Strætó vísar ásökunum Sönnu um níðingsskap til föðurhúsanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2018 12:12 Sanna segir að hækka þurfi launin og hlúa betur að fólki. Vísir/Vilhelm Strætó bs. vísar ásökunum Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um níðingsskap og spillt hugarfar á bug. Sanna sakaði fyrirtækið um að „leigja fólk“ í gegnum starfsmannaleigur og greiða því „lægstu laun“ á borgarstjórnarfundi á þriðjudag. Sanna ræddi stöðu innflytjenda og hælisleitenda í ræðu sinni á fundinum. Í ræðunni, sem hún birti í heild á Facebook-síðu sinni, segir hún áðurefnda samfélagshópa eiga undir högg að sækja á húsnæðis- og vinnumarkaði. Þá sakar hún fyrirtækið Strætó bs. um níðingsskap og spillingu. „En nú er þessi níðingsskapur orðið normið á leigumarkaði og yfirgangur fyrirtækja á starfsfólki sínu er líka orðið normið. Starfsmannaleigur ná langt inn í opinber fyrirtæki. Strætó hefur leigt fólk sem starfsmannaleigur greiða lægstu laun og starfsmannaleigurnar ná svo peningum af með því að leigja því bedda í margra manna herbergi fyrir svívirðilegt verð,“ segir í ræðu Sönnu. „Félagslegar stofnanir eins og strætó er orðinn spilltur af þessu hugarfari sem sprettur af því að við slepptum kapítalistum og okrurum á fólk.“ Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir fyrirtækið fordæma málflutning Sönnu og vísar ásökunum hennar um spillt hugarfar og níðingsskap gagnvart starfsfólki til föðurhúsanna. Sanna sendi Strætó bs. fyrirspurn vegna málsins áður en hún flutti ræðuna í borgarstjórn. Í skriflegu svari Sigríðar Harðardóttur, mannauðsstjóra Strætó bs., við fyrirspurn Sönnu segir að starfsmenn Strætó séu með ráðningarsamning beint við fyrirtækið og þeim séu greidd laun í samræmi við kjarasamning Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Strætó. Svar Sigríðar má sjá í heild hér að neðan.„Starfsmannaþjónustan Elja hefur sl. 3 ár aðstoðað Strætó við að ráða vagnstjóra til starfa. Ólíkt öðrum viðskiptavinum Elju þá eru viðkomandi starfsmenn með ráðningasamning beint við Strætó líkt og allir aðrir starfsmenn fyrirtækisins og fá laun skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Strætó.“ Borgarstjórn Kjaramál Strætó Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Sanna segist ekki vilja gerast húsþræll Oddviti Sósíalistaflokksins útskýrir á skáldlegan hátt hvers vegna flokkurinn segir sig frá meirihlutaviðræðum. 30. maí 2018 17:27 „Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01 Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Sjá meira
Strætó bs. vísar ásökunum Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um níðingsskap og spillt hugarfar á bug. Sanna sakaði fyrirtækið um að „leigja fólk“ í gegnum starfsmannaleigur og greiða því „lægstu laun“ á borgarstjórnarfundi á þriðjudag. Sanna ræddi stöðu innflytjenda og hælisleitenda í ræðu sinni á fundinum. Í ræðunni, sem hún birti í heild á Facebook-síðu sinni, segir hún áðurefnda samfélagshópa eiga undir högg að sækja á húsnæðis- og vinnumarkaði. Þá sakar hún fyrirtækið Strætó bs. um níðingsskap og spillingu. „En nú er þessi níðingsskapur orðið normið á leigumarkaði og yfirgangur fyrirtækja á starfsfólki sínu er líka orðið normið. Starfsmannaleigur ná langt inn í opinber fyrirtæki. Strætó hefur leigt fólk sem starfsmannaleigur greiða lægstu laun og starfsmannaleigurnar ná svo peningum af með því að leigja því bedda í margra manna herbergi fyrir svívirðilegt verð,“ segir í ræðu Sönnu. „Félagslegar stofnanir eins og strætó er orðinn spilltur af þessu hugarfari sem sprettur af því að við slepptum kapítalistum og okrurum á fólk.“ Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir fyrirtækið fordæma málflutning Sönnu og vísar ásökunum hennar um spillt hugarfar og níðingsskap gagnvart starfsfólki til föðurhúsanna. Sanna sendi Strætó bs. fyrirspurn vegna málsins áður en hún flutti ræðuna í borgarstjórn. Í skriflegu svari Sigríðar Harðardóttur, mannauðsstjóra Strætó bs., við fyrirspurn Sönnu segir að starfsmenn Strætó séu með ráðningarsamning beint við fyrirtækið og þeim séu greidd laun í samræmi við kjarasamning Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Strætó. Svar Sigríðar má sjá í heild hér að neðan.„Starfsmannaþjónustan Elja hefur sl. 3 ár aðstoðað Strætó við að ráða vagnstjóra til starfa. Ólíkt öðrum viðskiptavinum Elju þá eru viðkomandi starfsmenn með ráðningasamning beint við Strætó líkt og allir aðrir starfsmenn fyrirtækisins og fá laun skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Strætó.“
Borgarstjórn Kjaramál Strætó Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Sanna segist ekki vilja gerast húsþræll Oddviti Sósíalistaflokksins útskýrir á skáldlegan hátt hvers vegna flokkurinn segir sig frá meirihlutaviðræðum. 30. maí 2018 17:27 „Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01 Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Sjá meira
Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00
Sanna segist ekki vilja gerast húsþræll Oddviti Sósíalistaflokksins útskýrir á skáldlegan hátt hvers vegna flokkurinn segir sig frá meirihlutaviðræðum. 30. maí 2018 17:27
„Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01
Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03