Aðgerðir í leikskólamálum skila árangri Skúli Þór Helgason skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Mun betur gengur að ráða í lausar stöður á leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi en undanfarin ár. Lausar stöður eru nú helmingi færri í leikskólum og grunnskólum en á sama tíma í fyrra og horfurnar betri í frístund. Nú er búið að ráða í nær 94% stöðugilda í leikskólum borgarinnar og 98% í grunnskólunum. Eftir er að ráða í 62 stöðugildi á leikskólum sem er að meðaltali eitt stöðugildi á hvern hinna 62 leikskóla borgarinnar. Tvöfalt fleiri leikskólar eru fullmannaðir. Þennan árangur má þakka góðu samstarfi stjórnenda leikskóla og starfsfólks skóla- og frístundasviðs, markvissri kynningarherferð um mikilvægasta starf í heimi, markhópavinnu gagnvart háskólanemum og ungu fólki og kynningu á þeim umtalsverðu hlunnindum sem bjóðast starfsfólki hjá leikskólum borgarinnar, s.s. afslætti af leikskólagjöldum, samgöngustyrkjum, ókeypis máltíðum, menningar- og sundkortum, fjármagni til heilsueflingar o.m.fl. Síðast en ekki síst hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða til að bæta starfsumhverfið, s.s. með hækkun launa, fjölgun undirbúningstíma, auknu rými fyrir börn og starfsfólk, fjölgun starfsfólks á elstu deildum o.fl. Þróunin er í rétta átt en vissulega er enn verk að vinna. Við verðum ekki ánægð fyrr en leikskólarnir eru fullmannaðir og öll börn með úthlutað leikskólarými hafa hafið sína leikskólagöngu. Nú eru um 200 börn á biðlista eftir leikskólaplássi og er því langur vegur frá að fullyrðingar um 1.600 barna biðlista fái staðist. Það sem meira er, allt bendir til að öll þessi 200 börn fái boð um leikskólavist í haust því nú eru ríflega 300 laus pláss á leikskólum borgarinnar. Og horfurnar eru góðar því við munum fjölga leikskólaplássum í haust með nýjum deildum við nokkra eftirsóttustu leikskóla borgarinnar og fjölgun barna við einkarekna leikskóla. Nýr meirihluti í borginni ætlar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla auk aðgerða til að styrkja dagforeldrakerfið. Eftir þeirri stefnu störfum við af fullum krafti samhliða baráttu við að fjölga leikskólakennurum sem er forgangsmál til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mun betur gengur að ráða í lausar stöður á leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi en undanfarin ár. Lausar stöður eru nú helmingi færri í leikskólum og grunnskólum en á sama tíma í fyrra og horfurnar betri í frístund. Nú er búið að ráða í nær 94% stöðugilda í leikskólum borgarinnar og 98% í grunnskólunum. Eftir er að ráða í 62 stöðugildi á leikskólum sem er að meðaltali eitt stöðugildi á hvern hinna 62 leikskóla borgarinnar. Tvöfalt fleiri leikskólar eru fullmannaðir. Þennan árangur má þakka góðu samstarfi stjórnenda leikskóla og starfsfólks skóla- og frístundasviðs, markvissri kynningarherferð um mikilvægasta starf í heimi, markhópavinnu gagnvart háskólanemum og ungu fólki og kynningu á þeim umtalsverðu hlunnindum sem bjóðast starfsfólki hjá leikskólum borgarinnar, s.s. afslætti af leikskólagjöldum, samgöngustyrkjum, ókeypis máltíðum, menningar- og sundkortum, fjármagni til heilsueflingar o.m.fl. Síðast en ekki síst hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða til að bæta starfsumhverfið, s.s. með hækkun launa, fjölgun undirbúningstíma, auknu rými fyrir börn og starfsfólk, fjölgun starfsfólks á elstu deildum o.fl. Þróunin er í rétta átt en vissulega er enn verk að vinna. Við verðum ekki ánægð fyrr en leikskólarnir eru fullmannaðir og öll börn með úthlutað leikskólarými hafa hafið sína leikskólagöngu. Nú eru um 200 börn á biðlista eftir leikskólaplássi og er því langur vegur frá að fullyrðingar um 1.600 barna biðlista fái staðist. Það sem meira er, allt bendir til að öll þessi 200 börn fái boð um leikskólavist í haust því nú eru ríflega 300 laus pláss á leikskólum borgarinnar. Og horfurnar eru góðar því við munum fjölga leikskólaplássum í haust með nýjum deildum við nokkra eftirsóttustu leikskóla borgarinnar og fjölgun barna við einkarekna leikskóla. Nýr meirihluti í borginni ætlar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla auk aðgerða til að styrkja dagforeldrakerfið. Eftir þeirri stefnu störfum við af fullum krafti samhliða baráttu við að fjölga leikskólakennurum sem er forgangsmál til framtíðar.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun