Traust Guðmundur Steingrímsson skrifar 24. september 2018 07:00 Allt frá því að traust hrundi á Íslandi, til stjórnmálamanna aðallega (og bankamanna), fyrir 10 árum í Hruninu, sem við köllum svo – vegna þess að allt einhvern veginn hrundi – hefur reglulega skotið upp kollinum umræða um það innan stjórnmálanna hvernig megi auka traust og líka af hverju traustið sé svona lítið. Ég veit ekki alveg hvort ég treysti mér í þessa umræðu. Ég er svolítið ringlaður þegar kemur að þessum málum. Ég skil vel af hverju traustið er svona lítið en á sama tíma klóra ég mér í höfðinu yfir því. Á ákveðinn hátt kemur það mér alls ekki á óvart að alþingismenn skuli njóta lítils trausts. Ekki vegna þess að alþingismenn séu almennt svikahrappar, heldur meira út af eðli starfsins og hvað það þýðir í samfélaginu að gegna því. Ég held að traust til alþingis muni alltaf endurspegla traust fólks almennt til þjóðar sinnar, samborgara og jafnvel sjálfs sín. Á þingi situr þverskurður þjóðarinnar. Sextíu og þrír einstaklingar eru valdir af þjóðinni sjálfri til að sýsla með löggjafarvaldið. Á þingi situr þar af leiðandi alls konar fólk. Þar eru fulltrúar stálheiðarlegra, ekki svo heiðarlegra, athafnasamra, kærulausra, smámunasamra, mælskra, óheppinna, langrækinna, vænisjúkra, kærleiksríkra, fyndinna, ófyndinna og guð má vita hvað. Allt þetta fólk er kosið af okkur hinum. Hið athyglisverða er, að nánast daginn eftir að þessir fjölbreytilegu fulltrúar okkar taka sæti á þingi hætta flestir að treysta þeim, jafnvel af engri sýnilegri ástæðu. Fólkið – með hugsanlega einstaka undantekningum – hefur nákvæmlega ekkert gert af sér annað en að setjast á þing. Á þeim tímapunkti hrynur traustið. Hvernig á að túlka þetta? Jú, ég held að þetta sýni að í grunninn treystir þjóðin ekki þjóðinni. Þjóðin er ósátt við sig. Hún hafnar vali sínu. Valið er spegill og spegilmyndin þykir ófögur. Þessi sjálfsóánægja er tekin út á alþingismönnum.Grunsamlegar alhæfingar Það sem vekur þessar grunsemdir mínar er einkum það, að hið almenna viðhorf um skort á trausti til þingsins er mjög oft sett fram sem alhæfing (og hér er ég að passa mig á því að alhæfa ekki). Þetta eru allt lygarar, þessir andskotar. Þetta er svíkjandi og ljúgandi allan daginn, þetta lið. Þau eru alltaf að rífast um ekki neitt. Svona alhæfingar eru augljóslega ekki réttar. Sumir eru hugsanlega lygarar (en ljúga þó varla allan daginn). Sumir eru svikarar. Sumir rífast, en þó sjaldnast um ekki neitt. Sumir ljúga bara alls ekki og hafa kannski aldrei logið á ævinni (sem mun ábyggilega koma þeim í koll). Sumir eru rosalega vandir að virðingu sinni og láta aldrei tæla sig í ómálefnalegt orðaskak, nema mögulega út af misskilningi. Í þessar manngreiningar er hins vegar sjaldan farið. Þetta segir mér að traustleysið sem ríkir til fólks í stjórnmálum snýst ekki um mannkosti fólksins eða hvað það gerir eða gerir ekki, heldur snýst þetta meira um almenna stemningu. Það eru einfaldlega ákaflega fáir reiðubúnir til þess að treysta alþingismönnum. Það er bara þannig. Það er nánast hægt að skrifað það inn í starfslýsingu þingmanns að taki manneskja sæti á þingi skuli hún gera ráð fyrir því að missa traust og vera tortryggð sem slík, jafnvel fram á grafarbakkann.Lýsing um bjartan dag Ný skýrsla kom út um daginn. Um traust til stjórnmála og hvernig eigi að efla það. Starfshópur um aukið traust er búinn að smíða traustvekjandi tillögur. Það á að auka gagnsæi, svokallað. Það á að setja betri reglur um hagsmunaskráningu og það á að setja reglur um lobbýista. Og margt fleira. Gott og vel. Og Siðfræðistofnun á að vera ríkisstjórninni til ráðgjafar. Það getur vel verið að þetta leiði til enn betri starfsemi á þingi og í ráðuneytunum. Fólk verði enn frekar á tánum, passi sig, fari eftir reglunum. Hið nýja og góða máltæki „að kaupa lýsingu um hábjartan dag“ kemur þó óneitanlega upp í hugann. Eins og fólk veit merkir máltækið það, að mjög miklu fé og tíma sé varið í óþarfa. Að eitthvað sé gert með ærinni fyrirhöfn, sem bætir litlu við og gerir lítið til að leysa fyrirliggjandi vanda. Ég held að með hinni miklu áherslu á siðbót, betri ferla, dýpri skilgreiningar, siðfræðiráðgjöf, gagnsæi, skráningar og svoleiðis hluti, sem eru allir góðra gjalda verðir og jafnvel sjálfsagðir, sé verið að kaupa lýsingu um hábjartan dag. Stærsti vandinn er ekki þessi. Þótt alþingismenn yrðu siðferðisleg ofurmenni, í skikkju og klæddir í nærbuxurnar utan yfir buxurnar í þágu gagnsæis, er allt eins líklegt að þeir nytu samt ekki trausts. Vandinn er, vil ég meina, á einhvern hátt dýpri og flóknari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Allt frá því að traust hrundi á Íslandi, til stjórnmálamanna aðallega (og bankamanna), fyrir 10 árum í Hruninu, sem við köllum svo – vegna þess að allt einhvern veginn hrundi – hefur reglulega skotið upp kollinum umræða um það innan stjórnmálanna hvernig megi auka traust og líka af hverju traustið sé svona lítið. Ég veit ekki alveg hvort ég treysti mér í þessa umræðu. Ég er svolítið ringlaður þegar kemur að þessum málum. Ég skil vel af hverju traustið er svona lítið en á sama tíma klóra ég mér í höfðinu yfir því. Á ákveðinn hátt kemur það mér alls ekki á óvart að alþingismenn skuli njóta lítils trausts. Ekki vegna þess að alþingismenn séu almennt svikahrappar, heldur meira út af eðli starfsins og hvað það þýðir í samfélaginu að gegna því. Ég held að traust til alþingis muni alltaf endurspegla traust fólks almennt til þjóðar sinnar, samborgara og jafnvel sjálfs sín. Á þingi situr þverskurður þjóðarinnar. Sextíu og þrír einstaklingar eru valdir af þjóðinni sjálfri til að sýsla með löggjafarvaldið. Á þingi situr þar af leiðandi alls konar fólk. Þar eru fulltrúar stálheiðarlegra, ekki svo heiðarlegra, athafnasamra, kærulausra, smámunasamra, mælskra, óheppinna, langrækinna, vænisjúkra, kærleiksríkra, fyndinna, ófyndinna og guð má vita hvað. Allt þetta fólk er kosið af okkur hinum. Hið athyglisverða er, að nánast daginn eftir að þessir fjölbreytilegu fulltrúar okkar taka sæti á þingi hætta flestir að treysta þeim, jafnvel af engri sýnilegri ástæðu. Fólkið – með hugsanlega einstaka undantekningum – hefur nákvæmlega ekkert gert af sér annað en að setjast á þing. Á þeim tímapunkti hrynur traustið. Hvernig á að túlka þetta? Jú, ég held að þetta sýni að í grunninn treystir þjóðin ekki þjóðinni. Þjóðin er ósátt við sig. Hún hafnar vali sínu. Valið er spegill og spegilmyndin þykir ófögur. Þessi sjálfsóánægja er tekin út á alþingismönnum.Grunsamlegar alhæfingar Það sem vekur þessar grunsemdir mínar er einkum það, að hið almenna viðhorf um skort á trausti til þingsins er mjög oft sett fram sem alhæfing (og hér er ég að passa mig á því að alhæfa ekki). Þetta eru allt lygarar, þessir andskotar. Þetta er svíkjandi og ljúgandi allan daginn, þetta lið. Þau eru alltaf að rífast um ekki neitt. Svona alhæfingar eru augljóslega ekki réttar. Sumir eru hugsanlega lygarar (en ljúga þó varla allan daginn). Sumir eru svikarar. Sumir rífast, en þó sjaldnast um ekki neitt. Sumir ljúga bara alls ekki og hafa kannski aldrei logið á ævinni (sem mun ábyggilega koma þeim í koll). Sumir eru rosalega vandir að virðingu sinni og láta aldrei tæla sig í ómálefnalegt orðaskak, nema mögulega út af misskilningi. Í þessar manngreiningar er hins vegar sjaldan farið. Þetta segir mér að traustleysið sem ríkir til fólks í stjórnmálum snýst ekki um mannkosti fólksins eða hvað það gerir eða gerir ekki, heldur snýst þetta meira um almenna stemningu. Það eru einfaldlega ákaflega fáir reiðubúnir til þess að treysta alþingismönnum. Það er bara þannig. Það er nánast hægt að skrifað það inn í starfslýsingu þingmanns að taki manneskja sæti á þingi skuli hún gera ráð fyrir því að missa traust og vera tortryggð sem slík, jafnvel fram á grafarbakkann.Lýsing um bjartan dag Ný skýrsla kom út um daginn. Um traust til stjórnmála og hvernig eigi að efla það. Starfshópur um aukið traust er búinn að smíða traustvekjandi tillögur. Það á að auka gagnsæi, svokallað. Það á að setja betri reglur um hagsmunaskráningu og það á að setja reglur um lobbýista. Og margt fleira. Gott og vel. Og Siðfræðistofnun á að vera ríkisstjórninni til ráðgjafar. Það getur vel verið að þetta leiði til enn betri starfsemi á þingi og í ráðuneytunum. Fólk verði enn frekar á tánum, passi sig, fari eftir reglunum. Hið nýja og góða máltæki „að kaupa lýsingu um hábjartan dag“ kemur þó óneitanlega upp í hugann. Eins og fólk veit merkir máltækið það, að mjög miklu fé og tíma sé varið í óþarfa. Að eitthvað sé gert með ærinni fyrirhöfn, sem bætir litlu við og gerir lítið til að leysa fyrirliggjandi vanda. Ég held að með hinni miklu áherslu á siðbót, betri ferla, dýpri skilgreiningar, siðfræðiráðgjöf, gagnsæi, skráningar og svoleiðis hluti, sem eru allir góðra gjalda verðir og jafnvel sjálfsagðir, sé verið að kaupa lýsingu um hábjartan dag. Stærsti vandinn er ekki þessi. Þótt alþingismenn yrðu siðferðisleg ofurmenni, í skikkju og klæddir í nærbuxurnar utan yfir buxurnar í þágu gagnsæis, er allt eins líklegt að þeir nytu samt ekki trausts. Vandinn er, vil ég meina, á einhvern hátt dýpri og flóknari.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar