„Verðum að mæta hörkunni og vera hugrakkar með boltann“ Hjörvar Ólafsson skrifar 4. september 2018 11:30 Elín Metta Jensen á ferðinni á móti Slóveníu. Fréttablaðið/Anton Það kemur í ljós síðdegis í dag hvort Ísland kemst beint í lokakeppni HM 2019 eða í umspil um sæti í lokakeppninni. Það er fjarlægur möguleiki að íslenska liðið nái að skjótast upp fyrir Þýskaland og sleppa við umspilið, en til þess þurfa frændur okkar frá Færeyjum að gera kraftaverk og ná í sín fyrstu stig í undankeppninni og leggja gríðarlega sterkt lið Þjóðverja að velli í lokaumferðinni. Öllu raunhæfara er að gera sér vonir um sæti í umspili um laust sæti í lokakeppninni, en jafntefli gæti hæglega komið íslenska liðinu þangað og sigur mun að öllum líkindum halda draumnum um að taka þátt í HM í fyrsta skipti í sögunni á lífi. Þau fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti í riðlunum sjö tryggja sér sæti í umspilinu. Stöðuna hjá þeim liðum sem sitja í öðru sæti fyrir lokaumferðina má sjá í töflunni hér til hliðar. Ísland og Tékkland skildu jöfn þegar liðin mættust ytra í fyrri umferðinni, en sá leikur var einkar harður og tékknesku leikmennirnir létu þá íslensku finna hressilega til tevatnsins. Fari Tékkland með sigur af hólmi í leiknum í dag er HM-draumurinn úr sögunni hjá íslenska liðinu. „Mér fannst útileikurinn einkennast af því að við lögðum gríðarlega orku í leikinn gegn Þýskalandi sem var skömmu fyrir þann leik og við vorum mjög þreyttar. Það sást vel á spilamennsku okkar að við gátum ekki sýnt okkar bestu hliðar sökum þreytu. Það má svo ekki gleyma því að þetta er hörkulið og við þurfum að eiga toppleik til þess að vinna,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska liðsins. Hún segir að það mæti annað lið til leiks í dag heldur en síðast þegar liðin mættust. „Mér finnst allt annað uppi á teningnum hjá okkur núna en síðasta haust. Við erum orðnar betri í að stýra álaginu í leikjum hjá okkur og við stjórnuðum tempóinu betur í leiknum á laugardaginn. Þess vegna erum við mun ferskari núna en daginn fyrir leikinn í Tékklandi,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska liðsins. „Leikurinn gegn þeim úti var harður og bara á köflum grófur. Þær eru líkamlega sterkar og létu vel finna fyrir sér. Við þurfum að vera undir það búin og mæta þeim í þeirri hörku, en um leið að vera hugrakkar í að spila okkur úr þeirri pressu sem þær munu setja á okkur. Það eru klárlega möguleikar til þess að spila sig út úr návígjunum og það er sú leið sem við viljum fara,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, um komandi verkefni. „Mér finnst liðinu hafa tekist vel að setja vonbrigðin frá laugardeginum til hliðar og við náðum að núllstilla okkur hratt og vel. Öll tölfræði segir að liðið sé í betra líkamlegu formi núna en fyrir leikinn gegn þeim úti síðasta haust og vonandi skilar það sér í betri spilamennsku,“ sagði Freyr vongóður. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Það kemur í ljós síðdegis í dag hvort Ísland kemst beint í lokakeppni HM 2019 eða í umspil um sæti í lokakeppninni. Það er fjarlægur möguleiki að íslenska liðið nái að skjótast upp fyrir Þýskaland og sleppa við umspilið, en til þess þurfa frændur okkar frá Færeyjum að gera kraftaverk og ná í sín fyrstu stig í undankeppninni og leggja gríðarlega sterkt lið Þjóðverja að velli í lokaumferðinni. Öllu raunhæfara er að gera sér vonir um sæti í umspili um laust sæti í lokakeppninni, en jafntefli gæti hæglega komið íslenska liðinu þangað og sigur mun að öllum líkindum halda draumnum um að taka þátt í HM í fyrsta skipti í sögunni á lífi. Þau fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti í riðlunum sjö tryggja sér sæti í umspilinu. Stöðuna hjá þeim liðum sem sitja í öðru sæti fyrir lokaumferðina má sjá í töflunni hér til hliðar. Ísland og Tékkland skildu jöfn þegar liðin mættust ytra í fyrri umferðinni, en sá leikur var einkar harður og tékknesku leikmennirnir létu þá íslensku finna hressilega til tevatnsins. Fari Tékkland með sigur af hólmi í leiknum í dag er HM-draumurinn úr sögunni hjá íslenska liðinu. „Mér fannst útileikurinn einkennast af því að við lögðum gríðarlega orku í leikinn gegn Þýskalandi sem var skömmu fyrir þann leik og við vorum mjög þreyttar. Það sást vel á spilamennsku okkar að við gátum ekki sýnt okkar bestu hliðar sökum þreytu. Það má svo ekki gleyma því að þetta er hörkulið og við þurfum að eiga toppleik til þess að vinna,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska liðsins. Hún segir að það mæti annað lið til leiks í dag heldur en síðast þegar liðin mættust. „Mér finnst allt annað uppi á teningnum hjá okkur núna en síðasta haust. Við erum orðnar betri í að stýra álaginu í leikjum hjá okkur og við stjórnuðum tempóinu betur í leiknum á laugardaginn. Þess vegna erum við mun ferskari núna en daginn fyrir leikinn í Tékklandi,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska liðsins. „Leikurinn gegn þeim úti var harður og bara á köflum grófur. Þær eru líkamlega sterkar og létu vel finna fyrir sér. Við þurfum að vera undir það búin og mæta þeim í þeirri hörku, en um leið að vera hugrakkar í að spila okkur úr þeirri pressu sem þær munu setja á okkur. Það eru klárlega möguleikar til þess að spila sig út úr návígjunum og það er sú leið sem við viljum fara,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, um komandi verkefni. „Mér finnst liðinu hafa tekist vel að setja vonbrigðin frá laugardeginum til hliðar og við náðum að núllstilla okkur hratt og vel. Öll tölfræði segir að liðið sé í betra líkamlegu formi núna en fyrir leikinn gegn þeim úti síðasta haust og vonandi skilar það sér í betri spilamennsku,“ sagði Freyr vongóður.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira