Einkunnir Íslands: Rúnar Már nýtti tækifærið vel Íþróttadeild skrifar 11. september 2018 20:54 Rúnar Már Sigurjónsson í baráttu við þá Jan Vertonghen og Vincent Kompany á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/Vilhelm Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. Íslenska liðið byrjaði nokkuð vel í leiknum en eftir að Belgar náðu valdi á boltanum eftir um korters leik sá Ísland boltann varla. Frammistaðan var mun betri en gegn Sviss um helgina og það hafa hærra skrifuð lið en Ísland tapað fyrir Belgum. Vísir gefur að sjálfsögðu öllum leikmönnum Íslands einkunnir og þær má sjá hér að neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 5 Hann hefur átt betri daga í markinu, virkaði ekki alveg nógu öruggur á köflum. Það má kannski setja smá spurningamerki við hann í öðru markinu en gat lítið gert í hinum tveimur.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 6 Skilaði fínu dagsverki í dag. Gaf ekki mikið af sér sóknarlega, enda lítið um sóknarleik hjá íslenska liðinu í þessum leik.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 6 Átti sínar lykiltæklingar sem hann skilar svo vel og var nokkuð stöðugur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 4 Gaf vítaspyrnuna, var augljóslega brotlegur. Hann hefur ekki enn náð að sanna sig almennilega sem arftaki Kára í miðverðinum.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður - 5 Átti ágætis leik. Var kominn óvenju mikið í sóknarleikinn undir lokin þegar Íslendingarnir fengu að halda boltanum aðeins.Birkir Bjarnason, miðjumaður - 5 Það hefur oft sést meira til Birkis, það fór frekar lítið fyrir honum inn á miðjunni.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 6 Það var mikill munur á miðjunni í þessum leik frá þeim síðasta þar sem Emil vantaði. Reynslan og róin skilaði sér vel á miðsvæðinu í dag.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 6 Mjög duglegur í pressunni og hljóp úr sér lungun eins og svo oft áður. Þar sem liðinu sem heild gekk illa að koma sér í sóknarstöður fékk hann lítið til þess að búa til.Rúnar Már Sigurjónsson, hægri kantmaður - 7 Besti maður Íslands í dag. Var hrikalega öflugur í upphafi, datt svo aðeins niður eins og allt liðið þegar leið á fyrri hálfleik. Kom aftur sterkur inn eftir leikhléið, hann nýtti tækifærið í byrjunarliðinu vel í dag.Ari Freyr Skúlason, vinstri kantmaður - 5 Svipað og með Hörð á hinum kantinum þá átti Ari ágætis leik og skilaði sínu dagsverki þokkalega af sér.Jón Daði - Böðvarsson, framherji - 6 Fékk úr litlu að moða en bjó til hættulegasta færi Íslands snemma í leiknum. Var duglegur og átti fína spretti þegar Ísland fór af stað í sókn.Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 71. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Guðlaugur Victor Pálsson - (Kom inn á fyrir Ara Frey Skúlason á 80. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. Íslenska liðið byrjaði nokkuð vel í leiknum en eftir að Belgar náðu valdi á boltanum eftir um korters leik sá Ísland boltann varla. Frammistaðan var mun betri en gegn Sviss um helgina og það hafa hærra skrifuð lið en Ísland tapað fyrir Belgum. Vísir gefur að sjálfsögðu öllum leikmönnum Íslands einkunnir og þær má sjá hér að neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 5 Hann hefur átt betri daga í markinu, virkaði ekki alveg nógu öruggur á köflum. Það má kannski setja smá spurningamerki við hann í öðru markinu en gat lítið gert í hinum tveimur.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 6 Skilaði fínu dagsverki í dag. Gaf ekki mikið af sér sóknarlega, enda lítið um sóknarleik hjá íslenska liðinu í þessum leik.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 6 Átti sínar lykiltæklingar sem hann skilar svo vel og var nokkuð stöðugur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 4 Gaf vítaspyrnuna, var augljóslega brotlegur. Hann hefur ekki enn náð að sanna sig almennilega sem arftaki Kára í miðverðinum.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður - 5 Átti ágætis leik. Var kominn óvenju mikið í sóknarleikinn undir lokin þegar Íslendingarnir fengu að halda boltanum aðeins.Birkir Bjarnason, miðjumaður - 5 Það hefur oft sést meira til Birkis, það fór frekar lítið fyrir honum inn á miðjunni.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 6 Það var mikill munur á miðjunni í þessum leik frá þeim síðasta þar sem Emil vantaði. Reynslan og róin skilaði sér vel á miðsvæðinu í dag.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 6 Mjög duglegur í pressunni og hljóp úr sér lungun eins og svo oft áður. Þar sem liðinu sem heild gekk illa að koma sér í sóknarstöður fékk hann lítið til þess að búa til.Rúnar Már Sigurjónsson, hægri kantmaður - 7 Besti maður Íslands í dag. Var hrikalega öflugur í upphafi, datt svo aðeins niður eins og allt liðið þegar leið á fyrri hálfleik. Kom aftur sterkur inn eftir leikhléið, hann nýtti tækifærið í byrjunarliðinu vel í dag.Ari Freyr Skúlason, vinstri kantmaður - 5 Svipað og með Hörð á hinum kantinum þá átti Ari ágætis leik og skilaði sínu dagsverki þokkalega af sér.Jón Daði - Böðvarsson, framherji - 6 Fékk úr litlu að moða en bjó til hættulegasta færi Íslands snemma í leiknum. Var duglegur og átti fína spretti þegar Ísland fór af stað í sókn.Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 71. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Guðlaugur Victor Pálsson - (Kom inn á fyrir Ara Frey Skúlason á 80. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira