Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Hjörvar Ólafsson skrifar 1. september 2018 07:45 Leikmenn íslenska liðsins eiga einkar mikilvægan leik fyrir höndum þegar liðið etur kappi við Þýskaland á Laugardalsvellinum í dag. Fréttablaðið/Ernir Katrín Jónsdóttir, leikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er borubrött fyrir leik Íslands gegn Þýskalandi í dag. Katrín sem er búsett í Svíþjóð verður límd við skjáinn þegar leikurinn fer fram, en hún hefur fulla trú á íslenskum sigri. Hún segir þróunina hvað varðar gæði og umgjörð hafa tekið stakkaskiptum frá því að hún hóf sinn landsliðsferil. „Ég er búin að vera mjög spennt alla vikuna og það kemst fátt annað að en þessi leikur í mínum huga þessa stundina. Það verður mjög gaman að fylgjast með þessu og við fjölskyldan og vinir munum fylgjast með leiknum hér úti. Ég horfði á fyrri leikinn ein og var að farast úr stressi undir lok leiksins. Ég hoppaði og skoppaði um íbúðina og gólaði á tölvuskjáinn af spennu," sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið. „Það hefur verið gaman að fylgjast með umfjöllun um leikinn og það er frábært að heyra af því að það verði uppselt. Ég öfunda stelpurnar ekkert smá að fá að spila fyrir framan fullan völl og ég væri alveg til í að spila þennan leik, þó ekki í því formi sem ég er í núna, heldur eins og þegar ég var á hátindi ferils míns. KSÍ og fjölmiðlar eiga hrós skilið fyrir að hafa lyft umgjörðinni og umfjölluninni upp á það plan sem stelpurnar eiga skilið," sagði hún enn fremur. „Ég hugsa að leikurinn muni þróast á svipaðan hátt og hann gerði úti í Þýskalandi. Íslenska liðið muni leika agaðan og þéttan varnarleik og vera þolinmóðar. Þær eru svo baneitraðar í skyndisóknum sínum sem eru alla jafna vel útfærðar. Þær skoruðu til að mynda úr tveimur slíkum í leiknum ytra og það verður öflugt vopn í þessum leik,” sagði fyrrverandi fyrirliði íslenska liðsins. „Stelpurnar í liðinu hafa bætt sig umtalsvert frá því þegar ég var í liðinu og það hefðu bara verið draumórar að velta því fyrir sér að leggja Þýskaland að velli á sínum tíma. Við náðum einu sinni að standa í þeim í úrslitakeppni EM, en framan af mínum ferli fengum við stóra skelli á móti þeim. Nú eigum við bara raunhæfa möguleika á að fara með sigur af hólmi. Við unnum þær á útivelli og hvers vegna ættum við ekki að geta endurtekið leikinn. Ég hef allavega fulla trú á íslenska liðinu," sagði þessi fyrrverandi varnarjaxl um leikinn. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Vonast að sjálfsögðu eftir því að spila Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega spennt fyrir verkefnum landsliðsins á næstu dögum. 31. ágúst 2018 12:30 Draumurinn rættist: Uppselt á leik Íslands og Þýskalands Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik. 29. ágúst 2018 14:04 Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Katrín Jónsdóttir, leikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er borubrött fyrir leik Íslands gegn Þýskalandi í dag. Katrín sem er búsett í Svíþjóð verður límd við skjáinn þegar leikurinn fer fram, en hún hefur fulla trú á íslenskum sigri. Hún segir þróunina hvað varðar gæði og umgjörð hafa tekið stakkaskiptum frá því að hún hóf sinn landsliðsferil. „Ég er búin að vera mjög spennt alla vikuna og það kemst fátt annað að en þessi leikur í mínum huga þessa stundina. Það verður mjög gaman að fylgjast með þessu og við fjölskyldan og vinir munum fylgjast með leiknum hér úti. Ég horfði á fyrri leikinn ein og var að farast úr stressi undir lok leiksins. Ég hoppaði og skoppaði um íbúðina og gólaði á tölvuskjáinn af spennu," sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið. „Það hefur verið gaman að fylgjast með umfjöllun um leikinn og það er frábært að heyra af því að það verði uppselt. Ég öfunda stelpurnar ekkert smá að fá að spila fyrir framan fullan völl og ég væri alveg til í að spila þennan leik, þó ekki í því formi sem ég er í núna, heldur eins og þegar ég var á hátindi ferils míns. KSÍ og fjölmiðlar eiga hrós skilið fyrir að hafa lyft umgjörðinni og umfjölluninni upp á það plan sem stelpurnar eiga skilið," sagði hún enn fremur. „Ég hugsa að leikurinn muni þróast á svipaðan hátt og hann gerði úti í Þýskalandi. Íslenska liðið muni leika agaðan og þéttan varnarleik og vera þolinmóðar. Þær eru svo baneitraðar í skyndisóknum sínum sem eru alla jafna vel útfærðar. Þær skoruðu til að mynda úr tveimur slíkum í leiknum ytra og það verður öflugt vopn í þessum leik,” sagði fyrrverandi fyrirliði íslenska liðsins. „Stelpurnar í liðinu hafa bætt sig umtalsvert frá því þegar ég var í liðinu og það hefðu bara verið draumórar að velta því fyrir sér að leggja Þýskaland að velli á sínum tíma. Við náðum einu sinni að standa í þeim í úrslitakeppni EM, en framan af mínum ferli fengum við stóra skelli á móti þeim. Nú eigum við bara raunhæfa möguleika á að fara með sigur af hólmi. Við unnum þær á útivelli og hvers vegna ættum við ekki að geta endurtekið leikinn. Ég hef allavega fulla trú á íslenska liðinu," sagði þessi fyrrverandi varnarjaxl um leikinn.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Vonast að sjálfsögðu eftir því að spila Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega spennt fyrir verkefnum landsliðsins á næstu dögum. 31. ágúst 2018 12:30 Draumurinn rættist: Uppselt á leik Íslands og Þýskalands Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik. 29. ágúst 2018 14:04 Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30
Vonast að sjálfsögðu eftir því að spila Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega spennt fyrir verkefnum landsliðsins á næstu dögum. 31. ágúst 2018 12:30
Draumurinn rættist: Uppselt á leik Íslands og Þýskalands Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik. 29. ágúst 2018 14:04
Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00