Einkunnir Íslands: Glódís best í vonbrigðunum í Laugardalnum 4. september 2018 16:58 Glódís Perla mætir á æfingu með íslenska liðinu. vísir/vilhelm HM-draumur stelpnanna okkar er dáinn eftir 1-1 jafntefli á móti Tékklandi í Laugardalnum í dag. Stelpurnar þurftu sigur til að komast í umspilið eftir tap á móti Þýskalandi á laugardaginn en því miður tókst það ekki. Mikið svekkelsi hjá stelpunum sem fengu tækifæri til að vinna leikinn í uppbótartíma. Sara Björk Gunnarsdóttir klúðraði víti á ögurstundu og jafntefli niðurstaðan. Stelpurnar áttu alls ekki sinn besta dag eins og einkunnir dagsins endurspegla.Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 4 Var örugg í flestu sem að hún gerði en gaf mark með afskaplega klaufalegri vörslu ef vörslu skyldi kalla. Verður að taka það á sig.Ingibjörg Sigurðardóttir, hægri bakvörður 6 Varðist fimlega eins og alltaf og var öflug í sóknarleiknum í fyrri hálfleik þar sem að hún átti nokkrar góðar fyrirgjafir sem að skiluðu tveimur góðum færum.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Traust eins og alltaf í vörninni og skoraði markið sem að gaf okkur von.Elín Metta var felld í teignum en ekkert dæmt í fyrri hálfelik.vísri/vilhelmSif Atladóttir, miðvörður 6 Út um allt að verjast og þær tékknesku fengu svo sem ekki mörg færi. Innköstin inn á teig Tékkana flest nokkuð góð.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður 4 Ekki góður leikur hjá bakverðinum. Hitti varla samherja lengi vel í leiknum og spilaði allan sóknarher Tékka réttstæðan í sigurmarkinu.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 6 Hljóp og hljóp inn á miðjunni en vantaði að vinna fleiri bolta og návígi í loftinu. Var áræðin í fyrri hálfelik í sóknarleiknum en hvarf í þeim síðari með íslenska liðinu.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 5 Fyrirliðinn átti alls ekki nógu góðan leik þegar að mest á reyndi. Vann fáa bolta inn á miðjunni sem varð til þess að ekkert var um skyndisóknir af viti. Skilaði boltanum ekki vel frá sér og klúðraði víti á ögurstundu. Við þurftum meira frá okkar bestu konu í dag.Sigríður Lára var fín inn á miðjunni.vísir/vilhelmGunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Kraftur í Gunnhildi í fyrri hálfleik þar sem að hún átti skalla í innanverða stöngina. Var meira í baráttunni í þessum leik sem hentaði henni betur en á móti Þýskalandi.Selma Sól Magnúsdóttir, hægri kantmaður 5 Kópavogsmærin fékk annað tækifæri á hægri kantinum en var frekar týnd og var tekin út af fyrst allra í liðinu.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 6 Alltaf að reyna og reyna og taka spretti með boltann þegar að hún gat en lítið sem ekkert kom upp úr því. Því miður. Keyrði sig aftur í gang undir lokin.Elín Metta Jensen, framherji 6 Var ansi lífleg, sérstaklega í fyrri hálfleik og átti að fá pjúra vítaspyrnu en ekkert var dæmt. Fiskaði svo víti í seinni hálfleik þrátt fyrir að hún hefði mátt sjást meira í þeim síðari.Agla María Albertsdóttir - (Kom inn á fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 68. mínútu) 5 Hafði lítið upp á að bjóða eftir að hún kom inn á.Berglind Björg Þorvaldsdóttir - (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 74. mínútu) - 4 Snerti varla boltann og klúðraði færi í uppbótartíma. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-1 | Stelpurnar sjálfum sér verstar og HM-draumurinn dáinn Stelpurnar okkar munu ekki fara á HM og ekki einu sinni í umspil um laust sæti á HM eftir vonbrigðajafntefli gegn Tékkum í Dalnum í kvöld. Stelpurnar geta sjálfum sér um kennt því þær fengu færin en nýttu þau ekki. 4. september 2018 17:00 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira
HM-draumur stelpnanna okkar er dáinn eftir 1-1 jafntefli á móti Tékklandi í Laugardalnum í dag. Stelpurnar þurftu sigur til að komast í umspilið eftir tap á móti Þýskalandi á laugardaginn en því miður tókst það ekki. Mikið svekkelsi hjá stelpunum sem fengu tækifæri til að vinna leikinn í uppbótartíma. Sara Björk Gunnarsdóttir klúðraði víti á ögurstundu og jafntefli niðurstaðan. Stelpurnar áttu alls ekki sinn besta dag eins og einkunnir dagsins endurspegla.Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 4 Var örugg í flestu sem að hún gerði en gaf mark með afskaplega klaufalegri vörslu ef vörslu skyldi kalla. Verður að taka það á sig.Ingibjörg Sigurðardóttir, hægri bakvörður 6 Varðist fimlega eins og alltaf og var öflug í sóknarleiknum í fyrri hálfleik þar sem að hún átti nokkrar góðar fyrirgjafir sem að skiluðu tveimur góðum færum.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Traust eins og alltaf í vörninni og skoraði markið sem að gaf okkur von.Elín Metta var felld í teignum en ekkert dæmt í fyrri hálfelik.vísri/vilhelmSif Atladóttir, miðvörður 6 Út um allt að verjast og þær tékknesku fengu svo sem ekki mörg færi. Innköstin inn á teig Tékkana flest nokkuð góð.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður 4 Ekki góður leikur hjá bakverðinum. Hitti varla samherja lengi vel í leiknum og spilaði allan sóknarher Tékka réttstæðan í sigurmarkinu.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 6 Hljóp og hljóp inn á miðjunni en vantaði að vinna fleiri bolta og návígi í loftinu. Var áræðin í fyrri hálfelik í sóknarleiknum en hvarf í þeim síðari með íslenska liðinu.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 5 Fyrirliðinn átti alls ekki nógu góðan leik þegar að mest á reyndi. Vann fáa bolta inn á miðjunni sem varð til þess að ekkert var um skyndisóknir af viti. Skilaði boltanum ekki vel frá sér og klúðraði víti á ögurstundu. Við þurftum meira frá okkar bestu konu í dag.Sigríður Lára var fín inn á miðjunni.vísir/vilhelmGunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Kraftur í Gunnhildi í fyrri hálfleik þar sem að hún átti skalla í innanverða stöngina. Var meira í baráttunni í þessum leik sem hentaði henni betur en á móti Þýskalandi.Selma Sól Magnúsdóttir, hægri kantmaður 5 Kópavogsmærin fékk annað tækifæri á hægri kantinum en var frekar týnd og var tekin út af fyrst allra í liðinu.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 6 Alltaf að reyna og reyna og taka spretti með boltann þegar að hún gat en lítið sem ekkert kom upp úr því. Því miður. Keyrði sig aftur í gang undir lokin.Elín Metta Jensen, framherji 6 Var ansi lífleg, sérstaklega í fyrri hálfleik og átti að fá pjúra vítaspyrnu en ekkert var dæmt. Fiskaði svo víti í seinni hálfleik þrátt fyrir að hún hefði mátt sjást meira í þeim síðari.Agla María Albertsdóttir - (Kom inn á fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 68. mínútu) 5 Hafði lítið upp á að bjóða eftir að hún kom inn á.Berglind Björg Þorvaldsdóttir - (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 74. mínútu) - 4 Snerti varla boltann og klúðraði færi í uppbótartíma.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-1 | Stelpurnar sjálfum sér verstar og HM-draumurinn dáinn Stelpurnar okkar munu ekki fara á HM og ekki einu sinni í umspil um laust sæti á HM eftir vonbrigðajafntefli gegn Tékkum í Dalnum í kvöld. Stelpurnar geta sjálfum sér um kennt því þær fengu færin en nýttu þau ekki. 4. september 2018 17:00 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-1 | Stelpurnar sjálfum sér verstar og HM-draumurinn dáinn Stelpurnar okkar munu ekki fara á HM og ekki einu sinni í umspil um laust sæti á HM eftir vonbrigðajafntefli gegn Tékkum í Dalnum í kvöld. Stelpurnar geta sjálfum sér um kennt því þær fengu færin en nýttu þau ekki. 4. september 2018 17:00