Segir Icelandair ekki hafa sýnt fram á ávinning Sveinn Arnarsson skrifar 25. september 2018 08:00 Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Fyrirtækið hefur ekki sýnt fram á fjárhagslegan ávinning af þessari óskiljanlegu aðför sem setur líf fjölmargra starfsmanna úr skorðum,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, um þá ákvörðun Icelandair að bjóða 118 flugfreyjum og -þjónum í hlutastarfi að velja á milli uppsagnar og þess að fara í fullt starf. Félagið hefur mótmælt ákvörðuninni harðlega. „Við lítum svo á að þetta sé gróft brot á kjarasamningi. Það hefur skapast hefð fyrir umræddum hlutastörfum. Við munum ekki una við einhliða ákvörðun Icelandair.“ Hún bendir á að í gegnum tíðina hafi Icelandair óskað eftir því að flugfreyjur og -þjónar taki að sér hlutastörf þegar erfiðleikar hafi steðjað að hjá fyrirtækinu til að koma í veg fyrir hópuppsagnir. Berglind segir starfsumhverfi flugfreyja og -þjóna ólíkt flestum störfum. „Fyrirtækið ákveður upp á sitt einsdæmi hvort starfsmenn skuli vinna yfirvinnu. Fjarvera frá heimili getur verið um 240 stundir á mánuði fyrir fullt starf og skyldi því engan undra að margir óski eftir því að vera í hlutastarfi.“ Þá segir Berglind ákvörðunina aðför að kvennastétt. 99 prósent þeirra sem verði fyrir uppsögnum séu konur. „Stjórnendur Icelandair ákveða nú, árið 2018, að hverfa aftur til fyrri tíma þegar réttindi kvenna á vinnumarkaði voru takmörkuð.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Flugfreyjufélag Íslands hefur undirbúið stefnu til Félagsdóms vegna ákvörðunar Icelandair um að flugfreyjur skuli aðeins vinna fullt starf. 20. september 2018 12:23 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
„Fyrirtækið hefur ekki sýnt fram á fjárhagslegan ávinning af þessari óskiljanlegu aðför sem setur líf fjölmargra starfsmanna úr skorðum,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, um þá ákvörðun Icelandair að bjóða 118 flugfreyjum og -þjónum í hlutastarfi að velja á milli uppsagnar og þess að fara í fullt starf. Félagið hefur mótmælt ákvörðuninni harðlega. „Við lítum svo á að þetta sé gróft brot á kjarasamningi. Það hefur skapast hefð fyrir umræddum hlutastörfum. Við munum ekki una við einhliða ákvörðun Icelandair.“ Hún bendir á að í gegnum tíðina hafi Icelandair óskað eftir því að flugfreyjur og -þjónar taki að sér hlutastörf þegar erfiðleikar hafi steðjað að hjá fyrirtækinu til að koma í veg fyrir hópuppsagnir. Berglind segir starfsumhverfi flugfreyja og -þjóna ólíkt flestum störfum. „Fyrirtækið ákveður upp á sitt einsdæmi hvort starfsmenn skuli vinna yfirvinnu. Fjarvera frá heimili getur verið um 240 stundir á mánuði fyrir fullt starf og skyldi því engan undra að margir óski eftir því að vera í hlutastarfi.“ Þá segir Berglind ákvörðunina aðför að kvennastétt. 99 prósent þeirra sem verði fyrir uppsögnum séu konur. „Stjórnendur Icelandair ákveða nú, árið 2018, að hverfa aftur til fyrri tíma þegar réttindi kvenna á vinnumarkaði voru takmörkuð.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Flugfreyjufélag Íslands hefur undirbúið stefnu til Félagsdóms vegna ákvörðunar Icelandair um að flugfreyjur skuli aðeins vinna fullt starf. 20. september 2018 12:23 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44
Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Flugfreyjufélag Íslands hefur undirbúið stefnu til Félagsdóms vegna ákvörðunar Icelandair um að flugfreyjur skuli aðeins vinna fullt starf. 20. september 2018 12:23
Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31