Freyr gerði upp leikina tvo: „Eru mistök og við viðurkennum það“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. september 2018 22:45 Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. „Þetta voru mjög ódýr mörk sem við fengum á okkur. Við vorum í töluverðu basli með nærstöngina í föstum leikatriðum einhverja hluta vegna og það er eitthvað sem við þurfum að skoða vel,” sagði Freyr eftir leik. „Þeir eru með frábært lið, frábæra leikmenn en mér fannst þetta mikilvæg frammistaða. Ég veit að við erum ekki ánægðir með að tapa 3-0 á heimavelli en það er stutt síðan við áttum skelfilegum leik og biðum afhroð.” „Við þurftum að finna stoltið, fara í grunngildin og vinna okkur út frá því. Mér fannst leikmenn gera allt sem í þeirra valdi stóð til þess að ná í þetta stolt.” Meiðsli leikmanna hafa sett strik í reikninginn og Freyr segir að þetta sé auðvitað erfitt án þeirra. „Klárlega hefur það haft töluvert að segja en mér finnst samt mikilvægt að halda því til haga að það er ekki hægt að setja á herðar þeirra leikmanna sem fá núna mínútur að bera ábyrgðina á þessum úrslitum.” „Það er frekar að þeir sem eru með meiri reynslu stígi upp og mér fannst svo vera í kvöld. Mér fannst þeir stíga upp og mér fannst þeir spila leikinn eins og við vildum að þeir myndu spila hann.” „Það var mikilvægt í dag og mig langar að hrósa Ragnari og Sverri. Það er langt síðan Sverrir hefur spilað tvo leiki í röð. Við erum með leiðtoga í Kára Árnasyni sem er í bekknum í þessum leikjum og láta Sverri vaxa inn í hlutverkið. Mér fannst þeir stíga upp í dag.” Ísland spilaði 4-4-2 í Sviss og segir Freyr að það hafi verið hrein og klár mistök. „Það eru klár mistök. Við áttum líka að grípa fyrr inn í það. Við berum báðir ábyrgð á það en við verðum að gefa Erik smá tíma og svigrúm til að komast inn í þetta.” „Hann þarf að átta sig á hreyfingu leikmanna. Hann hafði tröllatrú á að þeir myndu taka meira til sín og það bara gekk ekki. Þetta eru mistök og við viðurkennum það þegar við gerum mistök. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. „Þetta voru mjög ódýr mörk sem við fengum á okkur. Við vorum í töluverðu basli með nærstöngina í föstum leikatriðum einhverja hluta vegna og það er eitthvað sem við þurfum að skoða vel,” sagði Freyr eftir leik. „Þeir eru með frábært lið, frábæra leikmenn en mér fannst þetta mikilvæg frammistaða. Ég veit að við erum ekki ánægðir með að tapa 3-0 á heimavelli en það er stutt síðan við áttum skelfilegum leik og biðum afhroð.” „Við þurftum að finna stoltið, fara í grunngildin og vinna okkur út frá því. Mér fannst leikmenn gera allt sem í þeirra valdi stóð til þess að ná í þetta stolt.” Meiðsli leikmanna hafa sett strik í reikninginn og Freyr segir að þetta sé auðvitað erfitt án þeirra. „Klárlega hefur það haft töluvert að segja en mér finnst samt mikilvægt að halda því til haga að það er ekki hægt að setja á herðar þeirra leikmanna sem fá núna mínútur að bera ábyrgðina á þessum úrslitum.” „Það er frekar að þeir sem eru með meiri reynslu stígi upp og mér fannst svo vera í kvöld. Mér fannst þeir stíga upp og mér fannst þeir spila leikinn eins og við vildum að þeir myndu spila hann.” „Það var mikilvægt í dag og mig langar að hrósa Ragnari og Sverri. Það er langt síðan Sverrir hefur spilað tvo leiki í röð. Við erum með leiðtoga í Kára Árnasyni sem er í bekknum í þessum leikjum og láta Sverri vaxa inn í hlutverkið. Mér fannst þeir stíga upp í dag.” Ísland spilaði 4-4-2 í Sviss og segir Freyr að það hafi verið hrein og klár mistök. „Það eru klár mistök. Við áttum líka að grípa fyrr inn í það. Við berum báðir ábyrgð á það en við verðum að gefa Erik smá tíma og svigrúm til að komast inn í þetta.” „Hann þarf að átta sig á hreyfingu leikmanna. Hann hafði tröllatrú á að þeir myndu taka meira til sín og það bara gekk ekki. Þetta eru mistök og við viðurkennum það þegar við gerum mistök. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Sjá meira