Allt í messi Guðmundur Steingrímsson skrifar 10. september 2018 06:00 Ein athyglisverðasta fréttin sem ég las í liðinni viku var um tiltekna erfiðleika sem hafa komið upp við þróun sjálfkeyrandi bifreiða. Erfiðleikarnir felast í stuttu máli í því að sjálfkeyrandi bílar keyra of vel. Þeir fylgja öllum umferðarreglum og taka þær mjög bókstaflega. Þeir eru til fullkominnar fyrirmyndar. Mannlegir ökumenn eru hins vegar yfirleitt ekki að öllu leyti til fyrirmyndar, vægast sagt. Þeir leita leiða til að skjóta sér milli bíla, jafnvel þar sem það telst glapræði. Þeir skjóta sér yfir á umferðarljósum rétt eftir að það er komið rautt. Og svo framvegis. Mannskepnan er alltaf að redda sér, sveigja og beygja reglurnar. Ökumenn gera almennt ráð fyrir að hinir ökumennirnir séu eins og þeir hvað þetta varðar. Þannig verður til í umferðinni ákveðið mannlegt, kaótískt flæði, sem sjálfkeyrandi bílar skilja ekki. Niðurstaðan er sú að sjálfkeyrandi bílar eru farnir að valda árekstrum. Mannlegir ökumenn keyra aftan á þá. Löghlýðni tölvunnar og fullkomleiki er óeðlilegur og veldur fáti. Við þróun gervigreindar almennt skilst mér – eftir upplýsandi spjall við gervigreindarfræðing á göngum Háskólans í Reykjavík einu sinni – að einn meginerfiðleikinn sé einmitt þessi: Hvernig á að búa til tölvu sem er í rugli? Til þess að vera mannleg þarf tölva að geta brotið reglur, geta gert heimskulega hluti í stundarbrjálæði, geta sagt eitthvað án þess að meina það. Geta misskilið og misheppnast. Hún þarf að geta sett sama flugfélagið á hausinn á u.þ.b. 10 ára fresti. Geta tapað 6-0 fyrir Sviss. Síðast þegar ég vissi reyndist þetta verkefni verulegum erfiðleikum bundið. Hvernig býr maður til mannlegan ófullkomleika? Spegillinn á mannkynið Kannski finnst lausn á því einhvern daginn. Mér er í raun nokk sama um það. Það sem er athyglisvert við þessi vísindi er spegillinn sem í þeim felst, á mannkynið. Vísindin draga þarna fram úr óvæntri átt órækan vitnisburð um það sem margan hefur grunað, að stór hluti þess að lifa gæfuríku lífi sem manneskja hlýtur að felast í því að kunna að höndla ákveðið magn af vitleysisgangi og lifa með honum. Stór hluti af því að vera manneskja er að vera vitleysingur. Manneskjur eru breyskar. Þær gera hluti sem þær vilja ekkert endilega gera, í raun og veru. Þær ígrunda ekki allt sem þær segja og gera. Manneskjur kynna sér ekki mál. Þær misskilja endalaust. Ég held að verulega stór hluti mannlegra samskipta snúist um misskilning. Annar skilur orð öðruvísi en hinn. Risastór deilumál geta jafnvel verið þessu marki brennd. Í heimi hins mannlega er í raun allt meira og minna í messi. Oft er spurt: Mun mannkynið læra af mistökum? Verður mannkynið skynsamara eftir því sem sögunni vindur fram? Þegar maður nálgast svona spurningar eins og tölva er svarið auðvitað já. Hið rökrétta er að maður læri af mistökum. Að maður endurtaki ekki mistök. Hvers vegna ætti maður að endurtaka eitthvað sem var rangt og vitlaust? Maður lærir. Auðvitað verður maður gáfaðri. Ef maður nálgast þessar spurningar eins og manneskja er svarið hins vegar öllu óljósara. Tja, það er ekki gott að segja. Kannski. Líklega ekki. Kraftarnir að verki Ég er enginn svartsýnismaður. Ég tel heiminn að mjög mörgu leyti, og á veigamikinn hátt, vera betri en áður. Margt hefur þróast á góðan veg. Hins vegar er ekki hægt að horfa fram hjá því að veröldin í dag siglir hraðbyri inn í alls konar endurtekningar á hinum fjölbreytilegasta vitleysisgangi. Þjóðernispopúlistar eru að sölsa undir sig völd í Evrópu. Það er góð hugmynd, út frá sögunni, eða hittó. Jafnframt gefur að líta í samtíma okkar stórbrotin dæmi um jafnvel alveg nýja tegund af bjánaskap sem hefur þegar farið yfir öll mörk. Seint eða aldrei verður hægt að þróa gervigreind sem endurspeglar hegðun og gáfnafar Donalds Trump. Ef hann mætti ráða væri hann líklega farinn í stríð við Kanada. Það þarf ekki að spá lengi í veröldina til að fá það sterklega á tilfinninguna að þrátt fyrir allar framfarir, lærdóma sögunnar, uppgötvanir vísindanna, verður mannkynið alltaf fyrst og fremst þetta: Mannlegt. Ekki tölva. Kexruglað jafnvel. Ekki þarf maður að líta lengi í eigin barm til að upplifa sterkt hina sífelldu viðureign skynseminnar og heimskunnar í sálarlífinu. Svona er að vera til. En hvað er þá til ráða? Jú, maður getur vonað að þrátt fyrir allt séu aðrir kraftar vitleysunni sterkari. Eins og nafnlausi skrifarinn í New York Times orðaði það um ástandið í Hvíta húsinu: Við erum nokkur hér, fullorðið fólk, sem erum að vinna í að bjarga þessu. Með öðrum orðum: Þetta