Courtois: Skemmtilegt að heyra víkingaklappið Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 11. september 2018 22:17 Thibaut Courtois átti náðugan dag í marki Belga í kvöld. Thibaut Courtois markvörður Belga hafði fremur lítið að gera í leiknum gegn Íslandi í dag og þurfti aðeins einu sinni að taka á hinum stóra sínum þegar hann varði skot frá Gylfa Þór Sigurðssyni í síðari hálfleiknum. „Mér fannst þetta góður leikur og Ísland spilaði vel fyrstu 15 mínúturnar og voru nálægt því að skora. Þeir áttu hættulegar aukaspyrnur og hornspyrnur en svo skoruðum við úr vítinu og annað mark strax í kjölfarið. Við erum lið sem getur haldið boltanum vel og við gerðum það,“ sagði Courtois í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Markvörðurinn öflugi, sem leikur með Real Madrid, sagði belgíska liðið hafa undirbúið sig sérstaklega fyrir föst leikatriði Íslands. „Við vissum að við þyrftum að vera sterkir þar. Við náðum að hreinsa frá þegar þeir áttu löng innköst og ég náði að grípa inní einnig. Mér fannst við verjast mjög vel og þar sem Íslands skorar oft úr föstum leikatriðum hljótum við að vera ánægðir að hafa náð að verjast þeim.“ Courtois sagðist hafa verið hissa þegar hann heyrði af 6-0 tapi Íslands gegn Sviss á laugardag. „Þeir voru eflaust óheppnir þar. Það var fyrsti leikur eftir Heimsmeistaramótið og það er oft erfitt. Við vissum að þeir myndu vilja sýna að það hefðu ekki verið rétt úrslit og ekki í þeirra anda. Við sýndum mikinn þroska og vorum einbeittir á að gera vel.“ Courtois sagði að það hefði verið gaman að heyra víkingaklappið á Laugardalsvellinum og var ánægður með stemmninguna í kvöld. „Þeir tóku víkingaklappið sem var skemmtilegt og okkar stuðningsmenn tóku undir. Þetta er ekki stærsti leikvangurinn en ef það er góð stemmning þá skiptir ekki máli þó það séu ekki nema 10.000 áhorfendur. Það er skemmtilegra að spila á litlum velli með góða stemmningu en á stórum velli sem er hálftómur. Þetta var skemmtilegur leikur og við erum afar ánægðir,“ sagði Thibaut Courtois að lokum. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30 Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00 Hamrén: Sé ekki eftir því að hafa tekið starfið að mér Þó svo Erik Hamrén sé fúll með niðurstöðu fyrstu landsleikja Íslands undir hans stjórn þá er engan bilbug á honum að finna. 11. september 2018 21:17 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira
Thibaut Courtois markvörður Belga hafði fremur lítið að gera í leiknum gegn Íslandi í dag og þurfti aðeins einu sinni að taka á hinum stóra sínum þegar hann varði skot frá Gylfa Þór Sigurðssyni í síðari hálfleiknum. „Mér fannst þetta góður leikur og Ísland spilaði vel fyrstu 15 mínúturnar og voru nálægt því að skora. Þeir áttu hættulegar aukaspyrnur og hornspyrnur en svo skoruðum við úr vítinu og annað mark strax í kjölfarið. Við erum lið sem getur haldið boltanum vel og við gerðum það,“ sagði Courtois í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Markvörðurinn öflugi, sem leikur með Real Madrid, sagði belgíska liðið hafa undirbúið sig sérstaklega fyrir föst leikatriði Íslands. „Við vissum að við þyrftum að vera sterkir þar. Við náðum að hreinsa frá þegar þeir áttu löng innköst og ég náði að grípa inní einnig. Mér fannst við verjast mjög vel og þar sem Íslands skorar oft úr föstum leikatriðum hljótum við að vera ánægðir að hafa náð að verjast þeim.“ Courtois sagðist hafa verið hissa þegar hann heyrði af 6-0 tapi Íslands gegn Sviss á laugardag. „Þeir voru eflaust óheppnir þar. Það var fyrsti leikur eftir Heimsmeistaramótið og það er oft erfitt. Við vissum að þeir myndu vilja sýna að það hefðu ekki verið rétt úrslit og ekki í þeirra anda. Við sýndum mikinn þroska og vorum einbeittir á að gera vel.“ Courtois sagði að það hefði verið gaman að heyra víkingaklappið á Laugardalsvellinum og var ánægður með stemmninguna í kvöld. „Þeir tóku víkingaklappið sem var skemmtilegt og okkar stuðningsmenn tóku undir. Þetta er ekki stærsti leikvangurinn en ef það er góð stemmning þá skiptir ekki máli þó það séu ekki nema 10.000 áhorfendur. Það er skemmtilegra að spila á litlum velli með góða stemmningu en á stórum velli sem er hálftómur. Þetta var skemmtilegur leikur og við erum afar ánægðir,“ sagði Thibaut Courtois að lokum.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30 Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00 Hamrén: Sé ekki eftir því að hafa tekið starfið að mér Þó svo Erik Hamrén sé fúll með niðurstöðu fyrstu landsleikja Íslands undir hans stjórn þá er engan bilbug á honum að finna. 11. september 2018 21:17 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira
Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30
Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00
Hamrén: Sé ekki eftir því að hafa tekið starfið að mér Þó svo Erik Hamrén sé fúll með niðurstöðu fyrstu landsleikja Íslands undir hans stjórn þá er engan bilbug á honum að finna. 11. september 2018 21:17