Regla í heystakki Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 22. ágúst 2018 06:47 Frumforsenda þess að geta fylgt lögum og reglum er að vita hver þau eru. Þannig er æskilegt að reglur séu, svo fátt eitt sé nefnt, birtar, almennar, skiljanlegar og framkvæmanlegar. Löggjafinn hefur lagt sig fram um að tryggja að nýjasta útgáfa gildandi réttar sé ávallt aðgengileg hverjum sem vill á vef Alþingis, þótt mikið sé tekist á um hvort efni laganna sé nægilega skýrt. Þessari framsetningu er hins vegar ekki að heilsa hjá framkvæmdavaldinu við birtingu reglugerða. Ef einhver ætlar að kynna sér tiltekna reglugerð eða vill fá heildstætt yfirlit yfir gildandi stjórnvaldsfyrirmæli er það hægara sagt en gert. Nú er sá hátturinn hafður á að reglugerðir birtar í reglugerðarsafni Stjórnarráðsins og allar síðari breytingar á þeirri reglugerð eru að jafnaði birtar í aðskildum skjölum. Reglugerð um leigubifreiðar hefur til dæmis verið breytt tíu sinnum þannig að hún minnir á öxina sem pabbi minn erfði frá pabba sínum og ég loks frá pabba mínum, nema hvað að það er búið að skipta þrisvar um haus og fimm sinnum um skaft á öxinni. Gildandi reglugerð er því að efninu til allt önnur en upprunalega reglugerðin, þó svo hún beri ennþá sama nafn og hafi enn undirskrift sama ráðherra og þegar hún var sett. Til að komast að því hverjar gildandi reglur eru þarf því að bera saman fjölmargar breytingarreglugerðir við upprunalegu reglugerðina.Óaðgengilegar reglur eru ekki góðar reglur Fólk og fyrirtæki eiga að geta kynnt sér lögin og reglurnar í landinu og hafa gott aðgengi að upplýsingum um þau boð og bönn sem þau eiga að fylgja. Í einhverjum tilvikum hafa stofnanir tekið að sér að halda úti uppfærðum reglugerðum á vef sínum og er það vel. Hins vegar á sá sem vill kynna sér gildandi rétt ekki að þurfa að þræða vefi ráðuneyta og ríkisstofnana til að finna læsilega útgáfu af reglugerðum, eða sauma breytingarreglugerðir saman við upprunalega reglugerð í groddalegu Word-skjali, fullu af breytingasporum. Reglugerðir eiga allar að vera auðveldlega aðgengilegar öllum á einum stað. Þessi skortur á aðgengi er ef til vill viðráðanlegri fyrir stærri fyrirtæki sem hafa lögfræðinga innan sinna vébanda, en mest bitnar þetta á einstaklingum, sprotum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem vilja komast að því hvaða reglur gilda um þau. Löggjafinn er fullmeðvitaður um þessa stöðu. Frumvarp um uppfærslu stjórnvaldsfyrirmæla var lagt fyrir Alþingi haustið 2015. Fyrsti flutningsmaður var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og er frumvarpið svo lítið og létt að það rúmast ágætlega hér: 1. gr. Við lögin [lög um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005] bætist ný grein, 7. gr. a, svohljóðandi: Ef gefin er út breyting við stjórnvaldsfyrirmæli skv. 3. gr. eða við samning skv. 4. gr. skal fella texta hennar við gildandi stjórnvaldsfyrirmæli eða samning og birta á vef þess ráðuneytis sem fer með framkvæmd málaflokksins. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Svo mörg voru þau orð en frumvarpið varð ekki að lögum. Núverandi ríkisstjórn ætti að kappkosta að taka á þessari stöðu sem er engum til hagsbóta og auðvelt að bæta úr. Í sáttmála sínum lagði ríkisstjórnin á það mikla áherslu að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings, góð vinnubrögð og að miðla upplýsingum um ákvarðanir og ferli sem varða hagsmuni almennings með aðgengilegum hætti. Betur má ef duga skal því stjórnsýslufyrirmæli eru ekki auðveldlega aðgengileg nema þau séu birt í uppfærðri útgáfu með aðgengilegum hætti. Það er nefnilega ekki nóg að lagaumhverfið sé hagfellt. Framsetningin þarf líka að vera þannig að almenningur, ekki bara lögfræðingar, geti áttað sig á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnar Dofri Ólafsson Markaðir Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Frumforsenda þess að geta fylgt lögum og reglum er að vita hver þau eru. Þannig er æskilegt að reglur séu, svo fátt eitt sé nefnt, birtar, almennar, skiljanlegar og framkvæmanlegar. Löggjafinn hefur lagt sig fram um að tryggja að nýjasta útgáfa gildandi réttar sé ávallt aðgengileg hverjum sem vill á vef Alþingis, þótt mikið sé tekist á um hvort efni laganna sé nægilega skýrt. Þessari framsetningu er hins vegar ekki að heilsa hjá framkvæmdavaldinu við birtingu reglugerða. Ef einhver ætlar að kynna sér tiltekna reglugerð eða vill fá heildstætt yfirlit yfir gildandi stjórnvaldsfyrirmæli er það hægara sagt en gert. Nú er sá hátturinn hafður á að reglugerðir birtar í reglugerðarsafni Stjórnarráðsins og allar síðari breytingar á þeirri reglugerð eru að jafnaði birtar í aðskildum skjölum. Reglugerð um leigubifreiðar hefur til dæmis verið breytt tíu sinnum þannig að hún minnir á öxina sem pabbi minn erfði frá pabba sínum og ég loks frá pabba mínum, nema hvað að það er búið að skipta þrisvar um haus og fimm sinnum um skaft á öxinni. Gildandi reglugerð er því að efninu til allt önnur en upprunalega reglugerðin, þó svo hún beri ennþá sama nafn og hafi enn undirskrift sama ráðherra og þegar hún var sett. Til að komast að því hverjar gildandi reglur eru þarf því að bera saman fjölmargar breytingarreglugerðir við upprunalegu reglugerðina.Óaðgengilegar reglur eru ekki góðar reglur Fólk og fyrirtæki eiga að geta kynnt sér lögin og reglurnar í landinu og hafa gott aðgengi að upplýsingum um þau boð og bönn sem þau eiga að fylgja. Í einhverjum tilvikum hafa stofnanir tekið að sér að halda úti uppfærðum reglugerðum á vef sínum og er það vel. Hins vegar á sá sem vill kynna sér gildandi rétt ekki að þurfa að þræða vefi ráðuneyta og ríkisstofnana til að finna læsilega útgáfu af reglugerðum, eða sauma breytingarreglugerðir saman við upprunalega reglugerð í groddalegu Word-skjali, fullu af breytingasporum. Reglugerðir eiga allar að vera auðveldlega aðgengilegar öllum á einum stað. Þessi skortur á aðgengi er ef til vill viðráðanlegri fyrir stærri fyrirtæki sem hafa lögfræðinga innan sinna vébanda, en mest bitnar þetta á einstaklingum, sprotum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem vilja komast að því hvaða reglur gilda um þau. Löggjafinn er fullmeðvitaður um þessa stöðu. Frumvarp um uppfærslu stjórnvaldsfyrirmæla var lagt fyrir Alþingi haustið 2015. Fyrsti flutningsmaður var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og er frumvarpið svo lítið og létt að það rúmast ágætlega hér: 1. gr. Við lögin [lög um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005] bætist ný grein, 7. gr. a, svohljóðandi: Ef gefin er út breyting við stjórnvaldsfyrirmæli skv. 3. gr. eða við samning skv. 4. gr. skal fella texta hennar við gildandi stjórnvaldsfyrirmæli eða samning og birta á vef þess ráðuneytis sem fer með framkvæmd málaflokksins. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Svo mörg voru þau orð en frumvarpið varð ekki að lögum. Núverandi ríkisstjórn ætti að kappkosta að taka á þessari stöðu sem er engum til hagsbóta og auðvelt að bæta úr. Í sáttmála sínum lagði ríkisstjórnin á það mikla áherslu að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings, góð vinnubrögð og að miðla upplýsingum um ákvarðanir og ferli sem varða hagsmuni almennings með aðgengilegum hætti. Betur má ef duga skal því stjórnsýslufyrirmæli eru ekki auðveldlega aðgengileg nema þau séu birt í uppfærðri útgáfu með aðgengilegum hætti. Það er nefnilega ekki nóg að lagaumhverfið sé hagfellt. Framsetningin þarf líka að vera þannig að almenningur, ekki bara lögfræðingar, geti áttað sig á því.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar