95 ára samverkamaður nasista sendur frá Bandaríkjunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. ágúst 2018 21:00 95 ára gömlum samverkamanni nasista var vísað frá Bandaríkjunum til Þýskalands í gær. Maðurinn hefur verið án ríkisborgararétts í tæp 15 ár en Bandarísk stjórnvöld hafa lengi talið hann síðasta eftirlifandi samverkamann nasista í Bandaríkjunum. Maðurinn, Jakiw Palij, sem fæddist í þeim hluta Póllands sem í dag tilheyrir Úkraínu er talinn hafa verið samverkamaður nasista í þrælkunarbúðunum Trawniki í Póllandi sem var þá hernumið af nasistum. Hann hlaut Bandarískan ríkisborgararétt árið 1957 en missti hann árið 2003 vegna tenginga hans við nasista. Dómstólar í Bandaríkjunum komust að því að hann hafi aðstoðað við ofsóknir gagnvart gyðingum en væri ekki persónulega ábyrgur fyrir morðum á þeim. Síðan hann var sviptur ríkisborgarrétti hefur ekkert ríki viljað taka við Palij. Hann hefur sagst viljað búa í friði á heimili sínu í Queens í New York en reglulega hefur verið mótmælt við heimili hans á undanförnum 15 árum. Palij hefur ávallt neitað því að hafa verið samverkamaður nasista. Nú hafa þýsk stjórnvöld samþykkt að taka við manninum en sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi segir að það hafi verið siðferðilega rétt ákvörðun að reka Palij frá Bandaríkjunum. „Þetta kann ekki að hafa verið lagaleg réttlæting en þetta er siðferðileg réttlæting,“ segir Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi. „Þetta er einstaklingur sem vann fyrir þáverandi stjórnvöld í Þýskalandi og við töldum það siðferðilega skyldu okkar að vísa honum frá Bandaríkjunum og frá allri ró og næði. Hann er 95 ára, hann mun ábyggilega deyja fljótlega, hann er nokkuð veiklulegur og við vildum tryggja að hann myndi ekki deyja í friði og ró í Bandaríkjunum heldur að hann yrði færður til baka til að mæta réttvísinni.“ Palij kom til Dusseldorf í Þýskalandi í morgun en hann mun eyða síðustu árum ævinnar á heimili fyrir aldraða í bænum Ahlen nærri Munster í vesturhluta Þýskalands. Ekki hefur verið útilokað að mál hans verði tekið upp fyrir þýskum dómstólum. Pólland Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
95 ára gömlum samverkamanni nasista var vísað frá Bandaríkjunum til Þýskalands í gær. Maðurinn hefur verið án ríkisborgararétts í tæp 15 ár en Bandarísk stjórnvöld hafa lengi talið hann síðasta eftirlifandi samverkamann nasista í Bandaríkjunum. Maðurinn, Jakiw Palij, sem fæddist í þeim hluta Póllands sem í dag tilheyrir Úkraínu er talinn hafa verið samverkamaður nasista í þrælkunarbúðunum Trawniki í Póllandi sem var þá hernumið af nasistum. Hann hlaut Bandarískan ríkisborgararétt árið 1957 en missti hann árið 2003 vegna tenginga hans við nasista. Dómstólar í Bandaríkjunum komust að því að hann hafi aðstoðað við ofsóknir gagnvart gyðingum en væri ekki persónulega ábyrgur fyrir morðum á þeim. Síðan hann var sviptur ríkisborgarrétti hefur ekkert ríki viljað taka við Palij. Hann hefur sagst viljað búa í friði á heimili sínu í Queens í New York en reglulega hefur verið mótmælt við heimili hans á undanförnum 15 árum. Palij hefur ávallt neitað því að hafa verið samverkamaður nasista. Nú hafa þýsk stjórnvöld samþykkt að taka við manninum en sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi segir að það hafi verið siðferðilega rétt ákvörðun að reka Palij frá Bandaríkjunum. „Þetta kann ekki að hafa verið lagaleg réttlæting en þetta er siðferðileg réttlæting,“ segir Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi. „Þetta er einstaklingur sem vann fyrir þáverandi stjórnvöld í Þýskalandi og við töldum það siðferðilega skyldu okkar að vísa honum frá Bandaríkjunum og frá allri ró og næði. Hann er 95 ára, hann mun ábyggilega deyja fljótlega, hann er nokkuð veiklulegur og við vildum tryggja að hann myndi ekki deyja í friði og ró í Bandaríkjunum heldur að hann yrði færður til baka til að mæta réttvísinni.“ Palij kom til Dusseldorf í Þýskalandi í morgun en hann mun eyða síðustu árum ævinnar á heimili fyrir aldraða í bænum Ahlen nærri Munster í vesturhluta Þýskalands. Ekki hefur verið útilokað að mál hans verði tekið upp fyrir þýskum dómstólum.
Pólland Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira