Friðlýsingar á dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 21. september 2018 08:00 Náttúra Íslands er einstök og það er okkar að gæta að töfrum hennar. Eitt af því fyrsta sem ég gerði sem umhverfis- og auðlindaráðherra var að setja í gang vinnu við friðlýsingar með Umhverfisstofnun. Í síðustu viku litu dagsins ljós fyrstu tillögurnar að friðlýsingum í svokölluðum verndarflokki rammaáætlunar sem fjallar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Svæðin eru þrjú, öll á miðhálendinu og taka til ákveðinna hluta nokkurra vatnasviða: Hólmsár, Tungnaár, Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu. Þessi svæði enduðu öll í verndarflokki rammaáætlunar með samþykkt Alþingis árið 2013, auk fleiri svæða sem fara út til kynningar á næstu vikum. Þessar friðlýsingar taka lögum samkvæmt til verndar gegn orkuvinnslu. Enn hafa þessi svæði ekki verið friðlýst og því er með þessu stigið merkilegt skref í sögu náttúruverndar á Íslandi.Átak í friðlýsingum Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sérstakt átak í friðlýsingum. Auk áðurnefndra friðlýsinga er um að ræða svæði á eldri náttúruverndaráætlunum sem Alþingi hefur einnig þegar samþykkt. Þá er ætlunin að beita friðlýsingum sem stjórntæki á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi ferðamanna. Í þessari vinnu verður lögð áhersla á að horfa til efnahagslegra þátta auk náttúruverndarinnar sjálfrar, en Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vinnur nú að rannsókn fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða á Íslandi. Til eru margir flokka friðlýsinga og mikilvægt að undirstrika að friðlýsingar geta verið margs konar. Flestir friðlýsingarflokkar leggja áherslu á að fólk geti notið útivistar og fræðslu, og á mörgum svæðum eru hefðbundnar nytjar leyfðar, svo framarlega sem þær ganga ekki á gæði náttúrunnar. Einn flokkur friðlýsinga fjallar sérstaklega um svæði í verndarflokki rammaáætlunar og skal friðlýsa slík svæði gagnvart orkuvinnslu. Það á við um þau svæði sem nú hafa verið send út til kynningar. Friðlýsingar eru því komnar ofarlega á dagskrá stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Umhverfismál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands er einstök og það er okkar að gæta að töfrum hennar. Eitt af því fyrsta sem ég gerði sem umhverfis- og auðlindaráðherra var að setja í gang vinnu við friðlýsingar með Umhverfisstofnun. Í síðustu viku litu dagsins ljós fyrstu tillögurnar að friðlýsingum í svokölluðum verndarflokki rammaáætlunar sem fjallar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Svæðin eru þrjú, öll á miðhálendinu og taka til ákveðinna hluta nokkurra vatnasviða: Hólmsár, Tungnaár, Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu. Þessi svæði enduðu öll í verndarflokki rammaáætlunar með samþykkt Alþingis árið 2013, auk fleiri svæða sem fara út til kynningar á næstu vikum. Þessar friðlýsingar taka lögum samkvæmt til verndar gegn orkuvinnslu. Enn hafa þessi svæði ekki verið friðlýst og því er með þessu stigið merkilegt skref í sögu náttúruverndar á Íslandi.Átak í friðlýsingum Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sérstakt átak í friðlýsingum. Auk áðurnefndra friðlýsinga er um að ræða svæði á eldri náttúruverndaráætlunum sem Alþingi hefur einnig þegar samþykkt. Þá er ætlunin að beita friðlýsingum sem stjórntæki á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi ferðamanna. Í þessari vinnu verður lögð áhersla á að horfa til efnahagslegra þátta auk náttúruverndarinnar sjálfrar, en Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vinnur nú að rannsókn fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða á Íslandi. Til eru margir flokka friðlýsinga og mikilvægt að undirstrika að friðlýsingar geta verið margs konar. Flestir friðlýsingarflokkar leggja áherslu á að fólk geti notið útivistar og fræðslu, og á mörgum svæðum eru hefðbundnar nytjar leyfðar, svo framarlega sem þær ganga ekki á gæði náttúrunnar. Einn flokkur friðlýsinga fjallar sérstaklega um svæði í verndarflokki rammaáætlunar og skal friðlýsa slík svæði gagnvart orkuvinnslu. Það á við um þau svæði sem nú hafa verið send út til kynningar. Friðlýsingar eru því komnar ofarlega á dagskrá stjórnvalda.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar