Óvíst hvenær Guðrún Ósk spilar aftur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. október 2018 11:30 Guðrún Ósk ætlar ekki að taka neina áhættu með heilsuna vísir/ernir Guðrún Ósk Maríasdóttir sagði óvíst hvenær hún snúi aftur á handboltavöllinn en hún fékk heilahristing í leik Stjörnunnar og Selfoss í lok septembermánaðar. Guðrún Ósk var besti markmaður Olísdeildar kvenna síðasta vetur. Hún varð Íslands- og bikarmeistari með Fram en færði sig yfir í Stjörnuna í sumar. Hún spilaði allan leikinn fyrir Stjörnuna gegn Selfossi 23. september síðast liðinn en undir lok leiksins var hún farin að missa máttinn í fótunum og eftir leik þurfti að kalla til sjúkrabíl. Hafði ekki rænu á að koma út af„Ég fékk höfuðhögg daginn áður og svo í leiknum fékk ég höfuðhögg mjög fljótlega í leiknum, var að verja hraðaupphlaup og fékk boltann beint framan á hausinn. Skömmu seinna datt ég á rassinn og fékk högg upp frá mjöðmunum upp í höfuðið. Þetta var allt í lagi í leiknum, svo þegar það eru svona 10 mínútur eftir fer ég að missa máttinn í fótunum, svima og þarf að halda mér aðeins í stöngina.“Guðrún Ósk hefur verið einn besti markvörður Olísdeildarinnar síðustu árS2 Sport„Ég hef eiginlega ekki rænu sjálf í að koma út af og svo eftir leikinn þá fer ég að sjá allt tvöfalt og fjórfalt. Þá er kallað í sjúkrabíl og það kemur í ljós að ég hafi fengið heilahristing og líka mikið sykurfall.“ Svo lýsti Guðrún Ósk því sem gerst hafði í samtali við Vísi í dag. Hún sagðist einfaldlega ekki hafa fattað að hún þyrfti að fara út af og enginn í starfsliðinu áttaði sig á því að hún væri ekki í lagi. „Þetta var ótrúlega jafn leikur, klikkaðar loka mínútur. Það bar ekkert rosalega mikið á því að ég væri í einhverju móki, útaf því að ég stóð þetta bara af mér þegar ég fékk höggið þá var enginn sem kveikti á því, það tengdi það enginn saman.“ „Eftir á að hyggja, ef ég hefði sjálf fattað að ég þyrfti að fara út af þá hefði ég gert það. En í hita leiksins, þá er það ekki það fyrsta sem maður hugsar.“ Þarf að hugsa um að halda heilsunniGuðrún var ekki með Stjörnunni í síðasta leik þar sem liðið fékk skell á heimavelli gegn Fram. Hún segir það alveg óvíst hvenær hún geti spilað á ný. „Það er eiginlega bara alveg óljóst hvenær ég kem til baka. Ég er enn þá með verki dagsdaglega og við mjög litlar augnhreyfiæfingar þá eykst verkurinn.“ „Maður þarf að hugsa um að halda heilsunni,“ sagði Guðrún Ósk Maríasdóttir. Olís-deild kvenna Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Guðrún Ósk Maríasdóttir sagði óvíst hvenær hún snúi aftur á handboltavöllinn en hún fékk heilahristing í leik Stjörnunnar og Selfoss í lok septembermánaðar. Guðrún Ósk var besti markmaður Olísdeildar kvenna síðasta vetur. Hún varð Íslands- og bikarmeistari með Fram en færði sig yfir í Stjörnuna í sumar. Hún spilaði allan leikinn fyrir Stjörnuna gegn Selfossi 23. september síðast liðinn en undir lok leiksins var hún farin að missa máttinn í fótunum og eftir leik þurfti að kalla til sjúkrabíl. Hafði ekki rænu á að koma út af„Ég fékk höfuðhögg daginn áður og svo í leiknum fékk ég höfuðhögg mjög fljótlega í leiknum, var að verja hraðaupphlaup og fékk boltann beint framan á hausinn. Skömmu seinna datt ég á rassinn og fékk högg upp frá mjöðmunum upp í höfuðið. Þetta var allt í lagi í leiknum, svo þegar það eru svona 10 mínútur eftir fer ég að missa máttinn í fótunum, svima og þarf að halda mér aðeins í stöngina.“Guðrún Ósk hefur verið einn besti markvörður Olísdeildarinnar síðustu árS2 Sport„Ég hef eiginlega ekki rænu sjálf í að koma út af og svo eftir leikinn þá fer ég að sjá allt tvöfalt og fjórfalt. Þá er kallað í sjúkrabíl og það kemur í ljós að ég hafi fengið heilahristing og líka mikið sykurfall.“ Svo lýsti Guðrún Ósk því sem gerst hafði í samtali við Vísi í dag. Hún sagðist einfaldlega ekki hafa fattað að hún þyrfti að fara út af og enginn í starfsliðinu áttaði sig á því að hún væri ekki í lagi. „Þetta var ótrúlega jafn leikur, klikkaðar loka mínútur. Það bar ekkert rosalega mikið á því að ég væri í einhverju móki, útaf því að ég stóð þetta bara af mér þegar ég fékk höggið þá var enginn sem kveikti á því, það tengdi það enginn saman.“ „Eftir á að hyggja, ef ég hefði sjálf fattað að ég þyrfti að fara út af þá hefði ég gert það. En í hita leiksins, þá er það ekki það fyrsta sem maður hugsar.“ Þarf að hugsa um að halda heilsunniGuðrún var ekki með Stjörnunni í síðasta leik þar sem liðið fékk skell á heimavelli gegn Fram. Hún segir það alveg óvíst hvenær hún geti spilað á ný. „Það er eiginlega bara alveg óljóst hvenær ég kem til baka. Ég er enn þá með verki dagsdaglega og við mjög litlar augnhreyfiæfingar þá eykst verkurinn.“ „Maður þarf að hugsa um að halda heilsunni,“ sagði Guðrún Ósk Maríasdóttir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita