Kolféll fyrir lírunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. ágúst 2018 06:00 Inga Björk með líruna sína, hljóðfæri sem hún metur mikils. Fréttablaðið/Stefán „Líra er hljóðfæri sem hefur einstakan hljóm og nú ætla ég að gefa út fyrsta íslenska lírudiskinn,“ segir Inga Björk Ingadóttir músíkmeðferðarfræðingur sem skapar tónlist fyrir líru og söngrödd. Hún rekur meðferðarstofuna Hljómu í Hafnarfirði og segir tónlistina ná vel til skjólstæðinga sinna. „Líran nær strax eyrum barna. Fullorðnir tengja líka vel við tónlistina mína, enda er ég að syngja um allt sem tilverunni viðkemur. Ég tel að hún eigi erindi við fólk á öllum aldri og í hvaða aðstæðum sem er. Hún er á vissan hátt róandi en líka taktföst á köflum.“ Líran á rætur að rekja langt aftur fyrir Krists burð að sögn Ingu Bjarkar. „Á fornri fresku sést guðinn Appoló spila á einfalt form af líru, þær voru líka notaðar af trúbadorum sem sögðu sögur, sungu um lífið og spiluðu undir.“ Inga Björk kveðst hafa kynnst lírunni í Berlín í sínu músíkmeðferðarnámi í Berlín. „Ég kolféll fyrir henni,“ segir hún og tekur fram að hljóðfærið sem hún spili á sé nútíma útgáfa sem hafi verið endurhönnuð í Þýskalandi árið 1926 af hljóðfærasmiðum og músíkþerapistum, með meðferðarsjónarmið í huga. „Tónn lírunnar talar svo beint til fólks. Umfaðmandi er orð sem oft er notað um hljóm hennar, enda finna bæði hlustendur og hljóðfæraleikarar fyrir þeim áhrifum. Ég hef spilað á líru fyrir deyjandi fólk og hef vissu fyrir því að heyrnin er með því síðasta sem fer.“ Lírudiskurinn kemur væntanlega út í lok þessa árs, að sögn Ingu Bjarkar. „Ég er með söfnun í gangi á Karolina Fund, þú mátt alveg koma því að, ef það hæfir en þarft þess ekki,“ segir hún og kveðst trúa því að diskurinn verði áhugaverð viðbót við íslenska tónlistarflóru Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
„Líra er hljóðfæri sem hefur einstakan hljóm og nú ætla ég að gefa út fyrsta íslenska lírudiskinn,“ segir Inga Björk Ingadóttir músíkmeðferðarfræðingur sem skapar tónlist fyrir líru og söngrödd. Hún rekur meðferðarstofuna Hljómu í Hafnarfirði og segir tónlistina ná vel til skjólstæðinga sinna. „Líran nær strax eyrum barna. Fullorðnir tengja líka vel við tónlistina mína, enda er ég að syngja um allt sem tilverunni viðkemur. Ég tel að hún eigi erindi við fólk á öllum aldri og í hvaða aðstæðum sem er. Hún er á vissan hátt róandi en líka taktföst á köflum.“ Líran á rætur að rekja langt aftur fyrir Krists burð að sögn Ingu Bjarkar. „Á fornri fresku sést guðinn Appoló spila á einfalt form af líru, þær voru líka notaðar af trúbadorum sem sögðu sögur, sungu um lífið og spiluðu undir.“ Inga Björk kveðst hafa kynnst lírunni í Berlín í sínu músíkmeðferðarnámi í Berlín. „Ég kolféll fyrir henni,“ segir hún og tekur fram að hljóðfærið sem hún spili á sé nútíma útgáfa sem hafi verið endurhönnuð í Þýskalandi árið 1926 af hljóðfærasmiðum og músíkþerapistum, með meðferðarsjónarmið í huga. „Tónn lírunnar talar svo beint til fólks. Umfaðmandi er orð sem oft er notað um hljóm hennar, enda finna bæði hlustendur og hljóðfæraleikarar fyrir þeim áhrifum. Ég hef spilað á líru fyrir deyjandi fólk og hef vissu fyrir því að heyrnin er með því síðasta sem fer.“ Lírudiskurinn kemur væntanlega út í lok þessa árs, að sögn Ingu Bjarkar. „Ég er með söfnun í gangi á Karolina Fund, þú mátt alveg koma því að, ef það hæfir en þarft þess ekki,“ segir hún og kveðst trúa því að diskurinn verði áhugaverð viðbót við íslenska tónlistarflóru
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira