Treg taka en nóg af laxi Karl Lúðvíksson skrifar 29. ágúst 2018 10:52 Nú fara stóru legnu hængarnir að stjá með hækkandi vatni. Mynd: KL Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil ró yfir aflabrögðum í laxveiðiánum í Borgarfirði en takan hefur verið með allra rólegasta móti. Það vantar ekki lax í árnar heldur þarf að hrista aðeins upp í ánum með hressilegu úrhelli og það er á leiðinni samkvæmt veðurspánni. Sem dæmi hafa sum hollin í ánum verið að fá undir 10 löxum í tvo daga á 10-12 stangir sem verður að teljast með því rólegra sem gerist. Vatnsstaðan í þeim er líka orðin léleg þó það sé misjafnt milli ánna hversu lágar þær eru orðnar. Það virðist engu að síður vera nóg af laxi í þeim flestum og við getum sem dæmi nefnt Langá á Mýrum sem dæmi en þar hafa gengið um 2.800 laxar í gegnum teljarann við Skugga og að auki bætist við það lax sem gengur upp fossinn sjálfan en gefum okkur að það séu 300-400 laxar sem komist upp á sumrinu sem er vel raunhæf tala. Þá er gangan miðað við þær forsendur ca 3.200 laxar. Það hafa veiðst 1.332 og af þeim sleppt aftur um 300. Af þessum 1.332 eru um 300 sem hafa veiðst neðan við Skugga og eru því ekki inní tölunni í teljaranum við Skugga. Að þeim löxum viðbættum hefur gangan líklega verið um 3.500-3.600 laxar. Þeir sem hafa verið við Langá síðustu tvær vikur kvarta ekki undan laxleysi en tökuleysið getur tekið svolítið á. Nú er von á allhressilegri rigningu á föstudag og laugardag og það er viðbúið ef sú spá stenst að árnar fái góða innspýtingu því sem dæmi eiga Grímsá, Kjarrá, Laxá í Kjós, Haukadalsá og Laxá í Dölum oft frábærann endasprett þegar fyrstu alvöru haustlægðirnar mæta. Mest lesið Leiðinleg veðurspá fyrstu veiðihelgina í rjúpu Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Velur hýsilinn vandlega Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Góðar laxagöngur á Vesturlandi Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Mögnuð veiði í Litluá í Keldum Veiði Tíu laxar í opnunarholli Norðurár Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði
Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil ró yfir aflabrögðum í laxveiðiánum í Borgarfirði en takan hefur verið með allra rólegasta móti. Það vantar ekki lax í árnar heldur þarf að hrista aðeins upp í ánum með hressilegu úrhelli og það er á leiðinni samkvæmt veðurspánni. Sem dæmi hafa sum hollin í ánum verið að fá undir 10 löxum í tvo daga á 10-12 stangir sem verður að teljast með því rólegra sem gerist. Vatnsstaðan í þeim er líka orðin léleg þó það sé misjafnt milli ánna hversu lágar þær eru orðnar. Það virðist engu að síður vera nóg af laxi í þeim flestum og við getum sem dæmi nefnt Langá á Mýrum sem dæmi en þar hafa gengið um 2.800 laxar í gegnum teljarann við Skugga og að auki bætist við það lax sem gengur upp fossinn sjálfan en gefum okkur að það séu 300-400 laxar sem komist upp á sumrinu sem er vel raunhæf tala. Þá er gangan miðað við þær forsendur ca 3.200 laxar. Það hafa veiðst 1.332 og af þeim sleppt aftur um 300. Af þessum 1.332 eru um 300 sem hafa veiðst neðan við Skugga og eru því ekki inní tölunni í teljaranum við Skugga. Að þeim löxum viðbættum hefur gangan líklega verið um 3.500-3.600 laxar. Þeir sem hafa verið við Langá síðustu tvær vikur kvarta ekki undan laxleysi en tökuleysið getur tekið svolítið á. Nú er von á allhressilegri rigningu á föstudag og laugardag og það er viðbúið ef sú spá stenst að árnar fái góða innspýtingu því sem dæmi eiga Grímsá, Kjarrá, Laxá í Kjós, Haukadalsá og Laxá í Dölum oft frábærann endasprett þegar fyrstu alvöru haustlægðirnar mæta.
Mest lesið Leiðinleg veðurspá fyrstu veiðihelgina í rjúpu Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Velur hýsilinn vandlega Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Góðar laxagöngur á Vesturlandi Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Mögnuð veiði í Litluá í Keldum Veiði Tíu laxar í opnunarholli Norðurár Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði