum þremur dögum fyrr og sá leikur hefst líka klukkan 15.00. Málið er bara að sá leikur fer fram á laugardegi. Íslensku stelpurnar eru í efsta sæti riðilsins fyrir síðustu leikina og getur tryggt sér sæti á HM í Frakklandi 2019 með góðum úrslitum. Íslenska liðið er með 16 stig eða einu stigi meira en Þýskaland og níu stigum meira en Tékkland. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira
Einn af mikilvægari leikjum íslenska kvennalandsliðsins í mörg ár verður spilaður á mjög undarlegum tíma. Um er að ræða síðasta leik Íslands í undankeppni HM sem fer fram klukkan þrjú á virkum degi. Íslensku stelpurnar spila við Tékkland klukkan 15 þriðjudaginn 4. september, þegar stór hluti þjóðarinnar er í vinnu eða skóla. Knattspyrnusamband Íslands hefur orðið vart við gagnrýni á tímasetningu leiksins, meðal annars á samfélagsmiðlum, en skýringu er að finna á þessum sérstaka leiktíma. KSÍ segir í tilkynningu á Fésbókarsíðu sambandins að leikurinn við Tékka sé einn af mörgum sem hefjist á sama tíma. Þar sem um lokaleiki í undankeppninni er að ræða geta þeir skorið úr um hvaða lið fara í umspil um sæti á HM. KSÍ og fleiri knattspyrnusambönd kvörtuðu yfir þessu til Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, þegar tilkynnt var um leiktímann. Athugasemdin bar ekki árangur. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur reynt að útskýra ástæðuna fyrir sparkspekingum sem krafið hafa KSÍ svara. Á sama tíma og leikið sé klukkan 15 á Íslandi fari fram leikur klukkan 21 í Kasakstan.Sæll Árni. Hefur ekkert með KSI eða kyn að gera. Allir leikir þurfa að fara fram á sama tíma vegna playoff möguleika. Tam leikið í Kazakhstan.#fairplay#ksi — Freyr Alexandersson (@freyrale) August 14, 2018Íslenska landsliðið spilar við Þýskaland á Laugardalsvellinum þremur dögum fyrr og sá leikur hefst líka klukkan 15.00. Málið er bara að sá leikur fer fram á laugardegi. Íslensku stelpurnar eru í efsta sæti riðilsins fyrir síðustu leikina og getur tryggt sér sæti á HM í Frakklandi 2019 með góðum úrslitum. Íslenska liðið er með 16 stig eða einu stigi meira en Þýskaland og níu stigum meira en Tékkland.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira