Þóttist vera Tiger Woods á PGA golfmóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2018 08:30 Tiger Woods brosandi í gær. Vísir/Getty Tiger Woods er ennþá einn allra vinsælsti kylfingur heims og það eru margir sem myndu gefa mikið fyrir að hitta hann. Áhorfendur á PGA-golfmótinu Dell Tech Championship mótinu í gær héldu margir að þeir hefðu dottið í lukkupottinn þegar Tiger virtist ganga á milli áhorfenda, heilsa þeim og faðma. Annað kom þó á daginn þegar betur var að gáð eins og sést hér fyrir neðan.Will the real @TigerWoods please stand up.#LiveUnderParpic.twitter.com/xElZ2WelUK — PGA TOUR (@PGATOUR) September 3, 2018Þetta var ekki Tiger Woods heldur maður sem þóttist vera hann og gerði í því að klæða sig í Tiger gervi. Viðkomandi húmoristi plataði örugglega marga með þessu uppátæki sínu. Hann passaði líka að klæðast rauðu eins og Tiger gerir alltaf á lokadeginum á golfmótið. Það var líka ljóst að þessi grínisti hafði mjög gaman af þessu sjálfur enda móttökurnar frábærar.pic.twitter.com/0kUmECvBGI — PGA TOUR (@PGATOUR) September 3, 2018Kannski ekki alvöru aðdáendur Tigers því þeir sem þekkja Tiger Woods vita vel að fátt truflar einbeitingu hans á golfmóti og þá er þessu mikli sigurvegari ekki að eyða auka orku í annað en að spila golf. Hér fyrir neðan má sjá alvöru Tiger Woods á sama golfvelli á þessu PGA-móti í Norton í Massachusetts fylki.Birdie at 11 for @TigerWoods. He's three shots back.#LiveUnderParpic.twitter.com/IJkxRhCKVh — PGA TOUR (@PGATOUR) September 3, 2018.@TigerWoods is making his presence felt.#QuickHitspic.twitter.com/RlKLn2CFbD — PGA TOUR (@PGATOUR) September 3, 2018 Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods er ennþá einn allra vinsælsti kylfingur heims og það eru margir sem myndu gefa mikið fyrir að hitta hann. Áhorfendur á PGA-golfmótinu Dell Tech Championship mótinu í gær héldu margir að þeir hefðu dottið í lukkupottinn þegar Tiger virtist ganga á milli áhorfenda, heilsa þeim og faðma. Annað kom þó á daginn þegar betur var að gáð eins og sést hér fyrir neðan.Will the real @TigerWoods please stand up.#LiveUnderParpic.twitter.com/xElZ2WelUK — PGA TOUR (@PGATOUR) September 3, 2018Þetta var ekki Tiger Woods heldur maður sem þóttist vera hann og gerði í því að klæða sig í Tiger gervi. Viðkomandi húmoristi plataði örugglega marga með þessu uppátæki sínu. Hann passaði líka að klæðast rauðu eins og Tiger gerir alltaf á lokadeginum á golfmótið. Það var líka ljóst að þessi grínisti hafði mjög gaman af þessu sjálfur enda móttökurnar frábærar.pic.twitter.com/0kUmECvBGI — PGA TOUR (@PGATOUR) September 3, 2018Kannski ekki alvöru aðdáendur Tigers því þeir sem þekkja Tiger Woods vita vel að fátt truflar einbeitingu hans á golfmóti og þá er þessu mikli sigurvegari ekki að eyða auka orku í annað en að spila golf. Hér fyrir neðan má sjá alvöru Tiger Woods á sama golfvelli á þessu PGA-móti í Norton í Massachusetts fylki.Birdie at 11 for @TigerWoods. He's three shots back.#LiveUnderParpic.twitter.com/IJkxRhCKVh — PGA TOUR (@PGATOUR) September 3, 2018.@TigerWoods is making his presence felt.#QuickHitspic.twitter.com/RlKLn2CFbD — PGA TOUR (@PGATOUR) September 3, 2018
Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira