Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2018 18:31 Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. Vísir/AP Talsmaður tyrknesku ríkisstjórnarinnar sagðist telja líklegt að fimmtán Sádi-Arabar hefðu pyntað blaðamanninn Jamal Khashoggi á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl á þriðjudag. Líklega hefðu þeir bútað niður líkið af blaðamanninum og flutt á brott en þetta eru óstaðfestar heimildir Reuters og Washington Post.Recep Tayyp Erdogan greindi frá því í dag í yfirlýsingu að hann fylgist grannt með gangi mála. Lögregluteymi vinni að því að gaumgæfa myndbandsupptökur og gögn frá flugvöllum í tengslum við hvarf Khashoggis en blaðamaðurinn átti erindi á ræðisskrifstofuna á þriðjudag en ekkert hefur spurst til hans síðan. Yasin Aktai, ráðgjafi Erdogans, greindi fréttastofu Reuters frá því að Khashoggi hefði verið ráðinn af dögum. Yfirvöld í Tyrklandi segjast hafa sannanir fyrir því að Khasoggi hafi verið ráðinn af dögum.Heimildir Guardian herma að fimmtán Sádi-Arabar, sem taldir eru hafa framið ódæðið, hafi komið til landsins á þriðjudag sérstaklega til að ráða Khashoggi af dögum. Þeir hafi síðan farið frá Sádí-Arabíu samdægurs. Tyrknesk yfirvöld telja fullvíst Khashoggi hafi verið myrtur af yfirlögðu ráði. Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja að ásakanirnar eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Khashoggi var pistlahöfundur á Washington Post þar sem hann hafði í frammi gagnrýni á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Hann hafði verið í sjálfskipaðri útlegð í Washingon undanfarið ár af ótta við ofsóknir og ofbeldi yfirvalda.Hér er hægt að lesa pistlana sem Khashoggi skrifaði fyrir Washington Post. Tengdar fréttir Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Talsmaður tyrknesku ríkisstjórnarinnar sagðist telja líklegt að fimmtán Sádi-Arabar hefðu pyntað blaðamanninn Jamal Khashoggi á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl á þriðjudag. Líklega hefðu þeir bútað niður líkið af blaðamanninum og flutt á brott en þetta eru óstaðfestar heimildir Reuters og Washington Post.Recep Tayyp Erdogan greindi frá því í dag í yfirlýsingu að hann fylgist grannt með gangi mála. Lögregluteymi vinni að því að gaumgæfa myndbandsupptökur og gögn frá flugvöllum í tengslum við hvarf Khashoggis en blaðamaðurinn átti erindi á ræðisskrifstofuna á þriðjudag en ekkert hefur spurst til hans síðan. Yasin Aktai, ráðgjafi Erdogans, greindi fréttastofu Reuters frá því að Khashoggi hefði verið ráðinn af dögum. Yfirvöld í Tyrklandi segjast hafa sannanir fyrir því að Khasoggi hafi verið ráðinn af dögum.Heimildir Guardian herma að fimmtán Sádi-Arabar, sem taldir eru hafa framið ódæðið, hafi komið til landsins á þriðjudag sérstaklega til að ráða Khashoggi af dögum. Þeir hafi síðan farið frá Sádí-Arabíu samdægurs. Tyrknesk yfirvöld telja fullvíst Khashoggi hafi verið myrtur af yfirlögðu ráði. Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja að ásakanirnar eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Khashoggi var pistlahöfundur á Washington Post þar sem hann hafði í frammi gagnrýni á stjórnarhætti í heimalandi sínu. Hann hafði verið í sjálfskipaðri útlegð í Washingon undanfarið ár af ótta við ofsóknir og ofbeldi yfirvalda.Hér er hægt að lesa pistlana sem Khashoggi skrifaði fyrir Washington Post.
Tengdar fréttir Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17
Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. 7. október 2018 16:54