reddast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Skoðun Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Ein athyglisverðasta fréttin sem ég las í liðinni viku var um tiltekna erfiðleika sem hafa komið upp við þróun sjálfkeyrandi bifreiða. Erfiðleikarnir felast í stuttu máli í því að sjálfkeyrandi bílar keyra of vel. Þeir fylgja öllum umferðarreglum og taka þær mjög bókstaflega. Þeir eru til fullkominnar fyrirmyndar. Mannlegir ökumenn eru hins vegar yfirleitt ekki að öllu leyti til fyrirmyndar, vægast sagt. Þeir leita leiða til að skjóta sér milli bíla, jafnvel þar sem það telst glapræði. Þeir skjóta sér yfir á umferðarljósum rétt eftir að það er komið rautt. Og svo framvegis. Mannskepnan er alltaf að redda sér, sveigja og beygja reglurnar. Ökumenn gera almennt ráð fyrir að hinir ökumennirnir séu eins og þeir hvað þetta varðar. Þannig verður til í umferðinni ákveðið mannlegt, kaótískt flæði, sem sjálfkeyrandi bílar skilja ekki. Niðurstaðan er sú að sjálfkeyrandi bílar eru farnir að valda árekstrum. Mannlegir ökumenn keyra aftan á þá. Löghlýðni tölvunnar og fullkomleiki er óeðlilegur og veldur fáti. Við þróun gervigreindar almennt skilst mér – eftir upplýsandi spjall við gervigreindarfræðing á göngum Háskólans í Reykjavík einu sinni – að einn meginerfiðleikinn sé einmitt þessi: Hvernig á að búa til tölvu sem er í rugli? Til þess að vera mannleg þarf tölva að geta brotið reglur, geta gert heimskulega hluti í stundarbrjálæði, geta sagt eitthvað án þess að meina það. Geta misskilið og misheppnast. Hún þarf að geta sett sama flugfélagið á hausinn á u.þ.b. 10 ára fresti. Geta tapað 6-0 fyrir Sviss. Síðast þegar ég vissi reyndist þetta verkefni verulegum erfiðleikum bundið. Hvernig býr maður til mannlegan ófullkomleika? Spegillinn á mannkynið Kannski finnst lausn á því einhvern daginn. Mér er í raun nokk sama um það. Það sem er athyglisvert við þessi vísindi er spegillinn sem í þeim felst, á mannkynið. Vísindin draga þarna fram úr óvæntri átt órækan vitnisburð um það sem margan hefur grunað, að stór hluti þess að lifa gæfuríku lífi sem manneskja hlýtur að felast í því að kunna að höndla ákveðið magn af vitleysisgangi og lifa með honum. Stór hluti af því að vera manneskja er að vera vitleysingur. Manneskjur eru breyskar. Þær gera hluti sem þær vilja ekkert endilega gera, í raun og veru. Þær ígrunda ekki allt sem þær segja og gera. Manneskjur kynna sér ekki mál. Þær misskilja endalaust. Ég held að verulega stór hluti mannlegra samskipta snúist um misskilning. Annar skilur orð öðruvísi en hinn. Risastór deilumál geta jafnvel verið þessu marki brennd. Í heimi hins mannlega er í raun allt meira og minna í messi. Oft er spurt: Mun mannkynið læra af mistökum? Verður mannkynið skynsamara eftir því sem sögunni vindur fram? Þegar maður nálgast svona spurningar eins og tölva er svarið auðvitað já. Hið rökrétta er að maður læri af mistökum. Að maður endurtaki ekki mistök. Hvers vegna ætti maður að endurtaka eitthvað sem var rangt og vitlaust? Maður lærir. Auðvitað verður maður gáfaðri. Ef maður nálgast þessar spurningar eins og manneskja er svarið hins vegar öllu óljósara. Tja, það er ekki gott að segja. Kannski. Líklega ekki. Kraftarnir að verki Ég er enginn svartsýnismaður. Ég tel heiminn að mjög mörgu leyti, og á veigamikinn hátt, vera betri en áður. Margt hefur þróast á góðan veg. Hins vegar er ekki hægt að horfa fram hjá því að veröldin í dag siglir hraðbyri inn í alls konar endurtekningar á hinum fjölbreytilegasta vitleysisgangi. Þjóðernispopúlistar eru að sölsa undir sig völd í Evrópu. Það er góð hugmynd, út frá sögunni, eða hittó. Jafnframt gefur að líta í samtíma okkar stórbrotin dæmi um jafnvel alveg nýja tegund af bjánaskap sem hefur þegar farið yfir öll mörk. Seint eða aldrei verður hægt að þróa gervigreind sem endurspeglar hegðun og gáfnafar Donalds Trump. Ef hann mætti ráða væri hann líklega farinn í stríð við Kanada. Það þarf ekki að spá lengi í veröldina til að fá það sterklega á tilfinninguna að þrátt fyrir allar framfarir, lærdóma sögunnar, uppgötvanir vísindanna, verður mannkynið alltaf fyrst og fremst þetta: Mannlegt. Ekki tölva. Kexruglað jafnvel. Ekki þarf maður að líta lengi í eigin barm til að upplifa sterkt hina sífelldu viðureign skynseminnar og heimskunnar í sálarlífinu. Svona er að vera til. En hvað er þá til ráða? Jú, maður getur vonað að þrátt fyrir allt séu aðrir kraftar vitleysunni sterkari. Eins og nafnlausi skrifarinn í New York Times orðaði það um ástandið í Hvíta húsinu: Við erum nokkur hér, fullorðið fólk, sem erum að vinna í að bjarga þessu. Með öðrum orðum: Þetta reddast.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar