Misjafnt gengi síðustu tveggja bikarmeistara í fyrsta leik eftir bikarfögnuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2018 16:00 Þórarinn Ingi Valdimarsson með bikarinn og í miðri mjólkursturtu. Vísir/Daníel Bikarmeistarar Stjörnunnar spila í kvöld mikilvægan leik í toppbaráttu Pepsideildar karla í fótbolta en þetta er líka fyrsti leikur Garðabæjarliðsins eftir að liðið tryggði sér sigur í Mjólkurbikarnum. Stjörnumenn taka á móti KA á Samsung vellinum í Garðabæ en leikurinn hefst klukkan 18.00 og er í beinni Stöð 2 Sport 4. Stjarnan getur minnkað forystu Vals á toppnum í eitt stig með sigri en misstígi Garðbæingar sig og tapi leiknum þá geta Valsmenn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í næstu umferð. Stjarnna vann 2-1 sigur á KA í fyrri leiknum á Akureyri en á dögunum hjálpuðu KA-menn Stjörnumönnum í toppbaráttunni með því að taka stig af Valsmönnum fyrir norðan. Stjörnumenn þurfa nú að koma sér niður á jörðina eftir fyrsta bikarmeistaratitil félagsins. Það er óhætt að segja að það hafi verið ýmist í ökkla eða eyra hjá síðustu tveimur bikarmeisturum í fyrsta leik sínum eftir bikarfögnuðinn. Eyjamenn unnu bikarinn í fyrra en töpuðu síðan á heimavelli á móti Víkingi úr Ólafsvík í næsta leik. Þetta var síðasti sigur Víkinga á tímabilinu en þeir fengu aðeins 3 stig í síðustu sjö leikjum sínum og féllu úr deildinni. Árið áður fóru nýkrýndir bikarmeistarar Vals aftur á móti á kostum í 7-0 heimasigri á Víkingum úr Reykjavík. Kristinn Freyr Sigurðsson, Kristinn Ingi Halldórsson og Sigurður Egill Lárusson skoruðu allir tvö mörk í leiknum. Sigurður Egill hafði skorað bæði mörkin í bikaúrslitaleiknum. Frá því að bikarúrslitaleikurinn var færður aftur inn á tímabilið sumarið 2010 hafa nýkrýndir bikarmeistarar fagnað sigri í 4 af 8 leikjum sínum eftir bikarfögnuðinn. Það má sjá alla þessa leiki hér fyrir neðan.Fyrsti leikur bikarmeistara eftir bikarúrslitaleik 2010-2017:2017 ÍBV vann 1-0 sigur á FH í bikarúrslitaleik 12. ágúst Fyrsti leikur: 1-0 tap á heimavelli á móti Víkingi Ó. 16. ágúst [TAP]2016 Valur vann 2-0 sigur á ÍBV í bikaúrslitaleik 13. ágúst Fyrsti leikur: 7-0 sigur á heimavelli á Víkingi R. 18. ágúst [SIGUR]2015 Valur vann 2-0 sigur á KR í bikarúrslitaleik 15. ágúst Fyrsti leikur: 1-1 jafntefli á útivelli á móti Fjölni 20. ágúst [JAFNTEFLI]2014 KR vann 2-1 sigur á Keflavík í bikarúrslitaleik 16. ágúst Fyrsti leikur: 1-0 sigur á heimavelli á móti Fjölni 20. ágúst [SIGUR]2013 Fram vann Stjörnuna í vítakeppni í bikarúrslitaleik 17. ágúst Fyrsti leikur: 3-2 tap á útivelli á móti Stjörnunni 22. ágúst [TAP]2012 KR vann 2-1 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik 18. ágúst Fyrsti leikur: 3-1 sigur á útivelli á FH 23. ágúst [SIGUR]2011 KR vann 2-0 sigur á Þór í bikarúrslitaleik 13. ágúst Fyrsti leikur: 2-1 sigur á Þór á útivelli 18. ágúst [SIGUR]2010 FH vann 4-0 sigur á KR í bikaúrslitaleik 14. ágúst Fyrsti leikur: 3-1 tap á útivelli á móti Grindavík 19. ágúst [TAP] Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Bikarmeistarar Stjörnunnar spila í kvöld mikilvægan leik í toppbaráttu Pepsideildar karla í fótbolta en þetta er líka fyrsti leikur Garðabæjarliðsins eftir að liðið tryggði sér sigur í Mjólkurbikarnum. Stjörnumenn taka á móti KA á Samsung vellinum í Garðabæ en leikurinn hefst klukkan 18.00 og er í beinni Stöð 2 Sport 4. Stjarnan getur minnkað forystu Vals á toppnum í eitt stig með sigri en misstígi Garðbæingar sig og tapi leiknum þá geta Valsmenn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í næstu umferð. Stjarnna vann 2-1 sigur á KA í fyrri leiknum á Akureyri en á dögunum hjálpuðu KA-menn Stjörnumönnum í toppbaráttunni með því að taka stig af Valsmönnum fyrir norðan. Stjörnumenn þurfa nú að koma sér niður á jörðina eftir fyrsta bikarmeistaratitil félagsins. Það er óhætt að segja að það hafi verið ýmist í ökkla eða eyra hjá síðustu tveimur bikarmeisturum í fyrsta leik sínum eftir bikarfögnuðinn. Eyjamenn unnu bikarinn í fyrra en töpuðu síðan á heimavelli á móti Víkingi úr Ólafsvík í næsta leik. Þetta var síðasti sigur Víkinga á tímabilinu en þeir fengu aðeins 3 stig í síðustu sjö leikjum sínum og féllu úr deildinni. Árið áður fóru nýkrýndir bikarmeistarar Vals aftur á móti á kostum í 7-0 heimasigri á Víkingum úr Reykjavík. Kristinn Freyr Sigurðsson, Kristinn Ingi Halldórsson og Sigurður Egill Lárusson skoruðu allir tvö mörk í leiknum. Sigurður Egill hafði skorað bæði mörkin í bikaúrslitaleiknum. Frá því að bikarúrslitaleikurinn var færður aftur inn á tímabilið sumarið 2010 hafa nýkrýndir bikarmeistarar fagnað sigri í 4 af 8 leikjum sínum eftir bikarfögnuðinn. Það má sjá alla þessa leiki hér fyrir neðan.Fyrsti leikur bikarmeistara eftir bikarúrslitaleik 2010-2017:2017 ÍBV vann 1-0 sigur á FH í bikarúrslitaleik 12. ágúst Fyrsti leikur: 1-0 tap á heimavelli á móti Víkingi Ó. 16. ágúst [TAP]2016 Valur vann 2-0 sigur á ÍBV í bikaúrslitaleik 13. ágúst Fyrsti leikur: 7-0 sigur á heimavelli á Víkingi R. 18. ágúst [SIGUR]2015 Valur vann 2-0 sigur á KR í bikarúrslitaleik 15. ágúst Fyrsti leikur: 1-1 jafntefli á útivelli á móti Fjölni 20. ágúst [JAFNTEFLI]2014 KR vann 2-1 sigur á Keflavík í bikarúrslitaleik 16. ágúst Fyrsti leikur: 1-0 sigur á heimavelli á móti Fjölni 20. ágúst [SIGUR]2013 Fram vann Stjörnuna í vítakeppni í bikarúrslitaleik 17. ágúst Fyrsti leikur: 3-2 tap á útivelli á móti Stjörnunni 22. ágúst [TAP]2012 KR vann 2-1 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik 18. ágúst Fyrsti leikur: 3-1 sigur á útivelli á FH 23. ágúst [SIGUR]2011 KR vann 2-0 sigur á Þór í bikarúrslitaleik 13. ágúst Fyrsti leikur: 2-1 sigur á Þór á útivelli 18. ágúst [SIGUR]2010 FH vann 4-0 sigur á KR í bikaúrslitaleik 14. ágúst Fyrsti leikur: 3-1 tap á útivelli á móti Grindavík 19. ágúst [TAP]
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira