Allt á hvolfi í Cleveland eftir að liðið vann loksins leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. september 2018 07:31 LeBron James er farinn frá Cleveland en það er nýr kóngur í borginni - Baker Mayfield. Hann fagnar hér eftir að hafa gripið snertimarkssendingu. vísir/getty Eftir 635 daga eyðimerkurgöngu kom loksins að því að Cleveland Browns vann leik í NFL-deildinni. Stuðningsmenn fögnuðu eins og liðið hefði unnið Super Bowl-leikinn er þeir skelltu NY Jets, 21-17. Browns vann síðast leik á aðfangadag árið 2016. Liðið hafði spilað 19 leiki í röð í deildinni án þess að vinna. Flestir hafa vorkennt liðinu í eyðirmerkurgöngu sinni en stuðningsmennirnir hafa slegið flestu upp í grín og fóru meðal annars í skrúðgöngu í lok síðasta tímabilsins til þess að fagna hörmulegu gengi liðsins. Sigurinn getur liðið þakkað nýliðaleikstjórnandanum sínum, Baker Mayfield, sem fékk loksins tækifæri í nótt og skilaði sigri í fyrsta leik. Mayfield var valinn fyrstur í nýliðavalinu fyrir tímabilið en mátti sætta sig við setu á bekknum í fyrstu leikjunum. Aðalleikstjórnandi liðsins, Tyrod Taylor, fór meiddur af velli eftir hörmungarframmistöðu. Þá var Cleveland undir, 0-14. Undir styrkri stjórn Mayfield snéri liðið leiknum við og vann eftirminnilegan sigur, 21-17. Hér að neðan má sjá tilþrif Mayfield í leiknum.The No. 1 overall pick made his NFL debut. And led the @Browns to a win! @bakermayfield's BEST PLAYS from #NYJvsCLE! #TNF#Brownspic.twitter.com/81QYWMhlan — NFL (@NFL) September 21, 2018 Flottustu tilþrif kvöldsins komu er Mayfield greip sjálfur snertimarkssendingu frá útherjanum Jarvis Landry. Geggjuð tilþrif. Þarna voru þeir að leika eftir tilþrif meistara Eagles frá Super Bowl en kerfið þá fékk strax nafnið, Philly Special.Baker Special vs. Philly Special pic.twitter.com/k6uo8sfhGq — NFL (@NFL) September 21, 2018 Stemningin í borginni var engu lík eftir leik. Allir barir borgarinnar fylltust og líklega fáir að mæta í vinnu í dag. Það var eins og titill væri í húsi og aðdáendur opnuðu meðal annars kampavín.Every Cleveland bar is Believeland tonight pic.twitter.com/V5CTdNBXIP — Bleacher Report (@BleacherReport) September 21, 2018 Sigurtilfinningin var svo góð hjá stuðningsmönnum Browns að þeir gátu ekki annað en sungið We Are The Champions. Það er langt síðan þetta fólk fagnaði og það átti það skilið.Browns fans singing "We Are the Champions" after ending losing drought pic.twitter.com/Vfbcl1zyul — Bleacher Report (@BleacherReport) September 21, 2018 NFL Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Sjá meira
Eftir 635 daga eyðimerkurgöngu kom loksins að því að Cleveland Browns vann leik í NFL-deildinni. Stuðningsmenn fögnuðu eins og liðið hefði unnið Super Bowl-leikinn er þeir skelltu NY Jets, 21-17. Browns vann síðast leik á aðfangadag árið 2016. Liðið hafði spilað 19 leiki í röð í deildinni án þess að vinna. Flestir hafa vorkennt liðinu í eyðirmerkurgöngu sinni en stuðningsmennirnir hafa slegið flestu upp í grín og fóru meðal annars í skrúðgöngu í lok síðasta tímabilsins til þess að fagna hörmulegu gengi liðsins. Sigurinn getur liðið þakkað nýliðaleikstjórnandanum sínum, Baker Mayfield, sem fékk loksins tækifæri í nótt og skilaði sigri í fyrsta leik. Mayfield var valinn fyrstur í nýliðavalinu fyrir tímabilið en mátti sætta sig við setu á bekknum í fyrstu leikjunum. Aðalleikstjórnandi liðsins, Tyrod Taylor, fór meiddur af velli eftir hörmungarframmistöðu. Þá var Cleveland undir, 0-14. Undir styrkri stjórn Mayfield snéri liðið leiknum við og vann eftirminnilegan sigur, 21-17. Hér að neðan má sjá tilþrif Mayfield í leiknum.The No. 1 overall pick made his NFL debut. And led the @Browns to a win! @bakermayfield's BEST PLAYS from #NYJvsCLE! #TNF#Brownspic.twitter.com/81QYWMhlan — NFL (@NFL) September 21, 2018 Flottustu tilþrif kvöldsins komu er Mayfield greip sjálfur snertimarkssendingu frá útherjanum Jarvis Landry. Geggjuð tilþrif. Þarna voru þeir að leika eftir tilþrif meistara Eagles frá Super Bowl en kerfið þá fékk strax nafnið, Philly Special.Baker Special vs. Philly Special pic.twitter.com/k6uo8sfhGq — NFL (@NFL) September 21, 2018 Stemningin í borginni var engu lík eftir leik. Allir barir borgarinnar fylltust og líklega fáir að mæta í vinnu í dag. Það var eins og titill væri í húsi og aðdáendur opnuðu meðal annars kampavín.Every Cleveland bar is Believeland tonight pic.twitter.com/V5CTdNBXIP — Bleacher Report (@BleacherReport) September 21, 2018 Sigurtilfinningin var svo góð hjá stuðningsmönnum Browns að þeir gátu ekki annað en sungið We Are The Champions. Það er langt síðan þetta fólk fagnaði og það átti það skilið.Browns fans singing "We Are the Champions" after ending losing drought pic.twitter.com/Vfbcl1zyul — Bleacher Report (@BleacherReport) September 21, 2018
NFL Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn