Líkti tapinu á móti Sviss við stórtap Brasilíumanna á HM 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2018 10:49 David Luiz liggur í grasinu eftir 7-1 tap á móti Þýskalandi í undanúrslitum á HM 2014. Vísir/Getty Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að andrúmsloftið hafi verið mjög þungt í íslenska hópnum eftir stórtapið á móti Sviss um helgina. Sviss vann leikinn 6-0 en leikur íslenska liðsins hrundi algjörlega í seinni hálfleiknum. „Andrúmsloftið hefur ekki verið gott. Sem betur fer. Það væri skrítið ef það væri gott andrúmsloft og þá væri ég stressaður,“ sagði Erik Hamrén á blaðamannafundi í dag. „Þú hefur 24 tíma til að fagna ef þú vinnur eða syrgja saman ef þér gengur ekki vel. Stundum gengur þér illa en ert samt ánægður með frammistöðuna. Í síðasta leik vorum við ekki ánægðir með frammistöðuna. Við misstum alla orku og liðsheild eftir að staðan varð 3-0,“ sagði Hamrén. „En við höfum skilið þennan leik eftir úti og einbeitum okkur að þeim næsta. Þetta er sárt en við þurfum að halda áfram,“ sagði Hamrén. „Leikmennirnir eiga að geta horft í spegilinn eða á hver annan og hugsað að þeir hafi gefið allt sem þeir gátu í leikinn og séu ánægðir með sína frammistöðu. Það er það sem ég vil á morgun,“ sagði Hamrén. Hamrén sagðist hafa rætt við alla lykilmenn íslenska liðsins undir fjögur augu til að fara yfir leikinn á móti Sviss. „Menn verða að tala saman eftir svona leik,“ sagði Erik Hamrén. Hamrén líkti tapinu við tap Brasilíumanna í undanúrslitum á HM í Brasilíu 2014. Brasilíumenn töpuðu þeim leik 7-1 á móti Þýskalandi en Þjóðverjarnir komust í 5-0 á fyrstu 29 mínútum leiksins. „Ég get borið þetta saman við leik Brasilíumanna á móti Þjóðverjum á HM 2014 þó að það sé vissulega mikill munur á þessum tveimur leikjum. Þeir voru í sjokki og eftir að við lentum 3-0 undir þá var allt íslenska liðið í sjokki. Við unnum ekki saman eins og við þurftum að gera. Þegar það gerist þá lenda öll lið í vandræðum,“ sagði Hamrén. HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að andrúmsloftið hafi verið mjög þungt í íslenska hópnum eftir stórtapið á móti Sviss um helgina. Sviss vann leikinn 6-0 en leikur íslenska liðsins hrundi algjörlega í seinni hálfleiknum. „Andrúmsloftið hefur ekki verið gott. Sem betur fer. Það væri skrítið ef það væri gott andrúmsloft og þá væri ég stressaður,“ sagði Erik Hamrén á blaðamannafundi í dag. „Þú hefur 24 tíma til að fagna ef þú vinnur eða syrgja saman ef þér gengur ekki vel. Stundum gengur þér illa en ert samt ánægður með frammistöðuna. Í síðasta leik vorum við ekki ánægðir með frammistöðuna. Við misstum alla orku og liðsheild eftir að staðan varð 3-0,“ sagði Hamrén. „En við höfum skilið þennan leik eftir úti og einbeitum okkur að þeim næsta. Þetta er sárt en við þurfum að halda áfram,“ sagði Hamrén. „Leikmennirnir eiga að geta horft í spegilinn eða á hver annan og hugsað að þeir hafi gefið allt sem þeir gátu í leikinn og séu ánægðir með sína frammistöðu. Það er það sem ég vil á morgun,“ sagði Hamrén. Hamrén sagðist hafa rætt við alla lykilmenn íslenska liðsins undir fjögur augu til að fara yfir leikinn á móti Sviss. „Menn verða að tala saman eftir svona leik,“ sagði Erik Hamrén. Hamrén líkti tapinu við tap Brasilíumanna í undanúrslitum á HM í Brasilíu 2014. Brasilíumenn töpuðu þeim leik 7-1 á móti Þýskalandi en Þjóðverjarnir komust í 5-0 á fyrstu 29 mínútum leiksins. „Ég get borið þetta saman við leik Brasilíumanna á móti Þjóðverjum á HM 2014 þó að það sé vissulega mikill munur á þessum tveimur leikjum. Þeir voru í sjokki og eftir að við lentum 3-0 undir þá var allt íslenska liðið í sjokki. Við unnum ekki saman eins og við þurftum að gera. Þegar það gerist þá lenda öll lið í vandræðum,“ sagði Hamrén.
HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Sjá meira