Lögmaður númer 109 Davíð Þorláksson skrifar 26. september 2018 08:00 Dómsmálaráðuneyti auglýsir laus til umsóknar tuttugu leyfi til að stunda lögmennsku á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og þrjú leyfi á Akureyri.“ Það er erfitt að ímynda sér nútímalegt vestrænt ríkisvald sem myndi láta sér detta í hug að senda frá sér svona auglýsingu. Eða hvað? Íslenska ríkið auglýsti reyndar síðastliðinn fimmtudag laus til umsóknar tuttugu leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og þrjú á Akureyri. Leigubílstjórar eru eina starfsstéttin á Íslandi sem nýtur verndar með fjöldatakmörkunum. Þessar reglur er nefnilega ekki settar neytendum til hagsbóta, heldur þeim nokkrum hundruðum sem hafa leyfi til að aka leigubílum. Engum hefur tekist að útskýra hvernig stendur á því og af hverju lögmál um framboð og eftirspurn ættu ekki að gilda um þessa atvinnugrein. Aðrir atvinnubílstjórar, svo sem sendi- og rútubílstjórar, virðast ekki vera í vandræðum með að rata um öngstræti hins frjálsa markaðar. Afnám hindrananna myndi hafa margvísleg jákvæð áhrif í för með sér fyrir neytendur og efnahagslífið í heild. Dyr myndu opnast fyrir farveitur, eins og Uber og Lyft sem hafa það að markmiði að greiða fyrir umferð, til að koma inn á markaðinn. Verð mun lækka, þjónusta batna, engin þörf verður fyrir leigubílastæði, sveigjanleiki og öryggi eykst auk þess sem afnámið mun fela í sér þjóðhagslegan ábata. Eftirlitsstofnun EFTA er búin að benda íslenskum stjórnvöldum á að þetta fyrirkomulag standist ekki. Samkeppni og frjáls markaður á nefnilega erindi alls staðar. Það gilda engin sérstök hagfræðilögmál um íslenska leigubílamarkaðinn sem kalla á aðgangshindranir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti auglýsir laus til umsóknar tuttugu leyfi til að stunda lögmennsku á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og þrjú leyfi á Akureyri.“ Það er erfitt að ímynda sér nútímalegt vestrænt ríkisvald sem myndi láta sér detta í hug að senda frá sér svona auglýsingu. Eða hvað? Íslenska ríkið auglýsti reyndar síðastliðinn fimmtudag laus til umsóknar tuttugu leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og þrjú á Akureyri. Leigubílstjórar eru eina starfsstéttin á Íslandi sem nýtur verndar með fjöldatakmörkunum. Þessar reglur er nefnilega ekki settar neytendum til hagsbóta, heldur þeim nokkrum hundruðum sem hafa leyfi til að aka leigubílum. Engum hefur tekist að útskýra hvernig stendur á því og af hverju lögmál um framboð og eftirspurn ættu ekki að gilda um þessa atvinnugrein. Aðrir atvinnubílstjórar, svo sem sendi- og rútubílstjórar, virðast ekki vera í vandræðum með að rata um öngstræti hins frjálsa markaðar. Afnám hindrananna myndi hafa margvísleg jákvæð áhrif í för með sér fyrir neytendur og efnahagslífið í heild. Dyr myndu opnast fyrir farveitur, eins og Uber og Lyft sem hafa það að markmiði að greiða fyrir umferð, til að koma inn á markaðinn. Verð mun lækka, þjónusta batna, engin þörf verður fyrir leigubílastæði, sveigjanleiki og öryggi eykst auk þess sem afnámið mun fela í sér þjóðhagslegan ábata. Eftirlitsstofnun EFTA er búin að benda íslenskum stjórnvöldum á að þetta fyrirkomulag standist ekki. Samkeppni og frjáls markaður á nefnilega erindi alls staðar. Það gilda engin sérstök hagfræðilögmál um íslenska leigubílamarkaðinn sem kalla á aðgangshindranir.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar