Hvað er seigla? Ástþór Ólafsson skrifar 19. september 2018 12:16 Seigla er títt orð í íþróttaleikjum eða fleygt út til að leggja áherslu á uppgang hjá einstaklingi í lífinu. Það skýrir seiglu eingöngu í smámynd miðað við hvað orðið hefur verið að ná miklum árangri víðs vegar í heiminum sem fræðiorð eða sem hugtak í þeim tilgangi til að skilja þroskaferli einstaklingsins frá mögum hliðum samfélagsins. Seigla eða resilience eins og það heitir á erlendri tungu hefur verið að skjóta rótum sínum upp í vísindaheiminum síðastliðnu þrjátíu árin með árangursríkum hætti. Hugtakið snýr að ferli einstaklings sem hefur upplifað erfiðleika og mótlæti en þrátt fyrir tekst honum að yfirstíga hindranir í sínu umhverfi og dregur þar af leiðandi úr líkindunum fyrir áhættunni. Hugtakið upphaflega átti sér stað við skoðun á foreldrum með geðraskanir og með slembifundi uppgötvuðu rannsakendur að börn þessara foreldra voru ekki undir áhrifum af geðröskunum þeirra eða endurspegluðu geðrænu eiginleika þeirra, hvort sem horft var á líffræðilega eða umhverfislega þáttinn. Með þessu töldu rannsakendur að þessi börn byggju yfir persónulegum styrkleikum eins og sterku sjálfsmati, trú á eigin færni, sjálfstrausti og öðrum tilheyrandi eiginleikum og voru einhverskonar „super kids“. En með áframhaldandi rannsóknum kom annað í ljós þegar rannsakendur skoðuðu fyrirbærið yfir 30 ára tímabil út frá skertu efnahagslegu umhverfi þar sem forspáargildið fyrir góðum frama í samfélaginu var takmarkað. Niðurstöður sýndu þrátt fyrir að einstaklingar sem komu frá umhverfi þar sem skortur á tækifærum og úrræðum var áberandi en náðu þrátt fyrir að komast yfir mótlætið. Gott hlutfall af einstaklingum náðu að mennta sig, koma sér fyrir á vinnumarkaði, stofna hjónaband og standa sína plikt í samfélaginu. Niðurstöður sýndu að mikið af þessum einstaklingum höfðu sterka persónulega eiginleika með viðbót af annað hvort sterkum fjölskyldutengslum, vinum, skólasamfélagi og öðrum þáttum sem gátu haft áhrif á þroska þeirra. Þarna var „super kids“ hugmyndin afsönnuð og kom betur í ljós að hver einstaklingur hefur bæði innri verndandi þætti eða persónulega eiginleika og ytri verndandi þætti eða eiginleika úr umhverfinu. Þeir töldu að ytri verndandi þættir eins og fjölskylda, vinir, skólasamfélagið, íþróttir og aðrir þættir gætu ýt undir innri verndandi þætti eins og sjálfsmat, trú á eigin færni, sjálfstraust, félagshæfni ásamt öðrum eiginleikum sem myndi hjálpa einstaklingum við að komast yfir mótlætið sem stóð andspænis þeim. Með þessu var annað sjónarhorn komið fram á yfirborðið og samkvæmt þessum rannsóknum fóru sálfræðingar, félagsráðgjafar, geðlæknar og aðrir fagaðilar að að leita meira í að efla eiginleika einstaklingsins með að horfa á umhverfisþætti eins og fjölskyldu, vini, skólasamfélagið, íþróttir og aðra áhrifaríka þætti. Margar rannsóknir voru gerðar sem eftir fylgni sem vörpuðu enn sterkari ljósi á ef fræðimenn eða aðrir fagaðilar myndu einblína á að styrkja einstaklinginn í samspili við hans umhverfi gætum við farið að horfa á aðra leið til að stuðla að þroska einstaklingsins og hans umhverfi. Þessi þróun og staðfestun hefur mætt gagnrýnisröddum að seigla sé flókið hugtak og engin ein sérstök skilgreining hefur ennþá komið fram, sem er satt en vegna þess að seigla spannar vídd einstaklingsins í erfiðum og krefjandi kringumstæðum er erfitt að leggja eina skilgreiningu á hugtakið eins og gefur að skilja. Burt séð frá því, þá eru gagnreyndar rannsóknir sem sýna að seigla sé þýðingarverður þáttur þegar kemur að þroskaferli einstaklingsins og hvernig hún mótast í samspili við umhverfið. En til að seigla geti verið rannsökuð þurfa tveir þættir að eiga sér stað; a) að einstaklingur hefur upplifað erfiðleika eða mótlæti sem geti skert hans þroska, b) að einstaklingurinn nái að yfirstíga mótlætið. Þarna einskorðast seigla við einstaklinga sem koma frá umhverfi sem stýrist út frá skertum úrræðum og tækifærum eins og þekkist í fátæktar umhverfi víðs vegar um veröldina. Þarna var hugtak komið í umferð sem gat nýst sem forvörn, fyrirbygging og skilgreint þroskaferli einstaklings frá jákvæðum hliðum og vegið á móti hinu neikvæða sem virtist vera allsráðandi. Forspáargildi fyrir einstaklinga sem koma frá slíkum kringumstæðum og seigla er skoðuð í er slakur námsárangur, léleg lífsgæði, félagsleg vandamál, afbrot, greiningar svo eitthvað sé talið. Að það sé hægt að snúa þessum aðstæðum við hjá einstaklingi er engu öðru líkt en kraftaverki, allavega kemur birtingarmyndin sér þannig fyrir. Það er hægt að byggja einstaklinginn upp með öðruvísi hætti og nálgast hann frá hans forsendum og einblína á hans styrkleika. Að horfa á einstakling sem hefur gengið í gegnum áföll, erfiðleika og mótlæti sem veikburða einstakling er ranglát viðhorf og ætti að vera andstæðan. Það er vitneskja fyrir því að þessir einstaklingar búi yfir styrkleikum sem þarf að finna með því að tengja þá við úrræðin og þau tækifæri sem eru hvarvetna í þeirra umhverfi. Með þessari nálgun getum við farið að sjá fleiri einstaklinga sem samfélagsþegna með sterkan tilgang í lífinu. Þeirra forspá fyrir menntun mun breytast og sömuleiðis þeirra staða á vinnumarkaðinum. Til að koma þessu í kring þurfum við að taka skrefið áfram í átt að breytingum og lágmarka orkuna sem fer í að einblína á hið neikvæða í fari fólks sem verður til þess að einstaklingurinn nær ekki að dafna og þroskast samkvæmt hans eðlis lagi. Seigla er til og við verðum að fara viðurkenna hennar tilvist samhliða núverandi meðferðaaðferðum til að aðstoða einstaklingana við að komast aftur út í samfélagið og verða sterkari útgáfa af sjálfum sér. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem koma úr mikilli fátækt þar sem tækifæri og úrræði eru nánast engin en ná samt að taka þátt í samfélaginu á sterkan og kröftugan máta af því að seigla er höfð í forgrunni. Til að koma þessum heim og saman, þá búum við Íslendingar í hagstæðu velferðarríki og ættum að geta nýtt okkur þessa hugmyndafræði þar sem úrræðin og tækifærin eru ekki af skornum skammti, flest öll aðgengileg og fáanleg með einum eða öðrum hætti. Lönd eins og Kanada, Bretland, Finnland, Ástralía og Bandaríkin hafa innleitt þessa stefnu að einhverju leyti inn í heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið, menntakerfið og sýnt góðan árangur og náð að styrkja stoðir einstaklingsins og hans þroskaferli sem um munar. Núna á Íslandi stöndum við frammi fyrir því að erfiðleikar og krefjandi aðstæður eru að aukast vegna þess að heimurinn er að breytast. Væri ekki skynsamlegt að nota þá nýjust og sterkustu nálgun sem ber fyrir fyrir þessa einstaklinga. Við vitum mæta vel að allir einstaklingar eru sterkir en sumir sjást frá öðru sjónarhorni vegna þess að úrræði og tækifæri eru ekki eins og kosið er á um. En á sama tíma búum við Íslendingar að góðri velferð þar sem úrræði eru sterk og möguleikarnir eru fyrir hendi. Ef við eingöngu bjóðum einstaklingi upp á að skoða sitt þroskaferli frá eini hlið getum við sagt að um heildræna og sanngjarna meðferð sé að eiga sér stað? Með þessu er ég ekki að búa til mótsögn við þær aðferðir sem er verið að virkja að hverju sinni heldur eingöngu að benda á viðbótina sem blasir við í vísindunum út frá gagnreyndum rannsóknum sem sýna skilvirkar og markvissar niðurstöður. Ástþór Ólafsson. Höfundur er nemi í MSc í Þroskasálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Ólafsson Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Seigla er títt orð í íþróttaleikjum eða fleygt út til að leggja áherslu á uppgang hjá einstaklingi í lífinu. Það skýrir seiglu eingöngu í smámynd miðað við hvað orðið hefur verið að ná miklum árangri víðs vegar í heiminum sem fræðiorð eða sem hugtak í þeim tilgangi til að skilja þroskaferli einstaklingsins frá mögum hliðum samfélagsins. Seigla eða resilience eins og það heitir á erlendri tungu hefur verið að skjóta rótum sínum upp í vísindaheiminum síðastliðnu þrjátíu árin með árangursríkum hætti. Hugtakið snýr að ferli einstaklings sem hefur upplifað erfiðleika og mótlæti en þrátt fyrir tekst honum að yfirstíga hindranir í sínu umhverfi og dregur þar af leiðandi úr líkindunum fyrir áhættunni. Hugtakið upphaflega átti sér stað við skoðun á foreldrum með geðraskanir og með slembifundi uppgötvuðu rannsakendur að börn þessara foreldra voru ekki undir áhrifum af geðröskunum þeirra eða endurspegluðu geðrænu eiginleika þeirra, hvort sem horft var á líffræðilega eða umhverfislega þáttinn. Með þessu töldu rannsakendur að þessi börn byggju yfir persónulegum styrkleikum eins og sterku sjálfsmati, trú á eigin færni, sjálfstrausti og öðrum tilheyrandi eiginleikum og voru einhverskonar „super kids“. En með áframhaldandi rannsóknum kom annað í ljós þegar rannsakendur skoðuðu fyrirbærið yfir 30 ára tímabil út frá skertu efnahagslegu umhverfi þar sem forspáargildið fyrir góðum frama í samfélaginu var takmarkað. Niðurstöður sýndu þrátt fyrir að einstaklingar sem komu frá umhverfi þar sem skortur á tækifærum og úrræðum var áberandi en náðu þrátt fyrir að komast yfir mótlætið. Gott hlutfall af einstaklingum náðu að mennta sig, koma sér fyrir á vinnumarkaði, stofna hjónaband og standa sína plikt í samfélaginu. Niðurstöður sýndu að mikið af þessum einstaklingum höfðu sterka persónulega eiginleika með viðbót af annað hvort sterkum fjölskyldutengslum, vinum, skólasamfélagi og öðrum þáttum sem gátu haft áhrif á þroska þeirra. Þarna var „super kids“ hugmyndin afsönnuð og kom betur í ljós að hver einstaklingur hefur bæði innri verndandi þætti eða persónulega eiginleika og ytri verndandi þætti eða eiginleika úr umhverfinu. Þeir töldu að ytri verndandi þættir eins og fjölskylda, vinir, skólasamfélagið, íþróttir og aðrir þættir gætu ýt undir innri verndandi þætti eins og sjálfsmat, trú á eigin færni, sjálfstraust, félagshæfni ásamt öðrum eiginleikum sem myndi hjálpa einstaklingum við að komast yfir mótlætið sem stóð andspænis þeim. Með þessu var annað sjónarhorn komið fram á yfirborðið og samkvæmt þessum rannsóknum fóru sálfræðingar, félagsráðgjafar, geðlæknar og aðrir fagaðilar að að leita meira í að efla eiginleika einstaklingsins með að horfa á umhverfisþætti eins og fjölskyldu, vini, skólasamfélagið, íþróttir og aðra áhrifaríka þætti. Margar rannsóknir voru gerðar sem eftir fylgni sem vörpuðu enn sterkari ljósi á ef fræðimenn eða aðrir fagaðilar myndu einblína á að styrkja einstaklinginn í samspili við hans umhverfi gætum við farið að horfa á aðra leið til að stuðla að þroska einstaklingsins og hans umhverfi. Þessi þróun og staðfestun hefur mætt gagnrýnisröddum að seigla sé flókið hugtak og engin ein sérstök skilgreining hefur ennþá komið fram, sem er satt en vegna þess að seigla spannar vídd einstaklingsins í erfiðum og krefjandi kringumstæðum er erfitt að leggja eina skilgreiningu á hugtakið eins og gefur að skilja. Burt séð frá því, þá eru gagnreyndar rannsóknir sem sýna að seigla sé þýðingarverður þáttur þegar kemur að þroskaferli einstaklingsins og hvernig hún mótast í samspili við umhverfið. En til að seigla geti verið rannsökuð þurfa tveir þættir að eiga sér stað; a) að einstaklingur hefur upplifað erfiðleika eða mótlæti sem geti skert hans þroska, b) að einstaklingurinn nái að yfirstíga mótlætið. Þarna einskorðast seigla við einstaklinga sem koma frá umhverfi sem stýrist út frá skertum úrræðum og tækifærum eins og þekkist í fátæktar umhverfi víðs vegar um veröldina. Þarna var hugtak komið í umferð sem gat nýst sem forvörn, fyrirbygging og skilgreint þroskaferli einstaklings frá jákvæðum hliðum og vegið á móti hinu neikvæða sem virtist vera allsráðandi. Forspáargildi fyrir einstaklinga sem koma frá slíkum kringumstæðum og seigla er skoðuð í er slakur námsárangur, léleg lífsgæði, félagsleg vandamál, afbrot, greiningar svo eitthvað sé talið. Að það sé hægt að snúa þessum aðstæðum við hjá einstaklingi er engu öðru líkt en kraftaverki, allavega kemur birtingarmyndin sér þannig fyrir. Það er hægt að byggja einstaklinginn upp með öðruvísi hætti og nálgast hann frá hans forsendum og einblína á hans styrkleika. Að horfa á einstakling sem hefur gengið í gegnum áföll, erfiðleika og mótlæti sem veikburða einstakling er ranglát viðhorf og ætti að vera andstæðan. Það er vitneskja fyrir því að þessir einstaklingar búi yfir styrkleikum sem þarf að finna með því að tengja þá við úrræðin og þau tækifæri sem eru hvarvetna í þeirra umhverfi. Með þessari nálgun getum við farið að sjá fleiri einstaklinga sem samfélagsþegna með sterkan tilgang í lífinu. Þeirra forspá fyrir menntun mun breytast og sömuleiðis þeirra staða á vinnumarkaðinum. Til að koma þessu í kring þurfum við að taka skrefið áfram í átt að breytingum og lágmarka orkuna sem fer í að einblína á hið neikvæða í fari fólks sem verður til þess að einstaklingurinn nær ekki að dafna og þroskast samkvæmt hans eðlis lagi. Seigla er til og við verðum að fara viðurkenna hennar tilvist samhliða núverandi meðferðaaðferðum til að aðstoða einstaklingana við að komast aftur út í samfélagið og verða sterkari útgáfa af sjálfum sér. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem koma úr mikilli fátækt þar sem tækifæri og úrræði eru nánast engin en ná samt að taka þátt í samfélaginu á sterkan og kröftugan máta af því að seigla er höfð í forgrunni. Til að koma þessum heim og saman, þá búum við Íslendingar í hagstæðu velferðarríki og ættum að geta nýtt okkur þessa hugmyndafræði þar sem úrræðin og tækifærin eru ekki af skornum skammti, flest öll aðgengileg og fáanleg með einum eða öðrum hætti. Lönd eins og Kanada, Bretland, Finnland, Ástralía og Bandaríkin hafa innleitt þessa stefnu að einhverju leyti inn í heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið, menntakerfið og sýnt góðan árangur og náð að styrkja stoðir einstaklingsins og hans þroskaferli sem um munar. Núna á Íslandi stöndum við frammi fyrir því að erfiðleikar og krefjandi aðstæður eru að aukast vegna þess að heimurinn er að breytast. Væri ekki skynsamlegt að nota þá nýjust og sterkustu nálgun sem ber fyrir fyrir þessa einstaklinga. Við vitum mæta vel að allir einstaklingar eru sterkir en sumir sjást frá öðru sjónarhorni vegna þess að úrræði og tækifæri eru ekki eins og kosið er á um. En á sama tíma búum við Íslendingar að góðri velferð þar sem úrræði eru sterk og möguleikarnir eru fyrir hendi. Ef við eingöngu bjóðum einstaklingi upp á að skoða sitt þroskaferli frá eini hlið getum við sagt að um heildræna og sanngjarna meðferð sé að eiga sér stað? Með þessu er ég ekki að búa til mótsögn við þær aðferðir sem er verið að virkja að hverju sinni heldur eingöngu að benda á viðbótina sem blasir við í vísindunum út frá gagnreyndum rannsóknum sem sýna skilvirkar og markvissar niðurstöður. Ástþór Ólafsson. Höfundur er nemi í MSc í Þroskasálfræði.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun