Heimi og KSÍ greinir á um bónusgreiðslur vegna HM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2018 09:00 Guðni Bergsson og Heimir Hallgrímsson ræðir málin við Carlos Quiroz. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsins, stendur í stappi við Knattspyrnusamband Íslands að fá bónusgreiðslur greiddar sem hann telur sig eiga rétt á samkvæmt samningi. Þetta herma heimildir Vísis en fjárhæðin nemur milljónum króna. Heimir og forsvarsmenn KSÍ greinir á um hvernig eigi að túlka samning þjálfarans við sambandið hvað varðar árangurstengdar greiðslur. Heimir lét af störfum sem landsliðsþjálfari að loknu heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar þar sem karlalandsliðið var í fyrsta skipti á meðal keppenda. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engan ágreining um málið af hans hálfu. Það eigi einfaldlega eftir að fara yfir málin og ganga frá þeim. „Það er í rauninni ekkert að tjá sig um,“ sagði Guðni um stöðu mála núna. Auk Heimis sjá Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu, og KSÍ samninga um bónusgreiðslur vegna HM í ólíku ljósi. Óvíst er hvað tekur við hjá Heimi Hallgrímssyni eftir frábæran árangur með karlalandsliðið.vísirVel þekkt er að leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu og þjálfarar fá árangurstengdar greiðslur þegar þeir spila með landsliðinu. Undanfarin ár hafa leikmenn fengið 100 þúsund krónur fyrir hvert stig í keppnisleikjum en auk þess fyrir bónus fyrir að komast á stórmót og árangur sinn þar. Þjálfarar hafa sömuleiðis fengið bónus fyrir góðan árangur. Bónusgreiðslurnar hafa valdið fjaðrafoki hjá KSÍ í gegnum tíðina. Bæði fengu leikmenn kvennalandsliðsins lægri greiðslur fyrir árangur í leikjum lengi vel en því var breytt í upphafi árs. Þá voru deilur innan karlalandsliðsins með skiptingu bónusanna í kringum árangurinn í undankeppni Evrópumótsins 2016. Heimir Hallgrímsson hefur verið án þjálfarastarfs síðan hann lét af störfum hjá landsliðinu í sumar. Hann sagði á blaðamannafundi í sumar að hann ætlaði að gefa sér vænan tíma til að meta stöðuna. Ekki náðist í Heimi við vinnslu fréttarinnar. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsins, stendur í stappi við Knattspyrnusamband Íslands að fá bónusgreiðslur greiddar sem hann telur sig eiga rétt á samkvæmt samningi. Þetta herma heimildir Vísis en fjárhæðin nemur milljónum króna. Heimir og forsvarsmenn KSÍ greinir á um hvernig eigi að túlka samning þjálfarans við sambandið hvað varðar árangurstengdar greiðslur. Heimir lét af störfum sem landsliðsþjálfari að loknu heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar þar sem karlalandsliðið var í fyrsta skipti á meðal keppenda. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engan ágreining um málið af hans hálfu. Það eigi einfaldlega eftir að fara yfir málin og ganga frá þeim. „Það er í rauninni ekkert að tjá sig um,“ sagði Guðni um stöðu mála núna. Auk Heimis sjá Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu, og KSÍ samninga um bónusgreiðslur vegna HM í ólíku ljósi. Óvíst er hvað tekur við hjá Heimi Hallgrímssyni eftir frábæran árangur með karlalandsliðið.vísirVel þekkt er að leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu og þjálfarar fá árangurstengdar greiðslur þegar þeir spila með landsliðinu. Undanfarin ár hafa leikmenn fengið 100 þúsund krónur fyrir hvert stig í keppnisleikjum en auk þess fyrir bónus fyrir að komast á stórmót og árangur sinn þar. Þjálfarar hafa sömuleiðis fengið bónus fyrir góðan árangur. Bónusgreiðslurnar hafa valdið fjaðrafoki hjá KSÍ í gegnum tíðina. Bæði fengu leikmenn kvennalandsliðsins lægri greiðslur fyrir árangur í leikjum lengi vel en því var breytt í upphafi árs. Þá voru deilur innan karlalandsliðsins með skiptingu bónusanna í kringum árangurinn í undankeppni Evrópumótsins 2016. Heimir Hallgrímsson hefur verið án þjálfarastarfs síðan hann lét af störfum hjá landsliðinu í sumar. Hann sagði á blaðamannafundi í sumar að hann ætlaði að gefa sér vænan tíma til að meta stöðuna. Ekki náðist í Heimi við vinnslu fréttarinnar.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira