11 kílóa urriði úr Þingvallavatni Karl Lúðviksson skrifar 27. ágúst 2018 10:00 Cesary með stóra urriðann Mynd: Veiðikortið Þingvallavatn hefur verið að gefa mjög góða bleikjuveiði í sumar en þó svo það sé að líða að lokum veiðitímans í vatninu er langt frá því að vera lítil veiðivon. Við höfum verið að fá fréttir að veiðimenn hafi verið varir við urriða í þjóðgarðinum og að hann hafi verið að sýna sig mikið á nokkrum stöðum. Frá Veiðikortinu höfum við heyrt af veiðimönnum síðustu vikuna sem hafa verið að fá fallega urriða þar. Í gærkvöldi fór Cesary Fijalkowski í þjóðgarðinn til að kanna málið. Hann sagði að það væri óvenju mikið af urriða í þjóðgarðinum og fékk hann 7 urriða allt frá 3kg upp í 11kg! Hann hóf veiðar um kl. 22.00 og veiddi til 4 um nóttina. Það er nefnilega þannig með urriðann að það er langbest að veiða hann í í ljósaskiptunum og fram í myrkur. Veiðimenn sem ætla sér að láta reyna á urriðann stóra sem virðist vera að taka núna eru beðnir um að sleppa stóra fiskinum. Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði
Þingvallavatn hefur verið að gefa mjög góða bleikjuveiði í sumar en þó svo það sé að líða að lokum veiðitímans í vatninu er langt frá því að vera lítil veiðivon. Við höfum verið að fá fréttir að veiðimenn hafi verið varir við urriða í þjóðgarðinum og að hann hafi verið að sýna sig mikið á nokkrum stöðum. Frá Veiðikortinu höfum við heyrt af veiðimönnum síðustu vikuna sem hafa verið að fá fallega urriða þar. Í gærkvöldi fór Cesary Fijalkowski í þjóðgarðinn til að kanna málið. Hann sagði að það væri óvenju mikið af urriða í þjóðgarðinum og fékk hann 7 urriða allt frá 3kg upp í 11kg! Hann hóf veiðar um kl. 22.00 og veiddi til 4 um nóttina. Það er nefnilega þannig með urriðann að það er langbest að veiða hann í í ljósaskiptunum og fram í myrkur. Veiðimenn sem ætla sér að láta reyna á urriðann stóra sem virðist vera að taka núna eru beðnir um að sleppa stóra fiskinum.
Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði