Hamrén svarar Óla Jóh: Ég tek alltaf lokaákvörðun og ber ábyrgð á henni Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2018 13:54 Orð Ólafs bárust til landsliðsþjálfaranna. vísir/bára Erik Hamrén, landsliðsþjálfari í fótbolta, og Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, svöruðu Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Íslandsmeistara Vals, fullum hálsi á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Ólafur sagði í viðtali við RÚV að hann vildi sjá Hamrén yngja upp í landsliðinu og þá var hann viss um að Svíinn hefði ekki valið fyrsta landsliðshópinn sjálfur. Hamrén fékk bara 16 daga áður en að hann þurfti að velja sinn fyrsta hóp og er Ólafur á því að hann hafi fengið aðstoð við að velja hópinn því hann þekkti ekki leikmennina. „Ég sá viðtalið við Óla og ég þekki Óla ágætlega. Hann segir yfirleitt hlutina í fyrirsögnum en hann er einnig góður maður og ég held að hann hafi ekki látið ætla koma svona út,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. „Hann veit að Erik Hamrén valdi liðið en að sjálfsögðu, þá eins og nú, er ég aðstoðarmaður hans og aðstoða hann með ákvarðanir.“ Hamrén er ekki orðinn reiprennandi í íslensku og raun langt frá því en hann skyldi spurninguna og vildi einnig svara. „Það hafa allir rétt á sinni skoðun, meira að segja fyrrverandi landsliðsþjálfarar,“ sagði Svíinn. „Mín hugmyndafræði um fótbolta er að maður stendur ekki einn í þessu. Maður þarf að vera með gott fólk í kringum sig og ég vinn náið með Frey og öðrum í hópnum.“ „En, ég tek alltaf lokaákvörðun og ber ábyrgð á henni,“ sagði Erik Hamrén ákveðinn að lokum. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var fundur Hamrén í Laugardalnum í dag Eric Hamrén velur landsliðshópinn sem mætir heimsmeisturunum ytra. 5. október 2018 13:45 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari í fótbolta, og Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, svöruðu Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Íslandsmeistara Vals, fullum hálsi á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Ólafur sagði í viðtali við RÚV að hann vildi sjá Hamrén yngja upp í landsliðinu og þá var hann viss um að Svíinn hefði ekki valið fyrsta landsliðshópinn sjálfur. Hamrén fékk bara 16 daga áður en að hann þurfti að velja sinn fyrsta hóp og er Ólafur á því að hann hafi fengið aðstoð við að velja hópinn því hann þekkti ekki leikmennina. „Ég sá viðtalið við Óla og ég þekki Óla ágætlega. Hann segir yfirleitt hlutina í fyrirsögnum en hann er einnig góður maður og ég held að hann hafi ekki látið ætla koma svona út,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. „Hann veit að Erik Hamrén valdi liðið en að sjálfsögðu, þá eins og nú, er ég aðstoðarmaður hans og aðstoða hann með ákvarðanir.“ Hamrén er ekki orðinn reiprennandi í íslensku og raun langt frá því en hann skyldi spurninguna og vildi einnig svara. „Það hafa allir rétt á sinni skoðun, meira að segja fyrrverandi landsliðsþjálfarar,“ sagði Svíinn. „Mín hugmyndafræði um fótbolta er að maður stendur ekki einn í þessu. Maður þarf að vera með gott fólk í kringum sig og ég vinn náið með Frey og öðrum í hópnum.“ „En, ég tek alltaf lokaákvörðun og ber ábyrgð á henni,“ sagði Erik Hamrén ákveðinn að lokum.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var fundur Hamrén í Laugardalnum í dag Eric Hamrén velur landsliðshópinn sem mætir heimsmeisturunum ytra. 5. október 2018 13:45 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Svona var fundur Hamrén í Laugardalnum í dag Eric Hamrén velur landsliðshópinn sem mætir heimsmeisturunum ytra. 5. október 2018 13:45