Linnulaus innanflokksátök í Ástralíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. ágúst 2018 10:00 Turnbull og Morrison áður en sá síðarnefndi hrifsaði forsætisráðuneytið af þeim fyrrnefnda. Vísir/AP Það verður seint hægt að segja að Ástralir hafi búið við mikinn stöðugleika í stjórnmálunum þar í landi undanfarin misseri. Í gær varð Malcolm Turnbull fjórði forsætisráðherrann á þessum áratug sem samflokksmenn sparka. Scott Morrison hefur nú tekið við embættinu en forsætisráðherraskiptin eru þau sjöttu frá árinu 2007. Einu sinni oftar en Íslendingar á þessum tíma. Senn líður að kosningum, þær fara fram á næsta ári, og eru áhyggjur flokksmanna af slæmu gengi Frjálslynda flokksins sagðar ein helsta ástæðan fyrir átökunum innan flokksins. Í könnun sem Ipsos birti um miðjan mánuð mældist flokkurinn með 33 prósenta fylgi, tveimur prósentustigum minna en Verkamannaflokkurinn. Önnur stór ástæða er frjálslyndi Turnbulls. Þrátt fyrir nafn flokksins er stefnan frekar kennd við íhald og reis íhaldssamasti armur flokksins ítrekað upp gegn þessum fyrrverandi forsætisráðherra. Það gerðist til dæmis þann 20. ágúst síðastliðinn þegar Turnbull neyddist til þess að gefa upp á bátinn áform um að draga úr útblæstri til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum, að því er BBC greindi frá. Íhaldsmenn höfðu greinilega fengið nóg og reyndi innanríkisráðherrann Peter Dutton að steypa Turnbull af stóli. Turnbull stóð storminn af sér, rétt svo. Íhaldsmenn gáfust ekki upp og eftir tvær atkvæðagreiðslur innan flokksins í gær hafa orðið stólaskipti. „Þakka ykkur fyrir. Það hefur verið sannur heiður að þjóna ykkur sem forsætisráðherra,“ sagði Turnbull á Twitter í gær og þakkaði samflokksmönnum sínum fyrir að velja Morrison fram yfir Dutton. Hann ætlar nú að taka pokann sinn og hætta á þingi sömuleiðis. Morrison hrósaði Turnbull í bak og fyrir. Sagði hann hafa þjónað landi sínu af mikilli göfgi. „Nú tekur það verkefni við okkur að sameina flokkinn, sem hefur verið marinn og særður á undanförnum dögum, og þingið sömuleiðis svo hægt sé að vinna að einingu þjóðarinnar,“ sagði nýi forsætisráðherrann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Það verður seint hægt að segja að Ástralir hafi búið við mikinn stöðugleika í stjórnmálunum þar í landi undanfarin misseri. Í gær varð Malcolm Turnbull fjórði forsætisráðherrann á þessum áratug sem samflokksmenn sparka. Scott Morrison hefur nú tekið við embættinu en forsætisráðherraskiptin eru þau sjöttu frá árinu 2007. Einu sinni oftar en Íslendingar á þessum tíma. Senn líður að kosningum, þær fara fram á næsta ári, og eru áhyggjur flokksmanna af slæmu gengi Frjálslynda flokksins sagðar ein helsta ástæðan fyrir átökunum innan flokksins. Í könnun sem Ipsos birti um miðjan mánuð mældist flokkurinn með 33 prósenta fylgi, tveimur prósentustigum minna en Verkamannaflokkurinn. Önnur stór ástæða er frjálslyndi Turnbulls. Þrátt fyrir nafn flokksins er stefnan frekar kennd við íhald og reis íhaldssamasti armur flokksins ítrekað upp gegn þessum fyrrverandi forsætisráðherra. Það gerðist til dæmis þann 20. ágúst síðastliðinn þegar Turnbull neyddist til þess að gefa upp á bátinn áform um að draga úr útblæstri til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum, að því er BBC greindi frá. Íhaldsmenn höfðu greinilega fengið nóg og reyndi innanríkisráðherrann Peter Dutton að steypa Turnbull af stóli. Turnbull stóð storminn af sér, rétt svo. Íhaldsmenn gáfust ekki upp og eftir tvær atkvæðagreiðslur innan flokksins í gær hafa orðið stólaskipti. „Þakka ykkur fyrir. Það hefur verið sannur heiður að þjóna ykkur sem forsætisráðherra,“ sagði Turnbull á Twitter í gær og þakkaði samflokksmönnum sínum fyrir að velja Morrison fram yfir Dutton. Hann ætlar nú að taka pokann sinn og hætta á þingi sömuleiðis. Morrison hrósaði Turnbull í bak og fyrir. Sagði hann hafa þjónað landi sínu af mikilli göfgi. „Nú tekur það verkefni við okkur að sameina flokkinn, sem hefur verið marinn og særður á undanförnum dögum, og þingið sömuleiðis svo hægt sé að vinna að einingu þjóðarinnar,“ sagði nýi forsætisráðherrann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira