Yfirvöld í Tyrklandi leita bíls sem talinn er hafa flutt lík blaðamannsins Sylvía Hall skrifar 8. október 2018 21:24 Lögreglan girti af svæðið í kringum ræðisskrifstofuna í dag. Vísir/EPA Yfirvöld í Tyrklandi rannsaka nú umferðarmyndavélar í von um að finna svartan sendiferðabíl sem þau telja hafa flutt lík blaðamannsins Jamal Khashoggi frá ræðisskrifstofu Sádi-arabíu í Istanbúl á þriðjudag. Bíllinn sást keyra frá ræðisskrifstofunni tveimur tímum eftir að Khashoggi fór þangað inn. Sjá einnig: Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Bílinn er talinn vera einn af sex bílum í eigu hóps leigumorðingja sem taldir eru bera ábyrgð á dauða blaðamannsins. Á öryggismyndavélum sjást kassar vera færðir inn í bílinn áður en hann keyrði burt ásamt fimm öðrum bílum. Þrír bílanna keyrðu áfram á hraðbrautinni en hinir þrír beygðu til hægri. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur krafist útskýringa á hvarfi blaðamannsins og segist fylgjast náið með rannsókninni. Þá segir hann ræðisskrifstofuna ekki getað firrað sig ábyrgð með því að lýsa því yfir að blaðamaðurinn hafi yfirgefið bygginguna án þess að færa fyrir því sönnur. Khashoggi hafði áður starfað sem ráðgjafi í heimalandi sínu áður en hann gerðist sjálfstætt starfandi blaðamaður og skrifaði meðal annars pistla fyrir Washington Post þar sem hann gagnrýndi stjórnvöld í heimalandinu. Þá er hann sagður hafa fengið tilboð um að gerast ráðgjafi krónprinsins Mohammed bin Salman stuttu fyrir hvarfið. Morðið á Khashoggi Tyrkland Tengdar fréttir Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Sjá meira
Yfirvöld í Tyrklandi rannsaka nú umferðarmyndavélar í von um að finna svartan sendiferðabíl sem þau telja hafa flutt lík blaðamannsins Jamal Khashoggi frá ræðisskrifstofu Sádi-arabíu í Istanbúl á þriðjudag. Bíllinn sást keyra frá ræðisskrifstofunni tveimur tímum eftir að Khashoggi fór þangað inn. Sjá einnig: Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Bílinn er talinn vera einn af sex bílum í eigu hóps leigumorðingja sem taldir eru bera ábyrgð á dauða blaðamannsins. Á öryggismyndavélum sjást kassar vera færðir inn í bílinn áður en hann keyrði burt ásamt fimm öðrum bílum. Þrír bílanna keyrðu áfram á hraðbrautinni en hinir þrír beygðu til hægri. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur krafist útskýringa á hvarfi blaðamannsins og segist fylgjast náið með rannsókninni. Þá segir hann ræðisskrifstofuna ekki getað firrað sig ábyrgð með því að lýsa því yfir að blaðamaðurinn hafi yfirgefið bygginguna án þess að færa fyrir því sönnur. Khashoggi hafði áður starfað sem ráðgjafi í heimalandi sínu áður en hann gerðist sjálfstætt starfandi blaðamaður og skrifaði meðal annars pistla fyrir Washington Post þar sem hann gagnrýndi stjórnvöld í heimalandinu. Þá er hann sagður hafa fengið tilboð um að gerast ráðgjafi krónprinsins Mohammed bin Salman stuttu fyrir hvarfið.
Morðið á Khashoggi Tyrkland Tengdar fréttir Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Sjá meira
Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17
Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31