Harðlínumaður gæti velt forsætisráðherra Ástralíu úr stóli Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2018 11:16 Peter Dutton gæti orðið næsti forsætisráðherra Ástralíu. Vísir/EPA Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að þingmaður úr Frjálslynda flokki hans skoraði hann á hólm í leiðtogakosningu. Áskorandanum er lýst sem harðlínuhægrimanni í innflytjenda- og loftslagsmálum. Turnbull var gerður afturreka með frumvarp um orkumál í vikunni vegna andstöðu hluta eigin flokks. Féll forsætisráðherrann þá frá markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Staða Turnbull hefur aðeins versnað síðan með afsögnum ráðherra úr ríkisstjórninni. Undir forystu hans hefur flokknum vegnað illa í skoðanakönnunum undanfarið en búist er við að boðað verði til kosninga fyrir maí á næsta ári. Forsætisráðherrann stóð af sér atlögu að formennskunni í atkvæðagreiðslu þingmanna flokksins í gær. Peter Dutton, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur hins vegar sagt að hann bjóði sig fram í leiðtogakjöri gegn Turnbull. Dutton hefur talað fyrir harðlínustefnu í málefnum innflytjenda. Hann vill snúa við bátum hælisleitenda, svipta öfgamenn ríkisborgararétti og herða kröfur um færni í ensku fyrir innflytjendur sem sækjast eftir ríkisborgararétti, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá vakti töluverða hneykslan þegar Dutton sagði að hvítir bændur í Suður-Afríku sem væru í hættu af því að vera beittir ofbeldi í heimalandinu ættu að fá stöðu flóttamanna því að þeir „þurfa hjálp frá siðmenntuðu landi“.CNN-fréttastofan segir að líkurnar á að ástralska ríkisstjórnin grípi til aðgerða í loftslagsmálum dvíni enn frekar nái Dutton völdum í Frjálslynda flokknum. Þar geisar engu að síður versti þurrkur í manna minnum sem vísindamenn segja að hnattræn hlýnun hafi gert líklegri til að eiga sér stað. Fjöldi kjarrelda hefur fylgt þurrkinum. Loftslagsmál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að þingmaður úr Frjálslynda flokki hans skoraði hann á hólm í leiðtogakosningu. Áskorandanum er lýst sem harðlínuhægrimanni í innflytjenda- og loftslagsmálum. Turnbull var gerður afturreka með frumvarp um orkumál í vikunni vegna andstöðu hluta eigin flokks. Féll forsætisráðherrann þá frá markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Staða Turnbull hefur aðeins versnað síðan með afsögnum ráðherra úr ríkisstjórninni. Undir forystu hans hefur flokknum vegnað illa í skoðanakönnunum undanfarið en búist er við að boðað verði til kosninga fyrir maí á næsta ári. Forsætisráðherrann stóð af sér atlögu að formennskunni í atkvæðagreiðslu þingmanna flokksins í gær. Peter Dutton, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur hins vegar sagt að hann bjóði sig fram í leiðtogakjöri gegn Turnbull. Dutton hefur talað fyrir harðlínustefnu í málefnum innflytjenda. Hann vill snúa við bátum hælisleitenda, svipta öfgamenn ríkisborgararétti og herða kröfur um færni í ensku fyrir innflytjendur sem sækjast eftir ríkisborgararétti, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá vakti töluverða hneykslan þegar Dutton sagði að hvítir bændur í Suður-Afríku sem væru í hættu af því að vera beittir ofbeldi í heimalandinu ættu að fá stöðu flóttamanna því að þeir „þurfa hjálp frá siðmenntuðu landi“.CNN-fréttastofan segir að líkurnar á að ástralska ríkisstjórnin grípi til aðgerða í loftslagsmálum dvíni enn frekar nái Dutton völdum í Frjálslynda flokknum. Þar geisar engu að síður versti þurrkur í manna minnum sem vísindamenn segja að hnattræn hlýnun hafi gert líklegri til að eiga sér stað. Fjöldi kjarrelda hefur fylgt þurrkinum.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira
Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17
Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00
Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30