Albert: Ætla að sýna að Erik hefði getað valið mig frekar Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2018 14:30 Albert Guðmundsson ætlar að standa sig með AZ og U21 og komast aftur í A-landsliðið. vísir/vilhelm Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í fótbolta, færði sig um set á dögunum þegar að hann yfirgaf PSV Eindhoven og gekk í raðir AZ Alkmaar þar sem að hann vonast til að fá meiri spiltíma. Tækifærin voru fá hjá stórliði PSV en hann er strax farinn að fá fleiri mínútur sem varamaður hjá AZ en ætlar sér stærri hluti. „Ég tók þetta skref til AZ til að fá spiltíma og til að vera mikilvægari fyrir liðið. Ég er ekki enn þá kominn á þann stall og vinna mér inn þá stöðu sem mér finnst ég eiga skilið,“ segir Albert. „Ég bjóst ekkert við því að fara beint inn í byrjunarliðið. Þeir voru búnir að spila tvo leiki áður en ég kom og unnu þá báða. Það er er ákveðin klisja að breyta ekki sigurliði.“Albert var á HM en er nú kominn aftur í U21.vísir/vilhelm„Ég þarf bara að sýna á æfingum og á þeim mínútum sem ég fæ að sprikla í leikjum að ég eigi heima þarna í þessu byrjunarliði,“ segir Albert. Albert var nokkuð óvænt valinn í A-landsliðshópinn sem fór á HM 2018 í Rússlandi en þar sem að Erik Hamrén sá ekki fyrir að nota hann mikið í næstu leikjum A-liðsins fékk Eyjólfur Sverrisson frekar að nota hann með U21 árs liðinu sem mætir Eistlandi á morgun. „Ef að ég mætti ráða væri ég frekar í A-landsliðinu en þetta er bara ekki mitt val. Það eina sem að ég get gert til að hafa áhrif á næsta val Erics er að standa mig vel hérna og standa mig vel með AZ. Ég ætla að standa mig vel að sýna honum að hann hefði getað valið mig frekar,“ segir Albert. Framherjinn efnilegi gekk í raðir PSV frá KR árið 2015 en spilaði mest með varaliðinu. Hann telur sig ekki hafa dvalið of lengi í Eindhoven. „Mér fannst ég ekki vera of lengi. Alls ekki. Ég lærði fáránlega mikið á tímanum með PSV. Ég var með fáránlega góða leikmenn í kringum mig og frábært starfsfólk sem hafði allt spilað í bestu deildum Evrópu,“ segir Albert. „Ég bætti mig mikið sem fótboltamaður og persóna og sé ekki eftir einni sekúndu hjá PSV. Að vera hluti af liði sem varð hollenskur meistari var fáránlega góð reynsla og ég get tekið þetta með mér til AZ og nýtt þetta á næstu árum,“ segir Albert Guðmundsson. Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í fótbolta, færði sig um set á dögunum þegar að hann yfirgaf PSV Eindhoven og gekk í raðir AZ Alkmaar þar sem að hann vonast til að fá meiri spiltíma. Tækifærin voru fá hjá stórliði PSV en hann er strax farinn að fá fleiri mínútur sem varamaður hjá AZ en ætlar sér stærri hluti. „Ég tók þetta skref til AZ til að fá spiltíma og til að vera mikilvægari fyrir liðið. Ég er ekki enn þá kominn á þann stall og vinna mér inn þá stöðu sem mér finnst ég eiga skilið,“ segir Albert. „Ég bjóst ekkert við því að fara beint inn í byrjunarliðið. Þeir voru búnir að spila tvo leiki áður en ég kom og unnu þá báða. Það er er ákveðin klisja að breyta ekki sigurliði.“Albert var á HM en er nú kominn aftur í U21.vísir/vilhelm„Ég þarf bara að sýna á æfingum og á þeim mínútum sem ég fæ að sprikla í leikjum að ég eigi heima þarna í þessu byrjunarliði,“ segir Albert. Albert var nokkuð óvænt valinn í A-landsliðshópinn sem fór á HM 2018 í Rússlandi en þar sem að Erik Hamrén sá ekki fyrir að nota hann mikið í næstu leikjum A-liðsins fékk Eyjólfur Sverrisson frekar að nota hann með U21 árs liðinu sem mætir Eistlandi á morgun. „Ef að ég mætti ráða væri ég frekar í A-landsliðinu en þetta er bara ekki mitt val. Það eina sem að ég get gert til að hafa áhrif á næsta val Erics er að standa mig vel hérna og standa mig vel með AZ. Ég ætla að standa mig vel að sýna honum að hann hefði getað valið mig frekar,“ segir Albert. Framherjinn efnilegi gekk í raðir PSV frá KR árið 2015 en spilaði mest með varaliðinu. Hann telur sig ekki hafa dvalið of lengi í Eindhoven. „Mér fannst ég ekki vera of lengi. Alls ekki. Ég lærði fáránlega mikið á tímanum með PSV. Ég var með fáránlega góða leikmenn í kringum mig og frábært starfsfólk sem hafði allt spilað í bestu deildum Evrópu,“ segir Albert. „Ég bætti mig mikið sem fótboltamaður og persóna og sé ekki eftir einni sekúndu hjá PSV. Að vera hluti af liði sem varð hollenskur meistari var fáránlega góð reynsla og ég get tekið þetta með mér til AZ og nýtt þetta á næstu árum,“ segir Albert Guðmundsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira