25 ára ellismellur í Moskvu sem fagnar komu „Arons“ Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar 7. september 2018 13:00 Hörður Björgvin Magnússon nýtur lífsins í rússnesku höfuðborginni. vísri/arnar halldórsson Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, var seldur frá Bristol City í ensku B-deildinni til rússneska stórliðsins CSKA Moskvu í sumar þar sem að hann byrjar alla leiki þessa dagana. Hörður fékk ekki mikið að spila hjá Bristol en hann gerði nóg þar og á HM til að heilla forráðamenn rússneska veldisins sem hefur um árabil verið eitt besta lið Rússlands og fastagestur í Meistaradeildinni. Framarinn nýtur lífsins í Moskvu. Hann segist hafa verið fljótur að koma sér inn í hlutina þó að svolítið erfitt sé að læra tungumálið.Arnór fagnar marki í búningi Norrköping en hann er kominn til Rússlands.vísir/gettyAnnar Íslendingur til Moskvu „Ég er búinn að aðlagast mjög vel og er orðinn smá Rússi eins og allir sem að búa þarna. Nýtt þjóðerni, nýtt tungumál. Það er bara gaman að þessu. Málið er erfitt að læra en mig langar að læra það og tala það við ykkur einn daginn. Ég er gríðarlega sáttur með þetta skref sem að ég tók og þetta hefur bara verið allt upp á við,“ segir Hörður Björgvin. Þegar að rignir, þá hellirignir. Eða svo gott sem. Aldrei hafði Íslendingur spilað fyrir CSKA Moskvu en á lokadegi félagaskiptagluggans fékk Hörður óvæntan liðsstyrk frá Íslandi þegar að táningurinn Arnór Sigurðsson var keyptur frá IFK Norrköping í Svíþjóð.Viking is coming home! pic.twitter.com/Xy5Yg2AxiH — PFC CSKA Moscow (@PFCCSKA_en) August 31, 2018 „Þetta er skrítin tilfinning því ég hef aldrei verið með Íslendingi í liði í atvinnumennskunni. Þetta er nýtt fyrir mér. Hann kom á lokamínútum gluggans. Þetta er efnilegur strákur sem að hefur staðið sig vel hjá Norrköping. Hann mun klárlega bæta okkar leik,“ segir Hörður sem er ekki nema 25 ára en er einn af eldri mönnum liðsins. „Meðalaldurinn í liðinu er 22-23 ára þannig að ég er talinn einn sá elsti og reyndasti ásamt Igor Akinfeev markverði. Þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir mig að tala betur við ungu leikmennina og gera þá betri,“ segir hann.Hörður Björgvin tók Víkingaklappið og bauð Aron velkominn.Mynd/Twitter/@pfc_cskaLíst vel á þrjá miðverði Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur gælt við það að spila með þriggja manna miðvarðalínu sem myndi líklega þýða að Hörður færist innan í vörninni. Það er fínt því Hörður er miðvörður og spilar í þriggja manna kerfi í Rússlandi. „Honum finnst gaman að spila með þriggja manna vörn og ég þekki það mjög vel. Ég væri sáttur með að íslenska landsliðið fari í þriggja manna. Ef að það kemur verður gaman að fá tækifæri til að spila það og hafa tvo sókndjarfa kantmenn og bakverði. Það gefur meira svigrúm fyrir okkur varnarmennina að fara framar,“ segir Hörður Björgvin. Hörður lenti í smá basli þegar að hann bauð Arnór Sigurðsson velkominn í kynningarmyndbandi CSKA Moskvu. Hann ruglaðist þá á nöfnum og bauð Aron velkominn. Það var síðan lagað með góðu döbbi. Stóra spurningin er því: Aron eða Arnór? „Verðum við ekki að segja bara Aron,“ segir Hörður Björgvin Magnússon og hlær dátt. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hefðin sem varð til á Laugardalsvellinum 1998 herjar enn á nýkrýnda heimsmeistara Heimsmeistarar hafa ekki unnið sinn fyrsta leik eftir HM undanfarin tuttugu ár og það breyttist ekki hjá Frökkum í gærkvöldi. 7. september 2018 10:00 Þarf að gera eins og Gulli frændi og stofna bakvarðaskóla til að fá alvöru samkeppni Birkir Már Sævarsson situr einn að bakvarðastöðunni hægra megin hjá íslenska landsliðinu. 7. september 2018 09:00 Svona var fundur Hamrén og Gylfa í St. Gallen Landsliðsþjálfarinn og miðjumaðurinn svöruðu spurningum blaðamanna fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni. 7. september 2018 09:45 Samfélagsrýninum Elmari finnst hann ekki vera umdeildur Theodór Elmar Bjarnason hefur vakið athygli fyrir að opinbera stundum óvinsælar skoðanir sína á Twitter. 7. september 2018 11:45 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, var seldur frá Bristol City í ensku B-deildinni til rússneska stórliðsins CSKA Moskvu í sumar þar sem að hann byrjar alla leiki þessa dagana. Hörður fékk ekki mikið að spila hjá Bristol en hann gerði nóg þar og á HM til að heilla forráðamenn rússneska veldisins sem hefur um árabil verið eitt besta lið Rússlands og fastagestur í Meistaradeildinni. Framarinn nýtur lífsins í Moskvu. Hann segist hafa verið fljótur að koma sér inn í hlutina þó að svolítið erfitt sé að læra tungumálið.Arnór fagnar marki í búningi Norrköping en hann er kominn til Rússlands.vísir/gettyAnnar Íslendingur til Moskvu „Ég er búinn að aðlagast mjög vel og er orðinn smá Rússi eins og allir sem að búa þarna. Nýtt þjóðerni, nýtt tungumál. Það er bara gaman að þessu. Málið er erfitt að læra en mig langar að læra það og tala það við ykkur einn daginn. Ég er gríðarlega sáttur með þetta skref sem að ég tók og þetta hefur bara verið allt upp á við,“ segir Hörður Björgvin. Þegar að rignir, þá hellirignir. Eða svo gott sem. Aldrei hafði Íslendingur spilað fyrir CSKA Moskvu en á lokadegi félagaskiptagluggans fékk Hörður óvæntan liðsstyrk frá Íslandi þegar að táningurinn Arnór Sigurðsson var keyptur frá IFK Norrköping í Svíþjóð.Viking is coming home! pic.twitter.com/Xy5Yg2AxiH — PFC CSKA Moscow (@PFCCSKA_en) August 31, 2018 „Þetta er skrítin tilfinning því ég hef aldrei verið með Íslendingi í liði í atvinnumennskunni. Þetta er nýtt fyrir mér. Hann kom á lokamínútum gluggans. Þetta er efnilegur strákur sem að hefur staðið sig vel hjá Norrköping. Hann mun klárlega bæta okkar leik,“ segir Hörður sem er ekki nema 25 ára en er einn af eldri mönnum liðsins. „Meðalaldurinn í liðinu er 22-23 ára þannig að ég er talinn einn sá elsti og reyndasti ásamt Igor Akinfeev markverði. Þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir mig að tala betur við ungu leikmennina og gera þá betri,“ segir hann.Hörður Björgvin tók Víkingaklappið og bauð Aron velkominn.Mynd/Twitter/@pfc_cskaLíst vel á þrjá miðverði Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur gælt við það að spila með þriggja manna miðvarðalínu sem myndi líklega þýða að Hörður færist innan í vörninni. Það er fínt því Hörður er miðvörður og spilar í þriggja manna kerfi í Rússlandi. „Honum finnst gaman að spila með þriggja manna vörn og ég þekki það mjög vel. Ég væri sáttur með að íslenska landsliðið fari í þriggja manna. Ef að það kemur verður gaman að fá tækifæri til að spila það og hafa tvo sókndjarfa kantmenn og bakverði. Það gefur meira svigrúm fyrir okkur varnarmennina að fara framar,“ segir Hörður Björgvin. Hörður lenti í smá basli þegar að hann bauð Arnór Sigurðsson velkominn í kynningarmyndbandi CSKA Moskvu. Hann ruglaðist þá á nöfnum og bauð Aron velkominn. Það var síðan lagað með góðu döbbi. Stóra spurningin er því: Aron eða Arnór? „Verðum við ekki að segja bara Aron,“ segir Hörður Björgvin Magnússon og hlær dátt.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hefðin sem varð til á Laugardalsvellinum 1998 herjar enn á nýkrýnda heimsmeistara Heimsmeistarar hafa ekki unnið sinn fyrsta leik eftir HM undanfarin tuttugu ár og það breyttist ekki hjá Frökkum í gærkvöldi. 7. september 2018 10:00 Þarf að gera eins og Gulli frændi og stofna bakvarðaskóla til að fá alvöru samkeppni Birkir Már Sævarsson situr einn að bakvarðastöðunni hægra megin hjá íslenska landsliðinu. 7. september 2018 09:00 Svona var fundur Hamrén og Gylfa í St. Gallen Landsliðsþjálfarinn og miðjumaðurinn svöruðu spurningum blaðamanna fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni. 7. september 2018 09:45 Samfélagsrýninum Elmari finnst hann ekki vera umdeildur Theodór Elmar Bjarnason hefur vakið athygli fyrir að opinbera stundum óvinsælar skoðanir sína á Twitter. 7. september 2018 11:45 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Hefðin sem varð til á Laugardalsvellinum 1998 herjar enn á nýkrýnda heimsmeistara Heimsmeistarar hafa ekki unnið sinn fyrsta leik eftir HM undanfarin tuttugu ár og það breyttist ekki hjá Frökkum í gærkvöldi. 7. september 2018 10:00
Þarf að gera eins og Gulli frændi og stofna bakvarðaskóla til að fá alvöru samkeppni Birkir Már Sævarsson situr einn að bakvarðastöðunni hægra megin hjá íslenska landsliðinu. 7. september 2018 09:00
Svona var fundur Hamrén og Gylfa í St. Gallen Landsliðsþjálfarinn og miðjumaðurinn svöruðu spurningum blaðamanna fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni. 7. september 2018 09:45
Samfélagsrýninum Elmari finnst hann ekki vera umdeildur Theodór Elmar Bjarnason hefur vakið athygli fyrir að opinbera stundum óvinsælar skoðanir sína á Twitter. 7. september 2018 11:45