Staðreyndir um veiðigjald Kristján Þór Júlíusson skrifar 27. september 2018 07:00 Fyrstu viðbrögð við frumvarpi um veiðigjald sýna að ágætis sátt getur náðst um að færa álagningu veiðigjalds nær afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og gera alla stjórnsýslu með álagningu gjaldsins einfaldari, gegnsærri og áreiðanlegri. Allt er þetta til þess fallið að bæta framkvæmd þessarar gjaldtöku, til hagsbóta fyrir alla sem að íslenskum sjávarútvegi koma. Eðlilega eru skiptar skoðanir á því hversu stóran hluta ríkið á að taka af afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Forsvarsfólk þeirra hefur lýst yfir vonbrigðum með það að ríkið taki til sín 33% af hagnaði við fiskveiðar til viðbótar við 20% tekjuskatt og aðra gjaldtöku. Því sjónarmiði sýni ég fullan skilning. Formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra náði hins vegar þeim áfanga að gagnrýna frumvarpið tveimur vikum áður en það var tilbúið. Þá sagði hún í viðtali að frumvarpið yrði „óttalegt prjál og í raun einhver sýndarmennska“. Eftir að frumvarpið kom fram er gagnrýni formanns Viðreisnar tvíþætt eins og hún var sett fram á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Annars vegar að með nýju frumvarpi sé verið að taka ákvörðun um lækkun veiðigjalds. Hins vegar að frumvarpið muni „auðvelda pólitíkinni að krukka í veiðigjöldin“. Þetta eru rangfærslur. Varðandi hið fyrrnefnda liggur fyrir að með frumvarpinu er gjaldhlutfall veiðigjalds óbreytt frá gildandi lögum. Veiðigjald lækkar síðan eða hækkar eftir því hver afkoma sjávarútvegsfyrirtækja er á hverjum tíma. Það væri hins vegar fróðlegt að vita hversu hátt hlutfall af hagnaði fyrirtækja formaður Viðreisnar vill innheimta fyrst 33% af afkomu auk annarra skatta duga ekki til. Varðandi hið síðarnefnda er rétt að upplýsa ráðherrann fyrrverandi um að aðkoma sjávarútvegsráðherra að ákvörðun veiðigjalds verður sú sama og hefur verið, nema í stað þess að ráðherra staðfesti tillögu veiðigjaldsnefndar að veiðigjaldi hvers árs þá staðfestir ráðherra tillögu Ríkisskattstjóra. Það er mín von að umræða um frumvarpið verði málefnaleg og uppbyggileg. Að við látum ekki innantóma frasa stjórna umræðunni heldur tökum efnislega umræðu um þær áskoranir sem blasa við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við frumvarpi um veiðigjald sýna að ágætis sátt getur náðst um að færa álagningu veiðigjalds nær afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og gera alla stjórnsýslu með álagningu gjaldsins einfaldari, gegnsærri og áreiðanlegri. Allt er þetta til þess fallið að bæta framkvæmd þessarar gjaldtöku, til hagsbóta fyrir alla sem að íslenskum sjávarútvegi koma. Eðlilega eru skiptar skoðanir á því hversu stóran hluta ríkið á að taka af afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Forsvarsfólk þeirra hefur lýst yfir vonbrigðum með það að ríkið taki til sín 33% af hagnaði við fiskveiðar til viðbótar við 20% tekjuskatt og aðra gjaldtöku. Því sjónarmiði sýni ég fullan skilning. Formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra náði hins vegar þeim áfanga að gagnrýna frumvarpið tveimur vikum áður en það var tilbúið. Þá sagði hún í viðtali að frumvarpið yrði „óttalegt prjál og í raun einhver sýndarmennska“. Eftir að frumvarpið kom fram er gagnrýni formanns Viðreisnar tvíþætt eins og hún var sett fram á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Annars vegar að með nýju frumvarpi sé verið að taka ákvörðun um lækkun veiðigjalds. Hins vegar að frumvarpið muni „auðvelda pólitíkinni að krukka í veiðigjöldin“. Þetta eru rangfærslur. Varðandi hið fyrrnefnda liggur fyrir að með frumvarpinu er gjaldhlutfall veiðigjalds óbreytt frá gildandi lögum. Veiðigjald lækkar síðan eða hækkar eftir því hver afkoma sjávarútvegsfyrirtækja er á hverjum tíma. Það væri hins vegar fróðlegt að vita hversu hátt hlutfall af hagnaði fyrirtækja formaður Viðreisnar vill innheimta fyrst 33% af afkomu auk annarra skatta duga ekki til. Varðandi hið síðarnefnda er rétt að upplýsa ráðherrann fyrrverandi um að aðkoma sjávarútvegsráðherra að ákvörðun veiðigjalds verður sú sama og hefur verið, nema í stað þess að ráðherra staðfesti tillögu veiðigjaldsnefndar að veiðigjaldi hvers árs þá staðfestir ráðherra tillögu Ríkisskattstjóra. Það er mín von að umræða um frumvarpið verði málefnaleg og uppbyggileg. Að við látum ekki innantóma frasa stjórna umræðunni heldur tökum efnislega umræðu um þær áskoranir sem blasa við.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar