Búist við afsögn sjávarútvegsráðherra Noregs Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 07:12 Per Sandberg fór til Íran í júlí. Vísir/EPA Per Sandberg mun í dag segja af sér sem sjávarútvegsráðherra Noregs. Tilkynnt verður um eftirmann hans síðar í dag, að sögn heimildarmanna Aftenposten sem sagðir eru þekkja til málsins. Sandberg hefur sætt gagnrýni að undanförnu eftir að upp komst að hann hafði varið sumarfríi sínu í Íran, án þess að gera forsætisráðuneytinu viðvart fyrirfram. Fríinu varði hann með kærustu sinni, hinni 28 ára gömlu Bahareh Letnes, sem er af írönskum uppruna. Ætlast er til þess að norskir ráðherrar tilkynni um utanlandsferðir sínar með góðum fyrirvara enda þurfi forsætisráðherra landsins ætíð að vera upplýstur um hvar ráðherrar hans eru niðurkomnir. Upp geti komið aðstæður þar sem nærveru þeirra er óskað með skömmum fyrirvara.Sjá einnig: Arftakinn álíka umdeildur og Listhaug Ráðherrann sagði að Íransferðin væri tilkomin vegna ófyrirséðra breytinga á ferðalagi sínu og að hann hafði látið forsætisráðuneytið vita tveimur sólahringum eftir komuna til landsins. „Ég lét ráðuneytið [sjávarútvegsr.] vita daginn eftir að ég kom til Írans og forsætisráðuneytið daginn eftir það,“ sagði Sandberg í samtali við NTB. Með því viðurkenndi Sandberg að hafa brotið siðareglur norskra ráðherra, sem nálgast má hér. Talsmaður forsætisráðuneytisins vildi lítið tjá sig um væntanlega afsögn Sandberg í samtali við Aftenposten í morgun. „Við tjáum okkur aldrei um svona orðróma,“ er haft eftir talsmanninum, Treude Måseide, á vef blaðsins. Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Arftakinn álíka umdeildur og Listhaug Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra, hefur verið skipaður nýr dómsmálaráðherra í Noregi. 20. mars 2018 19:45 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Per Sandberg mun í dag segja af sér sem sjávarútvegsráðherra Noregs. Tilkynnt verður um eftirmann hans síðar í dag, að sögn heimildarmanna Aftenposten sem sagðir eru þekkja til málsins. Sandberg hefur sætt gagnrýni að undanförnu eftir að upp komst að hann hafði varið sumarfríi sínu í Íran, án þess að gera forsætisráðuneytinu viðvart fyrirfram. Fríinu varði hann með kærustu sinni, hinni 28 ára gömlu Bahareh Letnes, sem er af írönskum uppruna. Ætlast er til þess að norskir ráðherrar tilkynni um utanlandsferðir sínar með góðum fyrirvara enda þurfi forsætisráðherra landsins ætíð að vera upplýstur um hvar ráðherrar hans eru niðurkomnir. Upp geti komið aðstæður þar sem nærveru þeirra er óskað með skömmum fyrirvara.Sjá einnig: Arftakinn álíka umdeildur og Listhaug Ráðherrann sagði að Íransferðin væri tilkomin vegna ófyrirséðra breytinga á ferðalagi sínu og að hann hafði látið forsætisráðuneytið vita tveimur sólahringum eftir komuna til landsins. „Ég lét ráðuneytið [sjávarútvegsr.] vita daginn eftir að ég kom til Írans og forsætisráðuneytið daginn eftir það,“ sagði Sandberg í samtali við NTB. Með því viðurkenndi Sandberg að hafa brotið siðareglur norskra ráðherra, sem nálgast má hér. Talsmaður forsætisráðuneytisins vildi lítið tjá sig um væntanlega afsögn Sandberg í samtali við Aftenposten í morgun. „Við tjáum okkur aldrei um svona orðróma,“ er haft eftir talsmanninum, Treude Måseide, á vef blaðsins.
Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Arftakinn álíka umdeildur og Listhaug Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra, hefur verið skipaður nýr dómsmálaráðherra í Noregi. 20. mars 2018 19:45 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Arftakinn álíka umdeildur og Listhaug Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra, hefur verið skipaður nýr dómsmálaráðherra í Noregi. 20. mars 2018 19:45