Slæm áhrif vinnupósts utan vinnutíma Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 14. ágúst 2018 10:24 Vinnupóstur utan vinnutíma getur leitt hugann frá mikilvægum samverustundum. vísir/getty Ef vinnuveitendur ætlast til þess að starfsfólk vakti vinnutölvupóstinn sinn utan vinnutíma getur það skapað kvíða og haft skaðleg áhrif á heilsu og velferð starfsmanna og fjölskyldu þeirra. Starfsfólk gerir sér líka oft ekki grein fyrir því hve slæm áhrif þetta hefur á fjölskylduna. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem var unnin við tækniháskólann í Virginíu í Bandaríkjunum. Tilgangur könnunarinnar var að komast að því hvaða áhrif það hefur þegar fólki finnst það skuldbundið til að fylgjast með vinnupóstinum utan vinnutíma. Gerð var könnun á fólki á aldrinum 31 til 40 ára sem vann fulla vinnu á fjölbreyttum sviðum. Rannsakendur könnuðu venjur fólks varðandi vinnupóst utan vinnutíma, kvíða og vellíðan og hversu mikið þau deildu við maka sína. Yfirmenn og makar fólksins tóku líka þátt í rannsókninni. Þeir sem skoðuðu póstinn mest fundu fyrir mestri streitu og lýstu minnstri vellíðan. Fólki sem fylgdist stöðugt með vinnupóstinum heima við fannst það samt ekki hafa neikvæð áhrif á sambandið við þeirra nánustu, en makar þeirra höfðu aðra sögu að segja. William Becker, einn höfunda rannsóknarinnar, segir að starfsfólkið sjálft virðist ekki gera sér grein fyrir því að þetta hefur mikil áhrif á maka þess og veldur þeim streitu.Sveigjanlegur vinnutími verður takmarkalaus Nýja rannsóknin sýnir að starfsfólk þarf ekki einu sinni að eyða tíma í vinnu utan vinnutíma til að verða fyrir neikvæðum áhrifum. Það eitt að það sé ætlast til þess að fólk sé tiltækt er nóg til að auka álag á starfsfólk og um leið maka þess. Becker segir að það sé oft litið fram hjá skaðlegum áhrif þess að krefja fólk um að vera alltaf til taks. Hann segir að þetta sé oft dulbúið sem kostur, því það eigi að auka þægindi að geta sinnt vinnunni þegar hentar, sem gefi meira sjálfstæði og stjórn á vinnutímanum. En þessi nýja rannsókn sýnir hið sanna, segir hann, að sveigjanlegur vinnutími þýði oft takmarkalaus vinnutími, sem ógni bæði heilsu og velferð starfsmanna og fjölskyldunnar þeirra. Hvað er til ráða? Becker segir að það séu ýmis ráð fyrir vinnuveitendur til að fyrirbyggja þetta. Hann segir að best væri að gera ekki kröfu um að fólk fylgist alltaf með rafrænum samskiptum utan vinnutíma. En þegar það er ekki hægt væri hægt að setja upp einhver takmörk á því hvenær rafræn samskipti eru skylda eða ásættanleg utan vinnutíma. Hann segir líka að vinnuveitendur eigi að taka það skýrt fram ef það er gerð krafa um að vera alltaf til taks til að svara tölvupósti áður en fólk tekur störfin að sér. Ef þetta er vitað fyrir fram getur það dregið úr kvíða starfsmanna og gert fjölskyldumeðlimi skilningsríkari. Becker segir að starfsfólk sem er í þeirri stöðu að þurfa alltaf að vera til taks geti grætt á því að leggja áherslu á núvitund, því það geti dregið úr kvíða og gert stundirnar með fjölskyldunni gagnlegri og ánægjulegri. Hann segir að það geti dregið úr ágreiningi og aukið ánægju með samband við fjölskyldumeðlimi að passa sig á að taka þátt í tíma með fjölskyldunni af fullum hug. Becker bendir á að þetta sé eitthvað sem starfsfólk getur stjórnað, en það geti ekki stjórnað kröfum yfirmanna sinna. Becker segir að það sé flókið fyrir marga að finna jafnvægið milli vinnu og heimilis og það geri illt verra ef vinnuveitendur gera kröfur til fólks utan vinnutíma. Hann segir líka að það sé gríðarlega mikilvægt að finna lausnir á þessu fyrst þetta hefur slæm áhrif á fjölskyldur starfsfólks. Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Ef vinnuveitendur ætlast til þess að starfsfólk vakti vinnutölvupóstinn sinn utan vinnutíma getur það skapað kvíða og haft skaðleg áhrif á heilsu og velferð starfsmanna og fjölskyldu þeirra. Starfsfólk gerir sér líka oft ekki grein fyrir því hve slæm áhrif þetta hefur á fjölskylduna. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem var unnin við tækniháskólann í Virginíu í Bandaríkjunum. Tilgangur könnunarinnar var að komast að því hvaða áhrif það hefur þegar fólki finnst það skuldbundið til að fylgjast með vinnupóstinum utan vinnutíma. Gerð var könnun á fólki á aldrinum 31 til 40 ára sem vann fulla vinnu á fjölbreyttum sviðum. Rannsakendur könnuðu venjur fólks varðandi vinnupóst utan vinnutíma, kvíða og vellíðan og hversu mikið þau deildu við maka sína. Yfirmenn og makar fólksins tóku líka þátt í rannsókninni. Þeir sem skoðuðu póstinn mest fundu fyrir mestri streitu og lýstu minnstri vellíðan. Fólki sem fylgdist stöðugt með vinnupóstinum heima við fannst það samt ekki hafa neikvæð áhrif á sambandið við þeirra nánustu, en makar þeirra höfðu aðra sögu að segja. William Becker, einn höfunda rannsóknarinnar, segir að starfsfólkið sjálft virðist ekki gera sér grein fyrir því að þetta hefur mikil áhrif á maka þess og veldur þeim streitu.Sveigjanlegur vinnutími verður takmarkalaus Nýja rannsóknin sýnir að starfsfólk þarf ekki einu sinni að eyða tíma í vinnu utan vinnutíma til að verða fyrir neikvæðum áhrifum. Það eitt að það sé ætlast til þess að fólk sé tiltækt er nóg til að auka álag á starfsfólk og um leið maka þess. Becker segir að það sé oft litið fram hjá skaðlegum áhrif þess að krefja fólk um að vera alltaf til taks. Hann segir að þetta sé oft dulbúið sem kostur, því það eigi að auka þægindi að geta sinnt vinnunni þegar hentar, sem gefi meira sjálfstæði og stjórn á vinnutímanum. En þessi nýja rannsókn sýnir hið sanna, segir hann, að sveigjanlegur vinnutími þýði oft takmarkalaus vinnutími, sem ógni bæði heilsu og velferð starfsmanna og fjölskyldunnar þeirra. Hvað er til ráða? Becker segir að það séu ýmis ráð fyrir vinnuveitendur til að fyrirbyggja þetta. Hann segir að best væri að gera ekki kröfu um að fólk fylgist alltaf með rafrænum samskiptum utan vinnutíma. En þegar það er ekki hægt væri hægt að setja upp einhver takmörk á því hvenær rafræn samskipti eru skylda eða ásættanleg utan vinnutíma. Hann segir líka að vinnuveitendur eigi að taka það skýrt fram ef það er gerð krafa um að vera alltaf til taks til að svara tölvupósti áður en fólk tekur störfin að sér. Ef þetta er vitað fyrir fram getur það dregið úr kvíða starfsmanna og gert fjölskyldumeðlimi skilningsríkari. Becker segir að starfsfólk sem er í þeirri stöðu að þurfa alltaf að vera til taks geti grætt á því að leggja áherslu á núvitund, því það geti dregið úr kvíða og gert stundirnar með fjölskyldunni gagnlegri og ánægjulegri. Hann segir að það geti dregið úr ágreiningi og aukið ánægju með samband við fjölskyldumeðlimi að passa sig á að taka þátt í tíma með fjölskyldunni af fullum hug. Becker bendir á að þetta sé eitthvað sem starfsfólk getur stjórnað, en það geti ekki stjórnað kröfum yfirmanna sinna. Becker segir að það sé flókið fyrir marga að finna jafnvægið milli vinnu og heimilis og það geri illt verra ef vinnuveitendur gera kröfur til fólks utan vinnutíma. Hann segir líka að það sé gríðarlega mikilvægt að finna lausnir á þessu fyrst þetta hefur slæm áhrif á fjölskyldur starfsfólks.
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira