Strætó vísar ásökunum Sönnu um níðingsskap til föðurhúsanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2018 12:12 Sanna segir að hækka þurfi launin og hlúa betur að fólki. Vísir/Vilhelm Strætó bs. vísar ásökunum Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um níðingsskap og spillt hugarfar á bug. Sanna sakaði fyrirtækið um að „leigja fólk“ í gegnum starfsmannaleigur og greiða því „lægstu laun“ á borgarstjórnarfundi á þriðjudag. Sanna ræddi stöðu innflytjenda og hælisleitenda í ræðu sinni á fundinum. Í ræðunni, sem hún birti í heild á Facebook-síðu sinni, segir hún áðurefnda samfélagshópa eiga undir högg að sækja á húsnæðis- og vinnumarkaði. Þá sakar hún fyrirtækið Strætó bs. um níðingsskap og spillingu. „En nú er þessi níðingsskapur orðið normið á leigumarkaði og yfirgangur fyrirtækja á starfsfólki sínu er líka orðið normið. Starfsmannaleigur ná langt inn í opinber fyrirtæki. Strætó hefur leigt fólk sem starfsmannaleigur greiða lægstu laun og starfsmannaleigurnar ná svo peningum af með því að leigja því bedda í margra manna herbergi fyrir svívirðilegt verð,“ segir í ræðu Sönnu. „Félagslegar stofnanir eins og strætó er orðinn spilltur af þessu hugarfari sem sprettur af því að við slepptum kapítalistum og okrurum á fólk.“ Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir fyrirtækið fordæma málflutning Sönnu og vísar ásökunum hennar um spillt hugarfar og níðingsskap gagnvart starfsfólki til föðurhúsanna. Sanna sendi Strætó bs. fyrirspurn vegna málsins áður en hún flutti ræðuna í borgarstjórn. Í skriflegu svari Sigríðar Harðardóttur, mannauðsstjóra Strætó bs., við fyrirspurn Sönnu segir að starfsmenn Strætó séu með ráðningarsamning beint við fyrirtækið og þeim séu greidd laun í samræmi við kjarasamning Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Strætó. Svar Sigríðar má sjá í heild hér að neðan.„Starfsmannaþjónustan Elja hefur sl. 3 ár aðstoðað Strætó við að ráða vagnstjóra til starfa. Ólíkt öðrum viðskiptavinum Elju þá eru viðkomandi starfsmenn með ráðningasamning beint við Strætó líkt og allir aðrir starfsmenn fyrirtækisins og fá laun skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Strætó.“ Borgarstjórn Kjaramál Strætó Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Sanna segist ekki vilja gerast húsþræll Oddviti Sósíalistaflokksins útskýrir á skáldlegan hátt hvers vegna flokkurinn segir sig frá meirihlutaviðræðum. 30. maí 2018 17:27 „Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01 Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Strætó bs. vísar ásökunum Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um níðingsskap og spillt hugarfar á bug. Sanna sakaði fyrirtækið um að „leigja fólk“ í gegnum starfsmannaleigur og greiða því „lægstu laun“ á borgarstjórnarfundi á þriðjudag. Sanna ræddi stöðu innflytjenda og hælisleitenda í ræðu sinni á fundinum. Í ræðunni, sem hún birti í heild á Facebook-síðu sinni, segir hún áðurefnda samfélagshópa eiga undir högg að sækja á húsnæðis- og vinnumarkaði. Þá sakar hún fyrirtækið Strætó bs. um níðingsskap og spillingu. „En nú er þessi níðingsskapur orðið normið á leigumarkaði og yfirgangur fyrirtækja á starfsfólki sínu er líka orðið normið. Starfsmannaleigur ná langt inn í opinber fyrirtæki. Strætó hefur leigt fólk sem starfsmannaleigur greiða lægstu laun og starfsmannaleigurnar ná svo peningum af með því að leigja því bedda í margra manna herbergi fyrir svívirðilegt verð,“ segir í ræðu Sönnu. „Félagslegar stofnanir eins og strætó er orðinn spilltur af þessu hugarfari sem sprettur af því að við slepptum kapítalistum og okrurum á fólk.“ Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir fyrirtækið fordæma málflutning Sönnu og vísar ásökunum hennar um spillt hugarfar og níðingsskap gagnvart starfsfólki til föðurhúsanna. Sanna sendi Strætó bs. fyrirspurn vegna málsins áður en hún flutti ræðuna í borgarstjórn. Í skriflegu svari Sigríðar Harðardóttur, mannauðsstjóra Strætó bs., við fyrirspurn Sönnu segir að starfsmenn Strætó séu með ráðningarsamning beint við fyrirtækið og þeim séu greidd laun í samræmi við kjarasamning Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Strætó. Svar Sigríðar má sjá í heild hér að neðan.„Starfsmannaþjónustan Elja hefur sl. 3 ár aðstoðað Strætó við að ráða vagnstjóra til starfa. Ólíkt öðrum viðskiptavinum Elju þá eru viðkomandi starfsmenn með ráðningasamning beint við Strætó líkt og allir aðrir starfsmenn fyrirtækisins og fá laun skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Strætó.“
Borgarstjórn Kjaramál Strætó Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Sanna segist ekki vilja gerast húsþræll Oddviti Sósíalistaflokksins útskýrir á skáldlegan hátt hvers vegna flokkurinn segir sig frá meirihlutaviðræðum. 30. maí 2018 17:27 „Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01 Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00
Sanna segist ekki vilja gerast húsþræll Oddviti Sósíalistaflokksins útskýrir á skáldlegan hátt hvers vegna flokkurinn segir sig frá meirihlutaviðræðum. 30. maí 2018 17:27
„Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01
Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03